Stígandi - 01.03.1949, Blaðsíða 44

Stígandi - 01.03.1949, Blaðsíða 44
legg, og eins frá Snorra goða. Samt hefir Landnámahöfundur þeirra ekkert hirt um ættarsögur þessara manna. Það er öðru nær. Þetta er merkileg mótsetning. Það getur verið, að varðveitzt hafi með Melamönnum alls konar munnmæli um forfeður þeirra þar vestra, í Borgarfirði, á Mýrum og við Breiðafjörð, sem komu svo mikið í bága við frásagnir Egils og Eyrbyggja sagna, að þeir misstu alla trú á þessum sögum, en að saga hinna norðlenzku for- feðra þeirra hafi verið þeim lítið kunn af öðrum heimildum en Jreim fornsögum, sem þeir náðu í. Hér er þó einnig á annað að líta. Höfundur Melabókar mun hafa haft sérstakar mætur á Vatns- dæla sögu. Hann tók upp afarlanga útdrætti úr henni. Þess ber þó að gæta, að Melamenn röktu ætt sína ekki einungis til Ingimund- ar hins gamla, heldur einnig þriggja annarra manna, sem koma við sögu hans, Jörundar háís, Húnröðar, sonarsonar Ævars hins gamla, og Sæmundar hins suðureyska. En nú er talið sennilegt, að höfundur Melabókar hafi verið Þorsteinn böllóttur Snorrason, senr var af Melamönnum sjálfur, en varð ábóti á Helgafelli ýdá- inn 1353). Slíkum rtianni er sérlega vel til þess trúandi, að honum hafi þótt um Ingimund og ættmenn hans vænzt allra heiðinna for- feðra sinna, en hins vegar verið illa við lýsingu Egils Skallagríms- sonar og sumra ættmanna hans í Egils sögu. En það gat aukið and- úð hans í garð þessarar sögu. En hvað sem þessu líður, þá er þó víst, að höfundur Melabókar hefir tekið norðlenzku fornsögurnar langt fram yfir sögur ann- arra landshluta. Það getur því verið af slíkum ástæðum einum, að hann hefir að öllum líkindum ekki reynt að minnka landnám Helga hins magra, þó að það hafi verið stærst allra á landi og að- staðan þarna að öðru leyti tæplega önnur en í landi Skallagríms og Ketils hængs. Þetta mun mega ráða af því, að höfundur Svarf- dæla sögu virðist ekki hafa vitað eða viðurkennt, að Helgi hafi átt Svarfaðardal ekki síður en aðra hluta Eyjafjarðar, því að hann lætur Helga sjálfan kalla dalinn ónuminn. Um landnám Ingólfs Arnarsonar munu hins vegar ekki hafa verið nokkur tvímæli. Hinar sérstöku mætur Melabókar á norðlenzku sögunum held ég að komi fram einnig í formála hennar fyrir landnámunum á Norðurlandi, sem Þórðarbók varðveitir. Þar segir meðal annars: „Hafa þar og flestar sögur gerzt og stærstar í þessum héruðum, og ei eldist það enn á vorum dögum, þótt vér eldumst og landið hrörni að sínum kostum.“ Það má vel vera, að af formála, sem Sturlubók hefir á þessum stað, megi ráða nokkuð um aldur frum- 1 14 STÍGANDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.