Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.2004, Qupperneq 21

Læknablaðið - 15.05.2004, Qupperneq 21
FRÆÐIGREINAR / SKORTUR A STORKU ÞÆTTI VII Arfgengur skortur á storkuþætti VII í íslenskri fjölskyldu Vigfús Þorsteinsson1 SÉRFRÆÐINGUR í BLÓÐMEINA- FRÆÐI OG MFINEFNAFRÆÐI Sigmundur Magnússon2 SÉRFRÆÐINGUR í LYFLÆKN- INGUM OG BLÓÐSJÚKDÓMUM Soili Hellman- Erlingsson3 SÉRFRÆÐINGUR í BLÓÐGJAFA- FRÆÐI OG BLÓÐMEEMAFRÆÐI Brynja R. Guðmundsdóttir MEINATÆKNIR Alfreð Árnason' ERITIAFRÆÐINGUR Ágrip Lýst er sjaldgæfum blæðingasjúkdómi, ættgengum skorti á storkuþætti VII, í íslenskri fjölskyldu. Sjúk- dómurinn erfist ókynbundið og yfirleitt víkjandi þannig að einkenni koma sjaldan fram nema þegar báðir erfðastofnarnir sem tjá storkuþátt VII eru gall- aðir og mikill skortur er á storkuþætti VII. Tíu syst- kini reyndust öll hafa skort á storkuþætti VII. Fjögur höfðu skort á háu stigi og voru þess vegna sennilega með galla í báðum erfðastofnunum. Sex höfðu miðl- ungsskort og voru því sennilega með annan erfða- stofninn eðlilegan en hinn gallaðan. Þetta bendir til þess að annað foreldri þeirra hafi haft galla í báðum erfðastofnum sínum en hitt aðeins í öðrum. Foreldrar þeirra voru þremenningar að skyldleika. Aðeins eitt af systkinunum hafði staðfesta blæðingahneigð. Það var karlmaður sem fékk endurteknar liðblæðingar frá barnsaldri og varð að lokum óvinnufær vegna lið- skemmda. Ekkert af hinum systkinunum hafði greini- leg merki um blæðingahneigð og engar sagnir voru um blæðingahneigð hjá forfeðrum eða formæðrum þeirra. Höfundum er ekki kunnugt um að þessi sjúk- dómur hafi fundist hjá öðrum íslendingum. Inngangur Ættgengur skortur á storkuþætti VII er sjaldgæfur erfðasjúkdómur. Mörg afbrigði eru til af sjúkdómn- um. Stundum fylgir honum rík blæðingahneigð, stund- um lítil eða engin. Árið 1975 uppgötvaðist þessi sjúk- dórnur hjá sjúklingi á Landspítalanum með langa sögu um liðbólgur í stórum liðum sem fram að því höfðu verið taldar stafa af liðagigt. Mælingar á virkni storkuþáttar VII hjá öllum systkinum hans, níu að tölu, leiddu í ljós skort hjá þeim öllum en á misháu stigi. Það er athyglisvert að aðeins eitt af systkinun- um, vísitilvikið, hafði blæðingaeinkenni þótt þrjú önnur hafi einnig haft skort á háu stigi. 'Rannsóknadeild, Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, 2rannsóknastofu í blóðmeinafræði, Landspítala, ‘Blóðbankanum, Reykjavík. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Vigfús Þorsteinsson, rannsóknadeild Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. vigfus@fsa.is Lykilorð: storkuþáttur VII, blœðingasjúkdómur. SjúkratilfelH Vísililvik í þessari fjölskyldu er karlmaður fæddur ár- ið 1912, húsasmiður að mennt og atvinnu. Níu til tíu ára að aldri fór hann að fá verki og bólgur í ökklaliði og frá um 20 ára aldri einnig í hnjáliði, um 30 ára í olnbogalið og síðar í axlarlið og úlnlið. Verkirnir voru stundum mjög sárir en á milli komu tímabil með litl- um einkennum. Röntgenmyndir af þessum liðum sýndu þrengd liðbil, aflaganir, úrátur, beinþéttingar, ENBLISH SUMMARY Þorsteinsson V, Magnússon S, Hellman-Erlingsson S, Guðmundsdóttir BR, Árnason A Congenital deficiency of coagulation factor VII in an lcelandic family Læknablaðið 2004; 90: 385-8 Congenital deficiency of coagulation factor VII is a rare autosomal and usually recessive genetic bleeding disorder which has been discovered in an lcelandic family. The propositus is a male who experienced intermittent painful inflammation of his ankle joints at the age of 9-10 and later also in his knees, elbow, shoulder, and wrist. Smaller joints were spared, serologies for rheumatoid disease were negative. He was treated for rheumatoid arthritis with limited results and became practically invalid due to his arthritis at the age of 40. At the age of 57, a surgical synovectomy of his knee joint was complicated by postoperative bleeding, and signs of chronic haemorrhagic arthritis were noted in the synovia. Subsequently, a marked prolongation of his prothrombin time and a near total deficiency of coagulation factor VII were discovered. All of his nine siblings were deficient in coagulation factor VII, three of them markedly deficient like the proband and six moderetely deficient. The pattern of inheritance suggests that one of their parents was heterozygous and the other homozygous or doubly heterozygous of genetic deficiency of coagulation factor VII. The parents were second cousins. Of the siblings, only the propositus had a bleeding tendency or arthritis. No evidence of such symptoms in their parents or grandparents was found. This family is the only lcelandic family with congenital deficiency of coagulation factor VII known to the authors. Key words: coagulation factor VII, haemorrhagic disease. Correspondance: Vigfús Þorsteinsson, vigfus@fsa.is holu- og totumyndanir. Engin einkenni voru frá smá- liðum í höndum, gigtarpróf voru neikvæð og sökk eðlilegt. Hann var talinn hafa liðagigt og reynd var meðferð með margvíslegum gigtarlyfjum auk bark- stera og nudds án verulegs árangurs. Sjálfur borðaði hann arfa og drakk arfate og fannst það hjálpa. Hann var oft frá vinnu, stundum rúmfastur og orðinn svo til óvinnufær um fertugt. Hann lá endurtekið á sjúkra- húsum vegna liðasjúkdómsins. 1968 og 1969 var gert liðhimnunám á hnjáliðum og vinstri olnboga. Við að- gerðirnar kom í ljós að liðslíman var þykk og dökk og merki sáust um blæðingar inn í liði. Vefjarannsókn Læknablaðið 2004/90 385
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.