Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.2004, Side 56

Læknablaðið - 15.05.2004, Side 56
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FORMANNAFUNDUR LÍ Formannafundur Læknafélags íslands Hagdeild, öryggismál og sumarþing til umræðu í bjarma af blómlegum rekstri Þröstur Haraldsson Formannafundur Læknafélags Islands var haldinn að vanda í vikunni eftir páska. A þessum fundi var gerð sú breyting á forminu að í stað þess að formenn allra nefnda og félaga flyttu skýrslu um starfið á árinu flutti formaðurinn skýrslu sem og talsmenn helstu nefnda og stjórna. Öðrum var gefið færi á að greina frá því helsta sem væri að gerast og notfærðu fáir sér það. Reyndar hófst fundurinn á því að Þorkell Bjarna- son formaður stjórnar Lífeyrissjóðs lækna gerði grein fyrir starfsemi sjóðsins á árinu. Þar kom fram að hag- ur sjóðsins batnaði verulega á árinu 2003 sem reynd- ist vera næstbesta ár í sögu sjóðsins þegar litið er á ávöxtun eignanna. Hún var 13 af hundraði á árinu en næstu þrjú ár á undan hafði verið neikvæð ávöxtun. Þessum umsnúningi olli einkum hækkun á verði ís- lenskra hlutabréfa sem varð veruleg á árinu. Hrein eign sjóðsins var orðin 16,6 milljarðar króna í mars- mánuði. Þótt fundarmenn gleddust yfir þessum góðu frétt- um spunnust mestu umræðurnar um þær hugmyndir sem nú eru uppi um að sameina Lífeyrissjóð lækna Elínborg leiðtogi heimilislœkna er hér í miðri sögu sem Hulda ritari stjórnar LÍ fylgist með afathygli. Almenna lífeyrissjóðnum. Á fundinum lá fram úttekt á slíkri sameiningu en hún er til umfjöllunar hjá stjórn- um beggja sjóða. Á ársfundi Lífeyrissjóðs lækna sem haldinn var eftir að Læknablaðið fór í prentun stóð til að ræða þessi mál enn frekar og verða þeim umræð- um gerð skil í júníhefti blaðsins. Tillögur nefndar um öryggismál sjúklinga 1. Gera þarf framvirka rannsókn á umfangi og alvarleika mis- taka í íslensku heilbrigðiskerfi. Að þessari rannsókn þurfa að koma þær stofnanir og fyrirtæki sem veita læknisþjón- ustu en auk þess er eðlilegt að Læknafélag íslands og hugs- anlega fleiri verði aðilar á einn eða annan hátt að þeirri rannsókn. I framhaldi af slíkri rannsókn þarf að bregðast við þeim ábendingum sem rannsóknin leiðir af sér og yrði það hlutverk viðkomandi stofnana og heilbrigðisyfirvalda. 2. Koma þarf á skráningarkerfi innan allra heilbrigðisstofn- ana, opinberra sem einkarekinna. Mikilvægt er að það verði uppbyggt á sama hátt alls staðar svo auðvelt verði að fá sambærilega mynd af ástandinu á hverjum tíma. Það er álitamál hvort búa eigi til eitt kerfi fyrir alla (miðlægan gagnagrunn) og þarf það að ræðast frekar. Full trygging verði þó á nafnleynd hvernig sem kerfin verða uppbyggð að öðru leyti. 3. Vinna þarf að hugarfarsbreytingu þar sem gengið verði út frá því að mistökin séu fremur kerfislæg en persónuleg og brugðist við í samræmi við það. Á sama tíma verði viðhald- ið þeim farvegi sem Landlæknisembættið hefur fyrir kvart- anir vegna alls sem misfarist getur svo sem verið hefur. 4. Koma þarf upp virku samstarfi milli þeirra sem málið varð- ar. Ekki er rétt á þessu stigi að ákveða hvernig því skal hátt- að en lagt til að haldið verði málþing með þátttöku LÍ, FÍH, sjúklingasamtökum og hugsanlega öðrum. Á því málþingi verði málefnið reifað og kannað hver er hugur aðila til frekara samstarfs. Hugsanlega rná koma á formlegu sam- starfi eins og er í Danmörku þar sem samtök um öryggis- mál hafa verið stofnuð. 5. Læknanemar þurfa að fá undirbúning undir það að takast á við aðstæður þar sem óhapp hefur orðið og þeir eru aðilar málsins á einhvern hátt. Eðlilegt er að þetta sé gert innan kennslu um samskipti læknis og sjúklings. 6. Sérgreinafélög þurfa að taka upp umræðu um öryggi sjúk- linga sem miðast við eðli þeirra sérgreina. 7. Læknar sem eru aðilar að óhappi verða að fá tilhlýðilegan stuðning. Best er ef komið er á skipulegri, fordómalausri skoðun á öllum óhöppum innan viðkomandi deildar. Jón Snædal Elínborg Bárðardóttir Páll H. Möller 420 Læknablaðið 2004/90

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.