Stígandi - 01.03.1949, Blaðsíða 23

Stígandi - 01.03.1949, Blaðsíða 23
skrautmuna og húsgögn, sem hvarvetna var að fá, smekkleg og vönduð að sjá. Matvara ýms var af skornum skammti. Kjöt sást naumast, svo var að vísu ákveðið, að kjöt skyldi fást í Osló einn dag í viku, en misbrestur vildi verða á því. Viku þá er við bjugg- um á hótel Astoria, borðuðum við þar daglega ýmist eina eða tvær máltíðir, þar var aldrei neitt kjötkyns á borðum nema lítilsháttar af pylsum sem ofanálag á brauð. Hins vegar var enginn matur skammtaður á matsölustöðum. Einnig mátti sjá það á klæðnaði fólks, að fatnaður og vefnaðar- vara væri enn fábreytt og lítið af henni. Þó virtist manni sem sportsfatnaður væri þar undantekning. Á járnbrautarstöðvum var hvarvetna fjöldi skíðafólks, klætt í fögur og hentug skíðaföt, og virtist ekkert til þeirra sparað. En vafalaust hefir fataskortur- inn kennt Norðmönnum að hagnýta betur fatnað sinn og spara hann á ýmsan hátt. T. d. sá ég það í menntaskólanum í Álasundi, að meiri hluti kennara og nemenda voru klæddir í vinnusloppa í kennslustundum. Er lífill vafi á, að í slíku er mikill fatasparnaður. En þótt margt vantaði, og ýmsir örðugleikar steðji að alþjóð manna, þá var ekkert fjær sanni, en að fólkið væri að kvarta og kveina um kjör sín. Allir, sem ég átti tal við, voru glaðir og reifir, og einhuga um endureisn landsins. Að vísu þekkti ég lítt til Norð- manna fyrir stríðið, en þá hugmynd fékk ég af kynnum mínum, að þjóðin liefði komið heilsteyptari, og andlega hraustari, út úr hreinsunareldi styrjaldarinnar. Allt um skoðanamun manna á þjóðfélagsmálum o$ ýmsum viðhorfum, virtust mér allir sam- mála um tvennt, að duga sem bezt við endurreisn landsins, og vígbúast af kappi, svo að unnt yrði að verjast til þrautar, ef aftur yrði á land þeina ráðizt af fjandsamlegum her. Eins og kunnugt er, fer Alþýðuflokkurinn norski, Arbeider- partiet, með stjórn landsins. Eins og annars staðar varð stjórnin fyrir gagnrýni og árásum, en í raun réttri fannst mér sú undiralda þrátt fyrir allt, að naumast væri betri úrræða að vænta af öðrum flokkum. Virtist mér stjórnarandstaðan, eftir því sem sjá mátti af blöðum, hógvær og heiðarleg. Undantekning í því efni voru þó kommúnistablöðin. Þar var söngurinn sami og við þekkjum hér lieima í Þjóðviljanum og fylgihnöttum hans. Orðbragðið og smekkvísin var af sama tagi, og hefðu greinarnar vel getað verið þýddar, en aðeins breytt nöfnum. Sama mátti segja um kommún- istablöðin dönsku. Svo líkt er innihald allra þessara blaða, að manni gæti til hugar komið, að greinarnar væru samdar í einni STÍGANDI 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.