Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.2004, Qupperneq 55

Læknablaðið - 15.05.2004, Qupperneq 55
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FSA HÁSKÓLASJÚKRAHÚS Stjórn Læknafélags íslands hélt til Akureyrar og efndi þar til fundar föstudaginn 26. mars. Margt bar á góma, svo sem kostnaðarvitund lækna, innflutning sjúklinga og útflutning heilbrigðisþjónustu, að ógleymdu öryggi sjúklinga sem nánar er fjallað um í tengslum við formannafund LI. Síðast en ekki síst hlýddu stjórnarmenn á heimamanninn Þorvald Ingv- arsson lækningaforstjóra rökstyðja af hverju Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri (FSA) beri nafnbótina háskólasjúkrahús með réttu. Þorvaldur greindi frá því að á FSA færi nú fram stefnumótun sem þegar hefði skilað þeim árangri að skilgreiningu á starfsemi sjúkrahússins hefði verið breytt. Samkvæmt þeirri gömlu er FSA sérgreina- sjúkrahús fyrir Norður- og Austurland og aðalvara- sjúkrahús. Nýja skilgreiningin er sú að FSA sé há- skólasjúkrahús sem veitir almenna og sérhæfða heil- brigðisþjónustu, þekkingarstofnun sem leggur metn- að sinn í að stunda auknar rannsóknir og kennslu, auk þátttöku og þróunar á sviði heilbrigðisþjónustu. Einnig er FSA aðalvarasjúkrahús landsins með tilliti til almannavama og miðstöð sjúkraflugs. Sjúkraflug og sérgreinar Þorvaldur sagði að sérstaða FSA væri margvísleg. Það væri eina sérgreinasjúkrahúsið utan höfuðborgarsvæð- isins, þar væri eina gjörgæslan, eina geðdeildin, eina myndgreiningardeildin og eina kennslusjúkrahúsið á landsbyggðinni. Miðstöð sjúkraflugs fyrir landsbyggð- ina er á Akureyri en þar var henni valinn staður vegna þess að þaðan er álíka langt flug í alla landshluta. Síðast en ekki síst væru flestöll ferliverk sem unnin eru á Akureyri gerð inni á sjúkrahúsinu en ekki á stofum úti í bæ og það styrkti kennsluhlutverk spítalans. Kennsla hefur um alllangt skeið verið snar þáttur í starfsemi FSA. Þar er kennt nemum í hjúkrunar- fræði og iðjuþjálfun við heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri en einnig koma þangað í almennt starfs- nám læknanemar á öðru og þriðja ári og nemar á fjórða og sjötta ári sækja þangað þjálfun í svæfingar- lækningum. Við þetta má bæta að sjúkraflutninga- skólinn hefur aðsetur á Akureyri þótt kennsla í hon- um fari fram víða um land. Enn má geta þess að spítalinn hefur lagt verulega áherslu á kennslu- og fræðslufundi sem sendir eru út um allt land með aðstoð fjarfundabúnaðar. Þar kem- ur fyrir að allt að 300 manns fylgist með fræðslunni á 20 stöðum. Þessi starfsemi hefur svo ýtt undir rafræna þróun á FSA en þar er verið að gera ýmsar tilraunir með rafrænar sendingar á myndgreiningum, lyfseðl- um, tilvísunum og læknabréfum eins og frá var greint í janúarhefti Læknablaðsins. Fimm rannsóknastö&ur Rannsóknir eru undirstaða framfara í læknavísindum og stjórnendur FSA vilja ýta undir þær með því að gera samninga við háskólastofnanir. Sett hefur verið á fót heilbrigðisvísindastofnun sem er sameiginlegt verkefni FSA og Háskólans á Akureyri og hafa verið auglýstar lausar þrjár stöður við þá stofnun. Framlag FSA er 20% starfshlutfall við rannsóknir. Sjúkrahús- ið hefur einnig gert samning við Háskóla Islands um samstarf og í krafti hans hafa verið auglýstar tvær stöður sem veittar verða frá og með næsta hausli. - Ég lít svo á að ef heilbrigðisþjónusta á að vera til staðar á landsbyggðinni til framtíðar þá verður há- skólastarfsemi að samtvinnast henni meira en orðið er. Heilbrigðiskerfið á landsbyggðinni þarf að taka þátt og vera órjúfanlegur hluti af kennslu, rannsókn- um og þróun í framtíðinni, sagði Þorvaldur. Hann bætti því við að þeir sem hljóta þessar nýju stöður geti sótt um akademískt hæfi og fengið stöðu- heitin prófessor, dósent eða lektor eftir því hvernig þeir eru metnir. Hann sæi því ekki annað en að kennsluhlutverk spítalans væri gulltryggt til frambúð- ar og að spítalinn bæri nafnbótina háskólasjúkrahús með réttu. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri hefur vaxið ört á síðustu árum. Starfsemi FSA 600 starfsmenn, þar af um 50 læknar og 140 hjúkrunarfræöingar Tæplega 200 sjúkrarúm og 3-4 skurðstofur 44.000 legudagar á ári, 5.200 inniliggiandi sjúklingar 3500 aðgeröir, 10.000 komur á bráðadeild (fjórðungur af komum á bráðadeild Landspítala) og annað eins á göngudeildir Þröstur _______________________________________________Haraldsson Læknablaðið 2004/90 419
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.