Stígandi - 01.03.1949, Side 23

Stígandi - 01.03.1949, Side 23
skrautmuna og húsgögn, sem hvarvetna var að fá, smekkleg og vönduð að sjá. Matvara ýms var af skornum skammti. Kjöt sást naumast, svo var að vísu ákveðið, að kjöt skyldi fást í Osló einn dag í viku, en misbrestur vildi verða á því. Viku þá er við bjugg- um á hótel Astoria, borðuðum við þar daglega ýmist eina eða tvær máltíðir, þar var aldrei neitt kjötkyns á borðum nema lítilsháttar af pylsum sem ofanálag á brauð. Hins vegar var enginn matur skammtaður á matsölustöðum. Einnig mátti sjá það á klæðnaði fólks, að fatnaður og vefnaðar- vara væri enn fábreytt og lítið af henni. Þó virtist manni sem sportsfatnaður væri þar undantekning. Á járnbrautarstöðvum var hvarvetna fjöldi skíðafólks, klætt í fögur og hentug skíðaföt, og virtist ekkert til þeirra sparað. En vafalaust hefir fataskortur- inn kennt Norðmönnum að hagnýta betur fatnað sinn og spara hann á ýmsan hátt. T. d. sá ég það í menntaskólanum í Álasundi, að meiri hluti kennara og nemenda voru klæddir í vinnusloppa í kennslustundum. Er lífill vafi á, að í slíku er mikill fatasparnaður. En þótt margt vantaði, og ýmsir örðugleikar steðji að alþjóð manna, þá var ekkert fjær sanni, en að fólkið væri að kvarta og kveina um kjör sín. Allir, sem ég átti tal við, voru glaðir og reifir, og einhuga um endureisn landsins. Að vísu þekkti ég lítt til Norð- manna fyrir stríðið, en þá hugmynd fékk ég af kynnum mínum, að þjóðin liefði komið heilsteyptari, og andlega hraustari, út úr hreinsunareldi styrjaldarinnar. Allt um skoðanamun manna á þjóðfélagsmálum o$ ýmsum viðhorfum, virtust mér allir sam- mála um tvennt, að duga sem bezt við endurreisn landsins, og vígbúast af kappi, svo að unnt yrði að verjast til þrautar, ef aftur yrði á land þeina ráðizt af fjandsamlegum her. Eins og kunnugt er, fer Alþýðuflokkurinn norski, Arbeider- partiet, með stjórn landsins. Eins og annars staðar varð stjórnin fyrir gagnrýni og árásum, en í raun réttri fannst mér sú undiralda þrátt fyrir allt, að naumast væri betri úrræða að vænta af öðrum flokkum. Virtist mér stjórnarandstaðan, eftir því sem sjá mátti af blöðum, hógvær og heiðarleg. Undantekning í því efni voru þó kommúnistablöðin. Þar var söngurinn sami og við þekkjum hér lieima í Þjóðviljanum og fylgihnöttum hans. Orðbragðið og smekkvísin var af sama tagi, og hefðu greinarnar vel getað verið þýddar, en aðeins breytt nöfnum. Sama mátti segja um kommún- istablöðin dönsku. Svo líkt er innihald allra þessara blaða, að manni gæti til hugar komið, að greinarnar væru samdar í einni STÍGANDI 93

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.