Stígandi - 01.03.1949, Page 56

Stígandi - 01.03.1949, Page 56
og megin einstaklinganna. Hver maður er sinnar hamingju smio- ur. En ekki einn eða annar duttlungur svo kallaðra forlaga. Þetta var meiningin. En ekki er ég viss um, að ég muni þetta samt orðrétt. Fyrst var dauðaþögn. En ég fann, hvernig mótbárur suðu í hugarfari eins og annars. Æsing var að grípa um sig. Hún snerti mig, barnið, þannig, að ég var eins og á nálum. Síra Sigtryggur mælti með hægð, og þá var eins og fargi væri létt af okkur hinum. — Það er allt, það er allt okkar ráð í einni hendi, yðar líka, Áslákur minn, í einni hendi, hendi guðs, sem er almáttugur. Við mennirnir þenkjum, gerum tillögur, gerum tilraunir, en náðin stjórnar, það er drottinn. Við getum beðið og vonað, óskað og þráð. Oft tekur hann það til greina af mildi sinni. Það getur hann. Allt getur hann. Sjái liann, að það sé fyrir beztu, þá gerir hann eins og við biðjum, annars ekki. En án hans samþykkis getnm við, aumir menn, ekkert, ekkert — ekki svo tnikið sem ráðið okkur næsta næturstað. Og nú lagði þessi hægláti kennimaður fram sína hægri hönd á borðið. Vínguðinn hefir líklega haft hana í sinni hendi það augnablik og kreppt hnefa lians. Fjalirnar í borðinu kipptust við, og diskarnir hoppuðu. Orðin voru þung og lieit. En svona van- stilling var honum ekki eiginleg. Það vissu allir. Áslákur sté á fætur. — Viljið þið muna þetta, sagði hann. Muna þetta, segi ég. Hann var sýnilega talsvert drukkinn. Nú er dagur að kvöldi kominn. Ég á langa leið gyrir liöndum, miklu lengri leið en nokkur ykkar hinna. Ég hefi ákveðið minn næturstað í nótt. Við mér er búizt þar. Ég ræð mínum næturstað, þó — þó — þó guðsþjónninn geti ekki ráðið sínum. Haldið þið ekki, að hann segi það satt? Jú. Vitið bara til. Takið þið bara eftir því. í nótt gisti ég á Stórabakka. Heyrðuð þið, að ég sagði á Stórabakka. Það er minn næturstaður. Þar og ekki annarsstaðar. Og hvort lialdið þið svo, að það sé mín eigin ákvörðun og fram- kvæmd eða forsjónarinnar? Og verið þið svo heil og sæl. — Á Stórabakka, endurtók hann svo, en ekki, ekki í — í — í.------ Hann liikaði og leitaði auðsjáanlega að andstæðu við Stórabakka, sem væri nógu neðarlega í tröppunum. — Á Stórabakka en ekki í Sauðhúsagerði, til að mynda! Allir þekktu Sauðhúsagerði. Það var inni undir afréttum, og bærinn eins og greni, og lniskapurinn eftir því, nú orðið. En 126 STÍGANDI

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.