Stígandi - 01.03.1949, Blaðsíða 65

Stígandi - 01.03.1949, Blaðsíða 65
— Og Svanur kominn. Blessaður gamli, góði klárinn minn. Kannske þig langi í vatn. Nú opnar Áslákur augun til fulls. Þetta er fulltíða stúlka, sem er hjá honum. Þreytan liggur á honum eins og mara. Svo er það þessi bruni í fótunum, höndunum, andlitinu og alls staðar. Hann lyfti hendinni og lagði hana á grannan arm. — Hvað heitirðu, stúlka litla? sagði hann. — Jónína. — Og hvar er ég svo niður kominn? — Þetta er Sauðhúsagerði, sagði hún. Áslákur glaðvaknaði. En hann sagði ekki orð. Nú kom hin konan. — Mamma, sagði Jónína, nú er hann vaknaður. Svo gekk hún fram í eldhús. í baðstofunni var engin fjöl í gólfi. En fjalir voru ofan við rúmið, og svo var súð. Konan hét Kristjana. Nú batt hún um kalið og sagði, að það rnundi ekki vera mjög hættulegt. — Er það Svanur, sem er þarna? sagði Áslákur. — Já, við höfum engin önnuf hús. Þetta er kindaplássið okkar á veturna. En nú eru þær úti, blessaðar, aumingja skepnurnar, og líklega fenntar. En við eigum fjórar geitur, og þær eru þarna líka. , — Þekkir þú Svan? sagði Áslákur. — Hann Svan? Já. Ég þekki Svan. Hann átti hérna heima, þangað til hann var á sjötta árinu. Þá varð ég að selja hann. þegar maðurinn minn dó. Það var eins og það bráðnaði ís í hálsinum á Kristjönu, og Ásláki datt ekkert í hug að segja. Svo sagði Kristjana: Ég gaf honum stundum brauðbita og kannske áfalögg, á meðan við áttum kúna. Þetta var sá dæma- laus unglingur, fannst mér. En það er nú líklega af því, að ég hefi aldrei átt annan hest nema Gránu sálugu, hana mömmu hans. Á sjöunda degi birti hríðina til fulls og gerði stillu. Tveir menn komu að Sauðhúsagerði og gengu á þrúgum, þar sem djúpt var. Þá voru varla til skíði. Stórfenni var komið, og þeir voru með fannleitarstangir í höndunum. Kristjana mætti þeim á hlaðinu. STÍGANDI 135
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.