Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.2004, Page 37

Læknablaðið - 15.05.2004, Page 37
ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA Ágrip erinda E - 1 Blinduð slembirannsókn á botnlangatöku með kviðsjá og opinni botnlangatöku hjá sjúklingum með staðfesta botnlangabólgu Fritz H. Berndsen'. Ann-Cathrin Moberg2, Ingrid N. PalmquisL, Ulf Petersson2, Tim Resch2, Agneta Montgomery2 'Handlækningadeild Sjúkrahúss Akraness, 2skurðdeild háskóla- sjúkrahússins í Malmö Inngungur: Kviðarholspeglun er örugg og nákvæm í greiningu bráðrar botnlangabólgu. Auk þess getur hún verið hjálpleg við að ákveða staðsetningu holskurðar og þannig auðveldað opna aðgerð og minnkað skurðsár. Tilgangur rannsóknarinnar var að bera sam- an botnlangatöku með kviðsjá og hefðbundna opna botnlangatöku með tilliti til bata eftir aðgerð. Efniviður og aðferðir: 163 sjúklingar nteð bráða botnlangabólgu, staðfesta með kviðarholspeglun, voru slembaðir til kviðsjárað- gerðar (KA) eða opinnar aðgerðar (OA). Sjúklingur og starfsfólk skurðdeilda voru blinduð fyrir tegund aðgerðar. Kannaður var full- ur bati eftir aðgerð en einnig aðgerðartími, fylgikvillar, legutími og hreyfigeta sjúklinga 7-10 dögum eftir aðgerð. Niðurstöður: Fullur bati náðist 9 dögum eftir kviðsjáraðgerð og 11 dögum eftir opna aðgerð (p=0,19). Aðgerðartími var 55 mínútur fyrir kviðsjáraðgerð og 60 mínútur fyrir opna aðgerð (p=0,42). Tíðni fylgikvilla var 9% eftir kviðsjáraðgerð og 11% eftir opna aðgerð (p=0,69). Legutími var 2 dagar hjá báðum hópum (p=0,19). Sjúklingar sem fóru í kviðsjáraðgerð höfðu betri hreyfifærni 7-10 dögum eftir aðgerð en sjúklingar eftir opna aðgerð (p=0,04). Ályktanir: Bati reyndist sambærilegur eftir kviðsjáraðgerð og opna aðgerð hjá sjúklingum með staðfesta botnlangabólgu með greining- arspeglun. Tímalengd aðgerðar og fylgikvillar voru sömuleiðis sam- bærilegir. Greiningarspeglun er örugg og nákvæm aðferð til grein- ingar bráðrar botnlangabólgu. Sjúklingar sem gengust undir kvið- sjáraðgerð voru fljótari að ná upp hreyfigetu eftir aðgerð. E - 2 Tíöni endurtekinna nárakviöslita er sambærileg 5 árum eftir kviösjáraögerð (TAPP) og Shouldice aögerð Fritz H. Berndsen1, Dag Arvidsson2, Lars Göran Larsson1, Carl- Eric Leijonmarck4, Gunnar Rimback5, Claes Rudberg6, Sam Smed- berg7, Leif Spangen8, Agneta Montgomery'' Skurðdeildir: 'Sjúkrahúss Akraness, 2Karolínska sjúkrahússins, Stokkhólmi, 3Háskólasjúkrahússins í Örebro, 4St. Görans sjúkra- húsi, Stokkhólmi, 5Sjúkrahúsinu í Frölunda, "Sjúkrahúsinu í Vaster- ás, 7Sjúkrahúsinu í Helsingborg, “Sjúkrahúsinu í Karlstad, 'Háskóla- sjúkrahúsinu í Malmö Inngangur: Á síðustu 10 árum hafa orðið miklar breytingar á með- ferð nárakviðslita og nýjar skurðaðgerðir komið fram á sjónarsvið- ið. í flestum tilvikum er um að ræða aðgerðir þar sem notast er við net til að styrkja kviðvegginn og er netinu komið fyrir með opinni aðgerð (t.d. Lichtenstein aðgerð) eða með kviðsjáraðgerð (TAPP/ TEPP aðgerð). Tilgangur þessarar rannsóknar var að bera saman tíðni endurtekinna kviðslita fimm árum annars vegar eftir TAPP aðgerð, þar sem kviðslitið er fjarlægt og neti komið fyrir á innvegg kviðarhols með kviðsjáraðgerð (Trans-Abdominal PrePeritoneal), og hins vegar hefðbundna opna Shouldice aðgerð án nets. Efniviður og aðferðir: 1183 karlar með nárakviðslit öðru megin (endurtekin kviðslit ekki tekin með) voru slembaðir í TAPP eða Shouldice aðgerð. Óháður sérfræðingur fylgdist með skurðaðgerð- unum hjá 22 af 25 skurðlæknum í rannsókninni og gaf þeim einkunn fyrir framkvæmd aðgerðarinnar. Skráð var ASA-flokkun, aðgerð- artími og fylgikvillar í og eftir aðgerð svo og verkir eftir aðgerð og hreyfifærni. Alls var 920 af 1183 sjúklingum fylgt eftir með læknis- skoðun eftir fimm ár. Niðurstöður: Tíðni endurtekinna kviðslita fimm árum eftir aðgerð var 6,6% í TAPP hópnum og 6,7% í Shouldice hópnum (p=0,78). Sjúklingar í ASA-flokki II og III voru í aukinni hættu á að fá endurtekið kviðslit, miðað við sjúklinga í ASA-flokki I, í báðum hópum. Miklir verkir fyrst eftir aðgerð reyndist áhættuþáttur fyrir endurteknu kviðsliti í Shouldice-hópnum. Samband var á milli færni (einkunnar) skurðlæknis og tíðni endurtekinna kviðslita (correla- tion coefficient: -0,520, p=0,02). Ályktanir: Tíðni endurtekinna kviðslita er sambærileg fimm árum eftir TAPP og Shouldice aðgerð. Árangurinn var ásættanlegur en þó er tíðni endurtekinna kviðslita í báðum hópum hærri en best gerist á sérhæfðum stofnunum. Sjúklingar sem eru veikir fyrir eru í aukinni hættu að fá endurtekið kviðslit miðað við þá sem eru alveg frískir. Samband var á milli færni (einkunnar) skurðlæknis og tíðni endurtekinna kviðslita og er þetta í fyrsta skipti sem sýnt er fram á slíkt samband í tengslum við nárakviðslitsaðgerðir. E - 3 Heilahimnubólga af völdum baktería á íslandi 1990- 2000 Halla Halldórsdóttir1, Kristinn Sigvaldason2, Hugrún Ríkarðsdótt- ir\ Hjördís Harðardóttir4, Aðalbjörn Þorsteinsson2 'Karolínska sjúkrahúsið, Stokkhólmi, 2svæfinga- og gjörgæsludeild, 3smitsjúkdómadeild og 4sýklafræðideild Landspítala Inngangur: Heilahimnubólga af völdum baktería getur verið lífs- hættuleg og leggst oft þungt á böm og ungt fólk. Alvarlegir fylgi- kvillar geta komið upp, svo sem fjölkerfabilun og heilaskemmdir af völdum hækkaðs innankúpuþrýstings. Tafir á greiningu og ónóg meðferð auka líkur á alvarlegum fylgikvillum. Gjörgæslumeðferð er mikilvægur þáttur í meðferð alvarlegra sýkinga af þessu tagi. I aftursýnni rannsókn, sem spannar 11 ára tímabil (1990-2000) og nær til allra þekktra tilfella á landinu, var sérstaklega kannaður árangur af gjörgæslumeðferð og hvaða þættir tengjast dauða. Efniviður og aðgerðir: Leitað var í sjúkraskrám LSH og FSA og einnig í skrám sýklafræðideildar LSH að öllum sem höfðu fengið greininguna „heilahimnubólga af völdum baktería“ á þessu tíma- bili. Börn yngri en 1 árs voru ekki tekin með. Greining var byggð á jákvæðri ræktun úr mænuvökva. í átta tilfellum var mænuvökva- ræktun þó neikvæð en öll klínísk mynd samræmdist heilahimnu- bólgu af völdum baktería. Niðurstöður: Á tíntabilinu greindust 174 sjúklingar með heila- himnubólgu af völdum baktería. Árleg tíðni sjúkdómsins lá á milli Læknablaðið 2004/90 401

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.