Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.2004, Page 55

Læknablaðið - 15.05.2004, Page 55
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FSA HÁSKÓLASJÚKRAHÚS Stjórn Læknafélags íslands hélt til Akureyrar og efndi þar til fundar föstudaginn 26. mars. Margt bar á góma, svo sem kostnaðarvitund lækna, innflutning sjúklinga og útflutning heilbrigðisþjónustu, að ógleymdu öryggi sjúklinga sem nánar er fjallað um í tengslum við formannafund LI. Síðast en ekki síst hlýddu stjórnarmenn á heimamanninn Þorvald Ingv- arsson lækningaforstjóra rökstyðja af hverju Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri (FSA) beri nafnbótina háskólasjúkrahús með réttu. Þorvaldur greindi frá því að á FSA færi nú fram stefnumótun sem þegar hefði skilað þeim árangri að skilgreiningu á starfsemi sjúkrahússins hefði verið breytt. Samkvæmt þeirri gömlu er FSA sérgreina- sjúkrahús fyrir Norður- og Austurland og aðalvara- sjúkrahús. Nýja skilgreiningin er sú að FSA sé há- skólasjúkrahús sem veitir almenna og sérhæfða heil- brigðisþjónustu, þekkingarstofnun sem leggur metn- að sinn í að stunda auknar rannsóknir og kennslu, auk þátttöku og þróunar á sviði heilbrigðisþjónustu. Einnig er FSA aðalvarasjúkrahús landsins með tilliti til almannavama og miðstöð sjúkraflugs. Sjúkraflug og sérgreinar Þorvaldur sagði að sérstaða FSA væri margvísleg. Það væri eina sérgreinasjúkrahúsið utan höfuðborgarsvæð- isins, þar væri eina gjörgæslan, eina geðdeildin, eina myndgreiningardeildin og eina kennslusjúkrahúsið á landsbyggðinni. Miðstöð sjúkraflugs fyrir landsbyggð- ina er á Akureyri en þar var henni valinn staður vegna þess að þaðan er álíka langt flug í alla landshluta. Síðast en ekki síst væru flestöll ferliverk sem unnin eru á Akureyri gerð inni á sjúkrahúsinu en ekki á stofum úti í bæ og það styrkti kennsluhlutverk spítalans. Kennsla hefur um alllangt skeið verið snar þáttur í starfsemi FSA. Þar er kennt nemum í hjúkrunar- fræði og iðjuþjálfun við heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri en einnig koma þangað í almennt starfs- nám læknanemar á öðru og þriðja ári og nemar á fjórða og sjötta ári sækja þangað þjálfun í svæfingar- lækningum. Við þetta má bæta að sjúkraflutninga- skólinn hefur aðsetur á Akureyri þótt kennsla í hon- um fari fram víða um land. Enn má geta þess að spítalinn hefur lagt verulega áherslu á kennslu- og fræðslufundi sem sendir eru út um allt land með aðstoð fjarfundabúnaðar. Þar kem- ur fyrir að allt að 300 manns fylgist með fræðslunni á 20 stöðum. Þessi starfsemi hefur svo ýtt undir rafræna þróun á FSA en þar er verið að gera ýmsar tilraunir með rafrænar sendingar á myndgreiningum, lyfseðl- um, tilvísunum og læknabréfum eins og frá var greint í janúarhefti Læknablaðsins. Fimm rannsóknastö&ur Rannsóknir eru undirstaða framfara í læknavísindum og stjórnendur FSA vilja ýta undir þær með því að gera samninga við háskólastofnanir. Sett hefur verið á fót heilbrigðisvísindastofnun sem er sameiginlegt verkefni FSA og Háskólans á Akureyri og hafa verið auglýstar lausar þrjár stöður við þá stofnun. Framlag FSA er 20% starfshlutfall við rannsóknir. Sjúkrahús- ið hefur einnig gert samning við Háskóla Islands um samstarf og í krafti hans hafa verið auglýstar tvær stöður sem veittar verða frá og með næsta hausli. - Ég lít svo á að ef heilbrigðisþjónusta á að vera til staðar á landsbyggðinni til framtíðar þá verður há- skólastarfsemi að samtvinnast henni meira en orðið er. Heilbrigðiskerfið á landsbyggðinni þarf að taka þátt og vera órjúfanlegur hluti af kennslu, rannsókn- um og þróun í framtíðinni, sagði Þorvaldur. Hann bætti því við að þeir sem hljóta þessar nýju stöður geti sótt um akademískt hæfi og fengið stöðu- heitin prófessor, dósent eða lektor eftir því hvernig þeir eru metnir. Hann sæi því ekki annað en að kennsluhlutverk spítalans væri gulltryggt til frambúð- ar og að spítalinn bæri nafnbótina háskólasjúkrahús með réttu. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri hefur vaxið ört á síðustu árum. Starfsemi FSA 600 starfsmenn, þar af um 50 læknar og 140 hjúkrunarfræöingar Tæplega 200 sjúkrarúm og 3-4 skurðstofur 44.000 legudagar á ári, 5.200 inniliggiandi sjúklingar 3500 aðgeröir, 10.000 komur á bráðadeild (fjórðungur af komum á bráðadeild Landspítala) og annað eins á göngudeildir Þröstur _______________________________________________Haraldsson Læknablaðið 2004/90 419

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.