Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2004, Síða 43

Læknablaðið - 15.05.2004, Síða 43
ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA venja að gefa vökva í æð sem hefur svipað osmólarítet og utan- frumuvökvinn. Notaðar eru ísótón lausnir með blöndu af natríum- söltum og glúkósu. Frítt vatn myndast þegar líkaminn brennir sykr- inum. Ef þvagútskilnaður er tregur, eins og t.d. ef ADH er hækkað, þynnir þetta fría vatn utanfrumuvökvann og veldur lækkun á Na+ styrk. Með aftursýnni könnun var kannað hvort samband var milli vökvameðferðar og hyponatremíu. Efniviður og aðferðir: I gögnum rannsóknarstofu Landspítalans voru fundin börn (0-18 ára) sem mælst höfðu með Na+ í blóði <130 mmól/L á árunum 1999-2003. Sjúkraskrár þeirra voru síðan skoð- aðar og fundin börn með hyponatremíu eftir aðgerðir. I viðmiða- hóp voru síðan valin börn sem fóru í svipaða aðgerð og fengu ekki hyponatremíu. Borin var sarnan vökvameðferð hjá hópunum og fundið hvað gefinn vökvi myndaði mikið frítt vatn. Niðurstöðun Alls fundust 90 börn með hyponatremíu. Af þeim höfðu 14 hypoatremíu eftir aðgerðir. Hóparnir voru misleitir hvað varðaði aldur og tegund aðgerða. Athyglisvert er að þrjú bamanna höfðu fengið lyfið Octostim® (ADH hliðstæða) vegna blæðinga eftir töku hálskirtla. Hyponatremía kom nánast alltaf fram daginn eftir aðgerð. Tilfellahópurinn fékk meira frítt vatn í aðgerð, 10,7 ml/kg á móti 4,2 ml/kg. Að loknum fyrsta sólarhringnum var munur enn til staðar, 40,9 ml/kg á móti 30,5 ml/kg. Pessi munur var þó ekki marktækur. Ályktun: Árlega greinast nokkur börn með hyponatremíu á íslandi. Greinilega er um að ræða vandamál sem vert er að rannsaka betur með framskyggnri rannsókn. Ástæða er til að mæla natríum oftar en gert er og hugsanlega endurskoða viðtekna vökvagjöf. E - 17 Algengi slitgigtar og liöþófaskemmda í hnjám hjá slökkviliösmönnum á Akureyri Hjörtur Fr. Hjartarson, Þorvaldur Ingvarsson Bæklunardeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri Tilgangur: Slitgigt í hnjánt er algengur sjúkdómur. Það hefur vakið athygli að slökkviliðsmenn á Akureyri virðast hafa háa tíðni slit- gigtar í hnjám og rof í liðþófum. Til að varpa ljósi á þetta var tíðni slitgigtar og liðþófaáverka í hnjám könnuð hjá slökkviliðsmönnun- um og borin saman við samanburðarhóp sem fengin var úr þjóð- skrá. Efniviður og aðferðir: Að fengnu leyfi Vísindasiðanefndar FSA og Persónuvemdar var núverandi og fyrrverandi starfsmönnum Slökkvi- liðs Akureyrar sendur spurningalisti sem m.a. innihélt spurningar um einkenni slitgigtar í hnjám, hvort röntgenmyndir hefðu verið teknar af hnjám, liðspeglanir, atvinnuþátttöku ásamt fleiru. Til samanburðar voru valdir jafnmargir einstaklingar úr þjóðskrá og þeim sendur sami listi. Þeir einstaklingar sem gengust við einkennum slitgigtar í hnjám voru kallaðir til viðtals og beðnir um að svara sérhæfðum spurninga- lista (KOOS score) sem er talið gott mælitæki fyrir slitgigt í hnjám. Að auki voru sjúkraskrár og gögn frá myndgreiningardeild athuguð með skipulögðum hætti og kannað hverjir væru með slitbreytingar í hnjám og liðþófaáverka. Niðurstöður: Alls fengu 90 einstaklingar senda spurningalista sem skiptust jafnt á hópana tvo. Þrjátíu og fimm slökkviliðsmenn svör- uðu (78%) en 30 úr samanburðarhópnum (67%). Af þeim 35 sem svöruðu því játandi að þeir hefðu einkenni um slitgigt í hnjám var 21 (58,3%) slökkviliðsmaður en 15 (41,7%) úr samanburðarhópn- um. Fleiri slökkviliðsmenn höfðu gengist undir liðspeglanir, eða níu (69,2%) á móti fjórum (30,8%). Alls höfðu níu einstaklingar slit- gigt, þar af sex (66,9%) slökkviliðsmenn og þrír (33,3%) úr saman- burðarhópnum. Algengi slitgigtar í hnjám hjá slökkviliðsmönnum er því 17,6% á móti 10% hjá samanburðarhópnum (p>0,10). Hóp- arnir voru sambærilegir með tilliti lil kyns, aldurs og BMI. Meðal- aldur þeirra sem svöruðu var um 45 ár og BMI 26,9. Sjö höfðu rof á liðþófum og af þeim voru fimm (71,4%) slökkviliðsmenn en tveir (28,6%) úr viðmiðunarhóp (P=0,473). Umræða: Niðurstöðurnar gætu bent til þess að tíðni liðþófaskemmda og slitgigtar í hnjám sé hærri hjá slökkviliðsmönnum en almennl gerist. Þeir fá áverka á liðþófa sem gæti verið tengt atvinnu þeirra, t.d. miklum burði í sjúkraflutningum eða ströngum æfingunt. í ljósi þess að niðurstöður eru ekki tölfræðilega marktækar þyrfti að gera rannsókn nteð fleiri þátttakendum, til dærnis slökkviliðsmönnum á höfuðborgarsvæðinu, til að staðfesta þessar niðurstöður. E - 18 Sjúklingar meö lærleggshálsbrot hafa ekki slit í mjöðmum Þorvaldur Ingvarsson', Elvar Örn Birgisson‘,Ólafur Ingimarsson2, L Stefan Lohmander2 ‘Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, 2háskólasjúkrahúsið í Lundi, Svíþjóð Tilgangur: Að finna algengi slitgigtar í mjöðmum sjúklinga sem hafa mjaðmabrotnað(lærleggshálsbrot-lærhnútubrot) og bera það saman við ætlað algengi slitgigtar í mjöðm. Efniviður og aðferðir: Allir sjúklingar með mjaðmabrot sem voru meðhöndlaðir á bæklunardeild FSA á árunum 1982-1994. Allar fá- anlegar röntgenmyndir af mjöðmum þessara sjúklinga voru skoð- aðar og metnar á eftirfarandi hátt. Tegund brots var skráð svo og liðbil metið á quantitative and qualitative hátt (mm, K&L and Burnet et al.). Slitgigt í mjöðm var greint ef minnsta liðbil var minna eða jafnt og 2,5 mm eða ef K&L var hærra eða jafnt og II-stig. Niðurstöðun Af 355 sjúklingum með mjaðmabrot var mögulegt að fynna og meta myndir af 325 sjúklingum eða 650 mjaðmir. Meðal- aldur sjúklinga við brot var 80 ár. Algengi slitgigtar í mjöðm hjá þeim sem höfðu lærleggshálsbrotnað var 6,2% en ætlað algengi er 26% (p<0,001). Flestir sjúklingana sem greindust með slitgigt í mjöðm mældust með liðbil rninna eða jafnt og 2,5 mm en höfðu ekki önnur einkenni slitgigtar, svo sem merki um beinauka eða blöðrur í beini. Ályktun: Algengi slitgigtar í mjöðm er marktækt minni í sjúklingum nteð mjaðmabrot heldur en búast mátti við. Meirihluti sjúklinga með slitgigt í mjöðm hafði ekki önnur merki sjúkdómsins en lækkað liðbil. Þessi niðurstaða styrkir þá tilgátu að sjúklingar með slitgigt í mjöðm hafi ekki beingisnun og að mismunandi erfðaþættir geti legið þar til grundvallar. E - 19 Faraldsfræði Osteochondritis Dissecans á upptökusvæöi Fjóröungssjúkrahússins á Akureyri (FSA) Hjálmar Þorsteinsson', Halldór Benediktsson2, Þorvaldur Ingvarsson' Læknablaðið 2004/90 407
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.