Stígandi - 01.03.1949, Page 47

Stígandi - 01.03.1949, Page 47
Af öllu, sem nú er sagt, held ég að leiði með mikilli vissu, að þar er engin ástæða lengur til þess að efast urn, að bæði Ketill liængur og Skallagrímur liafi eignað sér allt það land, sem Egils saga, Sturlubók og Hauksbók eigna þeim, hvað sem seinna hefur orðið úr því. En þá hafa það ekki einungis verið þeir Ingólfur Arnarson og Helgi liinn magri, sem numið hafa langtum meira land, en þeir réðu yfir seinna meir, lieldur þeir fjórir saman, og mörg atriði í sögu stærstu landnámanna verða þá ljósari. Eg ætlá því að taka þetta mál stuttlega upp aftur. Fyrst skal ég þó benda á einkennilegt atriði, sem snertir Há- mund heljarskinn og Gálm á Gálmaströnd. Hámundur lagði allt larid, sem Gálmur hafði numið, undir sig, frá Þorvaldsá inn til Reistarár, og auk þess ströndina bæði þar fyrir utan, milli Svarf- aðardals og Þorvaldsár, og fyrir innan, milli Reistarár og Hörgár. Gálmur átti son, Þorvald að nafni, sem hafði búið í Þorvaldsdal. En Hámundur lét hann flytja burt þaðan og gaf honum hinn innri hluta landnáms síns, sem ekki hafði verið eign föður hans (drá Reistará til Hörgár). Það lætur nærri að hugsa, að þetta atvik geti varpað einhverju ljósi á þær hugmyndir, sem landnámsmenn liafa haft um eignarréttindi á landi, sem nurnið var að heimild- arlausu, ef til vill svo, að frekar hefði þótt hætt við kröfum frá liendi Þorvalds, sem taldar voru löglegar, ef hann hefði búið á- fram í landi, sem hann mátti þykjast eiga að réttu eftir föður sinn. Eins og bent liefur verið á í fyrri hluta þessarar greinar, hafa Ingólfur Arnarson, Helgi bjóla og Örlygur hinn gamli numið sama land, Esjubergslandið, hver af öðrum. Hið sama hefur gerzt í landnámi Ketils hængs. Land bæði Ketils aurriða og Orms hins auðga í Landsveit höfðu numið á undan þeim fyrst Ketill hæng- ur og þá Ketill hinn einhendi. Svipað hefir þó einnig farið í Svarfaðardal og á Gálmaströnd. Svarfaðardal eignaði sér fyrstur Helgi hinn magri, næst honum Ljótólfur goði — það er þó óvíst, hvort það var allur dalurinn — og síðast Þoi'steinn svarfaður, Gálmaströnd gálmur, Hámundur heljarskinn og Helgi hinn magi'i. Röðin er hér þó ekki örugg. Þrisvar numinn var þar að auki Hjaltadalur í Skagafirði. Hann námu Sléttu-Björn, Kol- beinn Sigmundsson og Hjalti Þórðarson. Þar sem eg talaði um takmörk landnáma, hef eg ekkert minnzt á það, hvað þau muni hafa náð langt upp til fjalla. Þar sem heim- ildirnar taka ekki fram annað, má telja líklegast, að landnámin hafi.náð allt upp að vatnaskilunum. Þar sem Helgi hinn magri STÍGANDI 117

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.