Stígandi - 01.03.1949, Blaðsíða 84
Ritfregnir
Eftir ARNÓR SIGURJÓNSSON
Rit Jónasar Hallgríinssonar.
Jónas Hallgrímsson: Kitsafn.
J'ómas Guðmundsson gaf út.
Helgafell.
Hér cr á ferðinni þriðja prentun af
útgáfu Tómasar af ritsafni Jónasar, en
fyrsta prentun kom út 1945 og 1946 (í
tveimur bindum). Má af þessu ráð;u
vinsældir þesarar útgáfu, og má segja,
að hér sé á ferðinni sannkölluð tízku-
bók. Þessi útgáfa er í senn viðhafnarleg,
alþýðleg og ódýr (nema fyrsta prentun,
sem hvorki var alþýðlcg né ódýr, en
liins vegar mjög viðhafnarleg), en hins
vegar ekki fræðileg, og mun allt þetta
eiga sinn þátt í vinsældunum, auk þess
sem fyrsta prentun útgáfunnar (ljóðmæl-
anna) kom út á 100 ára dánarafmæli
Jónasar, sem hátíðaútgáfa. Fremst í út-
gáfu þessari er ritgerð eftir Tómas, rituð
af skáldlegu innsæi, en eigi fræðileg.
Skömm mun þykja frá því að segja,
að sá, er þetta ritar, hefir ekki haft eða
tekið útgáfu Tómasar af ritum Jónasar
til athugunar, fyrr en hann fékk þessa
þriðju prentun í lrendur. Og það mun
seint þykja til hurðar gengið, að gcra
nú athugasemdir við hana.
Ritsafn þetta ber að skoða sem stórt
úrval úr ritum Jónasar, og er það úrval
yfirleitt gert af smekkvísi og í samræmi
við það, sem almenningur hér á landi
getur fengið áhuga á að lesa. En líklega
hefði þó verið réttara að taka með þau
kvæði, er Jónas orti á dönsku, eða a. m.
k. úrval þeirra, því að bæði hafa þau
bókmenntasögulegt gildi, og auk þess
mun marga fýsa að lesa þau fyrir for-
vitnissakir. Kvæðurn er f útgáfu þessari
raðað eftir efni, og þó að sú röðun sé af
smekkvísi gerð, orkar hún tvímælis hér,
eins og raunar ævinlega. Það er að ýmsu
leyti æskilegra, að raða kvæðum Jónasar
cftir aldri, en því fylgir vitanlcga sá
vandi að gera það rétt, og um það getur
ýmislegt orðið vafasamt, og gerir það
kröfu til þess, að gerð sé grein fyrir
vafamálunum. Slfkt krefst aftur fræði-
legrar athugunar, og það hefir Tómas
forðazt illu heilli.
Tómas hefir byggt þessa útgáfu sina
á útgáfu Matthíasar Þórðarsonar (Rit
eftir Jónas Hallgríinsson I—V, Rvík 1929
—37) og tekið yfirleitt allar fræðilegar
atlniganir, sem þar eru, fullgildar, hka
mjög hæpnar ályktanir. Þetta kemur á
tvennan hátt að sök: það ruglar og
sljóvgar skáldlcgt innsæi Tómasar í ann-
ars ágætri ritgerð bans um Jónas, og það
leiðir bann til þess að gefa það út í
stuttorðum skýringum sem allt að óvé
fengjanlegar staðreyndir, sem Matthías
hefir þó aðeins skoðað sem fræðilegar
ályktanir sínar og jafnvel lagt lesandan-
um í hendur vopnin tíl véfengingar.
Hér skulu aðeins nefnd tvö dæmi um
þetta, annað viðvíkjandi kvæðinu Sökn-
uður, hitt viðvíkjandi kvæðinu Ferða
lok.
Af ritgerð Tómasar um Jónas má sjá,
að skáldlegt innsæi hans hefir bent hon-
um á, að náið samband er milli kvæðis-
ins Söknuður og kvæðisins Serenade, er
Jónas orti til Christiane Knudsen, og
ber hann þau kvæði all vandlega saman
um vald Jónasar á máli og öðrum bún-
ingi tilfinninga sinna eftir því, hvort
hann orti á íslenzku eða dönsku. En f
skýringum við kvæðið Söknuður segir
154 STÍGANDI