Stígandi - 01.03.1949, Síða 65
— Og Svanur kominn. Blessaður gamli, góði klárinn minn.
Kannske þig langi í vatn.
Nú opnar Áslákur augun til fulls. Þetta er fulltíða stúlka, sem
er hjá honum. Þreytan liggur á honum eins og mara. Svo er það
þessi bruni í fótunum, höndunum, andlitinu og alls staðar. Hann
lyfti hendinni og lagði hana á grannan arm.
— Hvað heitirðu, stúlka litla? sagði hann.
— Jónína.
— Og hvar er ég svo niður kominn?
— Þetta er Sauðhúsagerði, sagði hún.
Áslákur glaðvaknaði. En hann sagði ekki orð.
Nú kom hin konan.
— Mamma, sagði Jónína, nú er hann vaknaður. Svo gekk hún
fram í eldhús. í baðstofunni var engin fjöl í gólfi. En fjalir voru
ofan við rúmið, og svo var súð.
Konan hét Kristjana.
Nú batt hún um kalið og sagði, að það rnundi ekki vera mjög
hættulegt.
— Er það Svanur, sem er þarna? sagði Áslákur.
— Já, við höfum engin önnuf hús. Þetta er kindaplássið okkar
á veturna. En nú eru þær úti, blessaðar, aumingja skepnurnar,
og líklega fenntar. En við eigum fjórar geitur, og þær eru þarna
líka. ,
— Þekkir þú Svan? sagði Áslákur.
— Hann Svan? Já. Ég þekki Svan. Hann átti hérna heima,
þangað til hann var á sjötta árinu. Þá varð ég að selja hann.
þegar maðurinn minn dó.
Það var eins og það bráðnaði ís í hálsinum á Kristjönu, og
Ásláki datt ekkert í hug að segja.
Svo sagði Kristjana: Ég gaf honum stundum brauðbita og
kannske áfalögg, á meðan við áttum kúna. Þetta var sá dæma-
laus unglingur, fannst mér. En það er nú líklega af því, að ég
hefi aldrei átt annan hest nema Gránu sálugu, hana mömmu
hans.
Á sjöunda degi birti hríðina til fulls og gerði stillu.
Tveir menn komu að Sauðhúsagerði og gengu á þrúgum,
þar sem djúpt var. Þá voru varla til skíði. Stórfenni var komið,
og þeir voru með fannleitarstangir í höndunum.
Kristjana mætti þeim á hlaðinu.
STÍGANDI 135