Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.2004, Side 17

Læknablaðið - 15.05.2004, Side 17
FRÆÐIGREINAR / HAGKVÆMNI BÓLUSETNINGAR við viðmiðunarrannsóknina en þar er hlutfallið metið 10%. Kostnaðarþættir við meðferð meningókokka C eru því að stærstum hluta sjúkrahúskostnaður og kostnaður við langtímameðferð þeirra sem veikjast alvarlega, eins og tafla I sýnir. Verð á meðallegudag á spítala er fengið úr verð- skrá Landspítala en meðalkostnaður á göngudeildar- komu/eftirmeðferð, kostnaður við hugsanlegan far- aldur ef ekki er bólusett og langtímakostnaður við vægar afleiðingar og alvarlegar afleiðingar er tekinn úr viðmiðunarrannsókninni. Kostnaðarþættir bólu- setningar eru metnir miðað við íslenskar aðstæður; innflytjandi efnisins gaf upp kostnaðarverð bóluefn- isins, komið að dyrum viðtakanda og annar beinn kostnaður var metinn í samráði við hjúkrunarfræð- ing. Heildarkostnaður við að bólusetja einstakling yngri en eins árs er áætlaður 4800 krónur en 2400 krónur fyrir eldri einstakling. Þegar reiknaður er kostnaður af meðhöndlun sjúk- dómstilfella vegna meningókokka C er stuðst við upplýsingar sóttvarnalæknis um sjúkdómstíðni og dánarhlutfall sjúkdómsins á íslandi (1). Gert er ráð fyrir að virkni bólusetningarinnar sé 90% (9). Niðurstööur Samkvæmt töflu II mun kostnaður heilbrigðiskerfis- ins vegna sýkinga af völdum meningókokka C lækka um rúmlega 22,6 milljónir króna á ári eftir að bólu- setningaráætluninni hefur verið hrint í framkvæmd. Kostnaðarhagkvœmnisgreining á bólusetningu gegn meningókokkum C - Islancl Á móti þeirri kostnaðarlækkun sem að framan er tí- unduð koma útgjöld vegna bólusetningarinnar. Eins og áður hefur komið fram var áætlað að bólusetja alla í landinu frá aldrinum 6 mánaða til og með 19 ára sem eru um 82.000 manns. Ári síðar (október 2003) höfðu um 72.000 einstaklingar (88%) verið bólusettir og ólíklegt að náist að bólusetja fleiri úr þessum ald- urshópi. Bóluefnið var greitt af ríkissjóði sem og annar kostnaður við kynningu og undirbúning átaksins. Framkvæmd og kostnaður við bólusetninguna var á ábyrgð heilsugæslunnar á hverjum stað og bóluefnið gefið með annarri bólusetningu fyrir aldurshópinn 0- 2ja ára. Börn í leikskóla, á aldrinum 2-6 ára, komu annaðhvort í hópum á heilsugæslustöðvar eða hjúkr- unarfræðingar fóru í leikskólana og bólusettu. Síðasti aldurshópurinn, á aldrinum 6-19 ára, voru bólusettir af skólahjúkrunarfræðingum eða hjúkrunarfræðing- um sem fóru í skóla þar sem skólahjúkrunarfræðing- ur er ekki starfandi. Þeir sem ekki voru í skóla komu til bólusetningar á heilsugæslustöðvum. Mat á fjölda hindraðra tilfella, hindraðra dauðs- falla og unninna lífára er gert með hliðsjón af nýgengi Mynd 3. Fjöldi sjúkdómsvaldandi lijúpgerða meningókokka á íslandi. Mynd 4. Aldursbundið nýgengi. Læknablaðið 2004/90 381

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.