Stígandi - 01.03.1949, Side 17

Stígandi - 01.03.1949, Side 17
Dimmt var orðið af kveldi, er við komum til Ándalsness, en þar endar járnbrautin. Við Ándalsnes voru háðir harðir bardagar, og lögðu Þjóðverjar bæinn í rústir. Ekki gafst okkur tóm til að litast þar um, enda orðið dimmt, en fáar minjar sáum við um eyðilegg- ingu frá járnbrautarstöðinni. Gegnir furðu, hversu fljótt Norð- menn hafa getað eytt minjum styrjaldarinnar þar og annars stað- ar. Frá Ándalsnesi er farið með áætlunarbílum til Álasunds. Er það um þriggja stunda ferð, þótt greitt sé ekið. Þótti okkur það að vonum allþungur ábætir eftir að hafa setið á hörðum bekkj- um í lestinni í 16 stundir. Þó kusuin við heldur bílinn og að kom- ast í ró kl. 3—4 um nóttina en að vera á ferð fram undir morgun með strandferðabátnum út Raumsdalsfjörð, sem einnig var hægt. En við þurftum að liafa liraðann á, Jrví að bíllinn hafði einung- is stutta viðdvöl eftir komu lestarinnar, en spölkorn að ganga til hans frá lestinni. Við hröðuðum því för okkar. Þegar við kom- um út úr lestinni, tók konan eftir nokkrum dökkklæddum mönn- um, er stóðu á brautarpallinum, og virtust vera að bíða eftir ein- hverjum. Segir hún við mig, að þarna séu áreiðanlega einhverjir fyrirmenn úr Álasundi að taka á móti gestum. Eg tók því fálega, en greikkaði sporið með töskur okkar, sem voru alljDungar. Eigi liöfðum við lengi gengið, er við sáurn, að menn Jjessir fylgdu okk- ur eftir. Brátt vatt einn þeirra sér að mér og spyr, hvort ég sé ekki Steindórsson frá Akureyri. Eg kvað svo vera. Kom þá í ljós, að þarna var komin hátíðarnefndin frá Álasundi, og voru þar meðal annarra forseti bæjarstjórnar Kristjan Langlo lektor og Anton Alvestad borgarstjóri. Urðu þar fagnaðarfundir og tóku þeir á móti okkur af þeirri alúð, er við munum seint gleyma. Sögðu þeir okkur, að Jdví miður gætu þeir ekki fylgzt með okkur til Álasunds, Jdví að jDeir yrðu að bíða konungslestarinnar, er koma ætti að morgni. En á bílstöðinni í Álasundi mundi bæjarritarinn bíða okkar og annast okkur, þar til við hittumst í hádegisverðarboði næsta dag. Ekki var við annað komandi, en við drykkjum kaffi, áður en við legðum af stað. Talaði Langlo við bílstjórana, en alls voru bílarnir 3, og bað þá að bíða jafnframt því, er hann tryggði okkur góð sæti. Biðin var að vísu ekki Jöng, en mjög dáðist ég að því, að ekki heyrðist eitt óánægjuorð frá farþegunum, er þeir vissu, hvað var tilefni biðarinnar. Um næturferðina milli Ándalsness og Álasunds get ég verið fá- orður. Dimmt var af nóttu, svo að ekkert sást, en vegurinn liggur utan í bröttum hlíðum og stundum í jarðgöngum. Þótti mér stígandi 87

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.