Stígandi - 01.03.1949, Blaðsíða 56

Stígandi - 01.03.1949, Blaðsíða 56
og megin einstaklinganna. Hver maður er sinnar hamingju smio- ur. En ekki einn eða annar duttlungur svo kallaðra forlaga. Þetta var meiningin. En ekki er ég viss um, að ég muni þetta samt orðrétt. Fyrst var dauðaþögn. En ég fann, hvernig mótbárur suðu í hugarfari eins og annars. Æsing var að grípa um sig. Hún snerti mig, barnið, þannig, að ég var eins og á nálum. Síra Sigtryggur mælti með hægð, og þá var eins og fargi væri létt af okkur hinum. — Það er allt, það er allt okkar ráð í einni hendi, yðar líka, Áslákur minn, í einni hendi, hendi guðs, sem er almáttugur. Við mennirnir þenkjum, gerum tillögur, gerum tilraunir, en náðin stjórnar, það er drottinn. Við getum beðið og vonað, óskað og þráð. Oft tekur hann það til greina af mildi sinni. Það getur hann. Allt getur hann. Sjái liann, að það sé fyrir beztu, þá gerir hann eins og við biðjum, annars ekki. En án hans samþykkis getnm við, aumir menn, ekkert, ekkert — ekki svo tnikið sem ráðið okkur næsta næturstað. Og nú lagði þessi hægláti kennimaður fram sína hægri hönd á borðið. Vínguðinn hefir líklega haft hana í sinni hendi það augnablik og kreppt hnefa lians. Fjalirnar í borðinu kipptust við, og diskarnir hoppuðu. Orðin voru þung og lieit. En svona van- stilling var honum ekki eiginleg. Það vissu allir. Áslákur sté á fætur. — Viljið þið muna þetta, sagði hann. Muna þetta, segi ég. Hann var sýnilega talsvert drukkinn. Nú er dagur að kvöldi kominn. Ég á langa leið gyrir liöndum, miklu lengri leið en nokkur ykkar hinna. Ég hefi ákveðið minn næturstað í nótt. Við mér er búizt þar. Ég ræð mínum næturstað, þó — þó — þó guðsþjónninn geti ekki ráðið sínum. Haldið þið ekki, að hann segi það satt? Jú. Vitið bara til. Takið þið bara eftir því. í nótt gisti ég á Stórabakka. Heyrðuð þið, að ég sagði á Stórabakka. Það er minn næturstaður. Þar og ekki annarsstaðar. Og hvort lialdið þið svo, að það sé mín eigin ákvörðun og fram- kvæmd eða forsjónarinnar? Og verið þið svo heil og sæl. — Á Stórabakka, endurtók hann svo, en ekki, ekki í — í — í.------ Hann liikaði og leitaði auðsjáanlega að andstæðu við Stórabakka, sem væri nógu neðarlega í tröppunum. — Á Stórabakka en ekki í Sauðhúsagerði, til að mynda! Allir þekktu Sauðhúsagerði. Það var inni undir afréttum, og bærinn eins og greni, og lniskapurinn eftir því, nú orðið. En 126 STÍGANDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.