Stígandi - 01.03.1949, Blaðsíða 53
uppgang ættanna en stærð landnámanna. Sturlungar eru komnir
frá Þórbirni loka, sem átti örlítið landnám í Gufudalssveit, Odda-
verjar í’rá Hrafni hinum lieimska, sem átti álíka lítið land tindir
Eyjafjöllum.
Hins vegar voru þeir, sem bjuggu í lok sögualdar á Kristnesi og
Stóra Hofi, bústöðum Helga liins magra og Ketils hængs, ekki af-
komendur þeirra í karllegg. Geirmundur heljarskinn lilýtur að
hafa verið sonlaus. Hve lengi Reykjavík hélzt í ætt Ingólfs Arnar-
sonar, er allsendis óvíst. En á Borg liafa ættmenn Skallagríms
haldizt um langan aldur og verið einatt meðal höfðingjanna þar í
héraðinu. Þeir urðu þó einnig bráðum að færa saman kvíarnar.
Það eru geysimikil umskipti frá því, er Skallagrímur nam allt
héraðið milli Hafnarfjalla og Borgarhrauns og átti bú frá Norð-
urá til Hítarár, þangað til Þorsteinn sonarsonur lians varð að
standa í vígunr og málaferlum um kúabeit við smábændur á næsta
bæ. í þessu má segja að sé fólgin helztu drög í sögu stærstu land-
námanna og það aftur glöggvast í orðunum, sem sagan leggur
Agli í munn, áður en hann lauk upp gerðinni rnilli Þorsteins son-
ar síns og Steinars, sonar Önundar sjóna: ,,Hef ek þar upp þat
mál, er Grímr, faðir minn kom hingat til lands ok nam hér öll
lönd um Mýrar og víða herað og tók sér bústað at Borg ok ætlaði
þar landeign til, en gaf vinum sínum landakosti þar út í frá, svá
sem þeir byggðu síðan. Hann gaf Ána bústað at Ánabrekku,
þar sem Önundur ok Steinarr hafa hér til búit. Vitum vér þat all-
ir, Steinarr, hvar landamerki eru milli Borgar ok Ánabrekku, at
þar ræðr Háfslækr. Nú var eigi þat, at þú gerðir þér óvitandi at
beita land Þorsteins ok lagðir undir Jrik eign hans ok ætlaðir, at
liann myndi vera svá mikill ættleri, at hann myndi vera vilja
ræningi þinn.“ Til þessa hins sama má þó einnig nefna aðra at-
burði, svo sem glímu Stórólfs Hængssonar við leysingjann þeirra
Hildis og Hallgeirs í Dufþaksholti, aftur út af fjárbeit, eða með
livaða hætti útibúið Geirmundar heljarskinns á Hornströnd-
um varð að almenningseign, eða hvernig Víga-Glúmur varð að
víkja frá Þverá ('Munkaþverá), fósturjörð sinni, sem Helgi hinn
magri hafði gefið Ingjaldi syni sínum, föðurföður Glúms.
Kífsá í Kræklingahlíð.
STÍGANDI 123