Stígandi - 01.03.1949, Blaðsíða 17

Stígandi - 01.03.1949, Blaðsíða 17
Dimmt var orðið af kveldi, er við komum til Ándalsness, en þar endar járnbrautin. Við Ándalsnes voru háðir harðir bardagar, og lögðu Þjóðverjar bæinn í rústir. Ekki gafst okkur tóm til að litast þar um, enda orðið dimmt, en fáar minjar sáum við um eyðilegg- ingu frá járnbrautarstöðinni. Gegnir furðu, hversu fljótt Norð- menn hafa getað eytt minjum styrjaldarinnar þar og annars stað- ar. Frá Ándalsnesi er farið með áætlunarbílum til Álasunds. Er það um þriggja stunda ferð, þótt greitt sé ekið. Þótti okkur það að vonum allþungur ábætir eftir að hafa setið á hörðum bekkj- um í lestinni í 16 stundir. Þó kusuin við heldur bílinn og að kom- ast í ró kl. 3—4 um nóttina en að vera á ferð fram undir morgun með strandferðabátnum út Raumsdalsfjörð, sem einnig var hægt. En við þurftum að liafa liraðann á, Jrví að bíllinn hafði einung- is stutta viðdvöl eftir komu lestarinnar, en spölkorn að ganga til hans frá lestinni. Við hröðuðum því för okkar. Þegar við kom- um út úr lestinni, tók konan eftir nokkrum dökkklæddum mönn- um, er stóðu á brautarpallinum, og virtust vera að bíða eftir ein- hverjum. Segir hún við mig, að þarna séu áreiðanlega einhverjir fyrirmenn úr Álasundi að taka á móti gestum. Eg tók því fálega, en greikkaði sporið með töskur okkar, sem voru alljDungar. Eigi liöfðum við lengi gengið, er við sáurn, að menn Jjessir fylgdu okk- ur eftir. Brátt vatt einn þeirra sér að mér og spyr, hvort ég sé ekki Steindórsson frá Akureyri. Eg kvað svo vera. Kom þá í ljós, að þarna var komin hátíðarnefndin frá Álasundi, og voru þar meðal annarra forseti bæjarstjórnar Kristjan Langlo lektor og Anton Alvestad borgarstjóri. Urðu þar fagnaðarfundir og tóku þeir á móti okkur af þeirri alúð, er við munum seint gleyma. Sögðu þeir okkur, að Jdví miður gætu þeir ekki fylgzt með okkur til Álasunds, Jdví að jDeir yrðu að bíða konungslestarinnar, er koma ætti að morgni. En á bílstöðinni í Álasundi mundi bæjarritarinn bíða okkar og annast okkur, þar til við hittumst í hádegisverðarboði næsta dag. Ekki var við annað komandi, en við drykkjum kaffi, áður en við legðum af stað. Talaði Langlo við bílstjórana, en alls voru bílarnir 3, og bað þá að bíða jafnframt því, er hann tryggði okkur góð sæti. Biðin var að vísu ekki Jöng, en mjög dáðist ég að því, að ekki heyrðist eitt óánægjuorð frá farþegunum, er þeir vissu, hvað var tilefni biðarinnar. Um næturferðina milli Ándalsness og Álasunds get ég verið fá- orður. Dimmt var af nóttu, svo að ekkert sást, en vegurinn liggur utan í bröttum hlíðum og stundum í jarðgöngum. Þótti mér stígandi 87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.