Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2004, Síða 44

Læknablaðið - 15.05.2004, Síða 44
ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA 'Bæklunarskurðdeild og 2myndgreiningardeild Fjórðungssjúkrahúss- ins á Akureyri Inngangur: Osteochondritis Dissecans (OCD) er algengasta orsök liðmúsa í hnélið. Algengast er að OCD komi fram í hnélið en þó getur sjúkdómurinn lagst á alla liði. Faraldsfræðilegar rannsóknir hafa leit í ljós að OCD er algengastur meðal drengja en þó er lítið vitað um algengi sjúkdómsins. Efniviður og aðferðir: Gerð var tölvuleit að greiningarnúmerum OCD í sjúkraskrám FSA og þannig fundnir þeir einstaklingar sem greindir höfðu verið með OCD á bæklunarskurðdeild og mynd- greiningardeild FSA yfir 10 ára tímabil, frá 1993 til 2003. Einnig var leitað að þeim einstaklingum sem höfðu fengið greininguna OCD á bæklunardeild FSA frá stofnun hennar árið 1982. Farið var yfir sjúkraskrá þessara einstaklinga svo og voru röntgenmyndir skoð- aðar. Allar röntgenmyndir voru skoðaðar og mældar af sama sér- fræðingnum í myndgreiningu svo og sanra bæklunarskurðlæknin- um. Skráð var í hvaða lið sjúkdómurinn væri svo og staðsetning inn- an liðar. Einnig var skemmdin stiguð samkvæmt skilmerkjum Berndt og Harty. Niðurstöður: Á 10 ára tímabili frá 1993 til 2003 greindust alls 24 ein- staklingar með OCD. Þar af voru 19 með OCD í hné og einn þeirra í báðum hnjám. Aldursstaðlað algengi í aldurshópnum undir 34 ára reiknast því 1,65/1000. Meðalaldur við greiningu var 18 ár og 4 mán- uðir (aldursbil 9 ár og 7 mánuðir til 32 ár og 8 mánuðir). Algengi meðal karlmanna var 2,17 sinnum meira en meðal kvenna. Fimm reyndust hafa OCD í ökklalið og þar af einn þeirra í báðum ökkla- liðum. Á tímabilinu frá 1982 til 2003 korrtu alls 54 einstaklingar til grein- ingar eða nreðhöndlunar á OCD á bæklunardeild FSA, 41 vegna OCD í hné, þar af sex með í báðum hnjám, níu vegna OCD í ökkla þar af einn með í báðum ökklum og fjórir með OCD í olnboga. Af þeinr sem greindust með OCD í hné reyndust 58% vera á klassísk- um stað innan liðarins, 29% á útvíkkuðum klassískum stað og 13% á hliölæga kolli lærbeins. Við stigun sjúkdómsins í hné greindist enginn á stigi 1,30% á stigi II, 26% á stigi III og 43% á stigi IV. Ályktanir: OCD er sjaldgæfur sjúkdómur sem getur valdið sársauka og skerðingu athafna, einkum hjá drengjum og ungum karlmönn- um. Rannsókn þessi á faraldsfræði sjúkdómsins gefur sambærilega niðurstöðu varðandi kynjadreifingu sjúkdómsins og erlendar rann- sóknir hafa sýnt. Algengi OCD hefur ekki verið lýst áður á íslandi né er okkur kunnugt um að það hafi verið gert í öðrunr löndum. Okkur er kunnugt um að í rannsókninni voru systkini með OCD í hnjám. Þetta vekur upp spurningu um hvort stökkbreyting í matr- iln-3 geni sem nýlega hefur verið lýst geti verið hluti af meingerð Osteochondritis Dissecans. E-20 Neöanrásaraðgerðir: Samanburðarrannsókn á Mathieu- og Snodgrassaögerð Sonja Baldursdóttir', Kristján Óskarsson2, Þráinn Rósmundsson2 'Læknadeild Háskóla íslands, 2skurðdeild Barnaspítala Hringsins Inngangur: Neðanrás er einn algengasti meðfæddi gallinn á þvag- og kynfærum drengja. Hann orsakast af ófullkomnum samruna kynfellinga á 8.-16. viku fósturþroska þannig að þvagrásaropið opn- ast kviðlægt á typpinu eða spöng. Mathieuaðgerð var notuð til að gera við gallann á íslandi til ársins 2001 en þá var skipt yfir í Snod- grassaðgerð. Markmið: Að bera saman árangur aðgerðanna með tilliti til fylgi- kvilla og virkni. Efniviður og aðferðir: Við lok ársins 2003 hafði 21 drengur farið í sína fyrstu neðanrásaraðgerð að hætti Snodgrass. Til samanburðar voru jafnmargir drengir sem höfðu farið í Mathieuaðgerð. Úr sjúkraskrám voru skráðar upplýsingar um aldur við aðgerð, fylgi- kvilla, legulínra og niðurstöður þvagflæðimælinga. Samanburður var gerður með kí-kvaðrat og t-prófi. Niðurstöður: Ekki var marktækur nrunur milli aðgerðanna á nein- um þeirra þátta sem skoðaðir voru. Meðalaldur við Mathieuaðgerð var 3,8 ár (miðgildi 4 ár) og meðallegutími 9,8 dagar en við Snod- grassaðgerð 4,5 ár (miðgildi 4 ár) og meðallegutími 9,5 dagar. Alls komu upp níu fylgikvillar hjá átta sjúklingum eftir Mathieuaðgerð og níu fylgikvillar hjá sjö sjúklingum eftir Snodgrassaðgerð. Ályktun: Árangur af fyrstu Snodgrassaðgerðunum hér á landi er sambærilegur við árangur Mathieuaðgerða sem framkvæmdar voru áður. Snodgrassaðferðin er ný hér á landi og má gera sér vonir um að árangur batni með aukinni reynslu. Snodgrassaðferðin þykir auk þess hafa útlitslegan ávinning fram yfir Mathieuaðferðina og má því álykta að gerð hafi verið breyting til batnaðar þegar skipt var úr Mathieuaðferð í Snodgrassaðferð árið 2001. E - 21 Stromaæxli í meltingarvegi (GIST) á íslandi 1990- 2003 - meinafræöi, faraldsfræði og einkenni Geir Tryggvason1, Þórarinn Kristmundsson2, Kjartan Örvar1, Shree Datye5, Magnús K. Magnússon3, Jón G. Jónasson1, Hjörtur G. Gíslason2 'Meinafræðideild, 2skurðdeild og ’blóðsjúkdómadeild Landspítala, JSt. Jósefs spítali Hafnarfirði, Tjórðungssjúkrahúsið Akureyri Inngangur: GIST er algengasta bandvefskímæxlið (mesenchymal tumor) í meltingarvegi. Það kemur fyrir í öllum meltingarveginum og hefur ýmsar birtingarmyndir en sameiginlegt greiningarskilyrði er jákvæð mótefnalitun fyrir viðtakanum c-kit. Þetta er fyrsta rann- sóknin sem lýsir meinafræði æxla, nýgengi sjúkdómsins og einkenn- um sjúklinga í heilli þjóð. Efniviður: Öll bandvefskímæxli sem greinst hafa á landinu á árun- um 1990 til 2003 voru fundin í gagnagrunnum meinafræðideilda LSH og FSA. Öll c-kit jákvæð æxli voru skilgreind sem GIST. Farið var yfir meinafræðisvör og sjúkraskýrslur sjúklinga. Upplýsingar um aldur, einkenni, staðsetningu og stærð æxla og meinvarpa, dán- arorsakir og lifun sjúklinga voru skráðar. Æxlum var skipað í fjóra flokka (NIH) þar sem tekið var tillit til stærðar og mítósufjölda. Niðurstöður: Alls fundust 57 GIST æxli á þessu 14 ára tímabili. Tuttugu og fjórar konur og þrjátíu og þrír karlar. Nýgengið var 1,1 á 100.000 á ári (1,4 fyrir karla og 0,9 fyrir konur). Meðaldur sjúklinga við greiningu var 66,9 ár (23,9-89,5 ár). Flest æxlin voru staðsett í maga og smágirni (> 90%) en komu einnig fyrir í vélinda, botnlanga og endaþarmi. Meðalstærð æxlanna var 4,6 cm (0,4-20 cm). Fjörtíu og átta (84,2%) voru spólufrumuæxli. Þau voru marktækt stærri í 408 Læknablaðið 2004/90
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.