Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.2004, Side 66

Læknablaðið - 15.05.2004, Side 66
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SAMSKIPTI LÆKNA OG LYFJAFYRIRTÆKJA Auðmýkjandi og andlega heilsuspíllandí? Viðbrögð lækna við skeleggri ritstjórnargrein um samskipti lækna og lyfjafyrirtækja Ritstjórnargrein Sigurbjörns Sveinssonar formanns Læknafélags Islands í síðasta tölu- blaði Læknablaðsins (Læknablaðið 2004; 90: 293) vakti verðskuldaða eftirtekt enda fjallaði liann þar um samskipti lækna og lyfjafyrirtækja sem notið hafa mikillar athygli í fjölmiðlum. Greinin bar fyrirsögn- ina „Mál er að linni“ og í henni hvatti formaður- inn til þess að tengsl risnu og fræðslu lækna yrðu rofin enda væru þau „í senn auðmýkj- andi og andlega heilsu- spillandi“, að því ógleymdu að þau gætu að nauðsynjalausu valdið trúnaðarbresti milli lækna og almenn- ings. Læknablaðinu lék hugur á að vita hvað læknum þótti um þessi skrif formanns síns og leitaði því til tveggja forystumanna sér- greinafélaga, Elín- borgar Bárðardóttur formanns Félags ís- lenskra heimilislækna og Runólfs Pálssonar formanns Félags ís- lenskra lyflækna, og Arnórs Víkingssonar formanns Fræðslu- stofnunar lækna. Birt- ast svör þeirra hér í opnunni. Hrindir af stað nauðsynlegri umræðu meðal lækna fGrein Sigurbjöms Sveins- sonar, forntanns Læknafé- lags íslands, í Læknablað- inu er tímabær í ljósi þess -------------—-—------- að á undanförnum árum hefur verið vaxandi umræða í samfélaginu vegna samskipta lækna og lyfjafyrirtækja. Einnig hefur verið talsverð untræða meðal lækna um þetta mál. Læknar og lyfjafyrirtæki hafa það sameiginlega markmið að stuðla að framförum í læknavísindum og hefur samstarf þeirra leitt til þróunar lyfja sem hafa stórbætt meðferð margra sjúkdóma. Því er ekki óeðlilegt að læknar og lyfjaiðnaðurinn sameini krafta sína varðandi fræðslu- og vísindastarfsemi. Á hinn bóginn hafa læknar og lyfjafyrirtæki hags- muni og skyldur sem ekki fara alltaf saman því frumskylda lækna er að gæta hagsmuna sjúklinga sinna og samfélagsins en fyrirtækin hafa það tak- mark að skila sent mestum hagnaði. Þetta veldur augljóslega hættu á hagsmunaárekstrum í sam- skiptum þessara aðila. Eg get tekið undir með formanni LI að fræðslu- starf sem lyfjafyrirtæki skipuleggja fyrir lækna sé óæskilegt þar sem það getur haft tilhneigingu til að vera hlutdrægt. Einnig er ég sammála því að risna eða gjafir sem læknar þiggja frá lyfjafyrirtækjum séu almennt ekki við hæfi því slíkt gæti dregið úr trausti almennings til lækna. Hins vegar tel ég ekk- erl mæla gegn því að lyfjafyrirtæki styrki fræðslu- starfsemi á vegum lækna eða fagfélaga þeirra ef þess er gætt að skipulag, innihald fræðsluefnis og flutningur sé í höndurn þeirra sjálfra, án íhlutunar frá fyrirtækjum. Eg tek einnig undir með formanni LI að auka þurfi hlut fagfélaga lækna og opinberra styrkveitinga í fjármögnun fræðslustarfsemi til að stuðla að auknu sjálfstæði lækna á þessum vett- vangi. Opinbert fé til þessa málaflokks mun þó seint geta staðið undir fræðslustarfsemi og sí- menntun lækna og því tel ég mikilvægt að þeirri ágætu samvinnu sem ríkt hefur milli lækna og lyfja- fyrirtækja á þessu sviði verði fram haldið. Margir læknar hafa haldið því fram að samskipti þeirra við lyfjafyrirtæki hafi engin áhrif á ávísana- venjur þeirra og álíta samning milli LI og Samtaka verslunarinnar veita nægilega leiðsögn. Nýlegar rannsóknir benda þó til að móttaka gjafa frá lyfja- fyrirtækjum geti haft áhrif á ákvarðanir lækna við meðferð sjúklinga. Eins og önnur fyrirtæki þurfa lyfjafyrirtæki að koma framleiðslu sinni á framfæri. Afar mikilvægt er að um lyfjakynningar gildi reglur sem tryggja að þær séu ábyrgar, óvilhallar og lausar við að vera áróðurskenndar. Auk þess verða lækn- ar sjálfir að búa yfir faglegri færni til að meta slíkar upplýsingar sem og aðrar læknisfræðilegar upplýs- ingar á gagnrýninn hátt. Læknar hafa einnig greið- an aðgang að vönduðum, hlutlausum upplýsingum um lyf og er þýðingarmikið að þeir byggi á slíkurn upplýsingunt í starfi sínu. Loks er útgáfa klínískra leiðbeininga með umfjöllun um skynsamlega lyfja- notkun gagnleg fyrir lækna. Leiðbeiningar urn samskipti lækna og lyfjafyrir- tækja sem er að finna í Samningi LÍ og Samtaka verslunarinnar frá árinu 2000 eru ekki nægilega sértækar að mínu mati. Samtök lækna víða um heim hafa sett fram skýrar reglur og leiðbeiningar um hvernig þessum samskiptum skuli háttað. í umfjöllun American College of Physicians-Ameri- can Society of Internal Medicine urn þetta málefni sem birtist í Annals of Internal Medicine árið 2002, var annars vegar fjallað um samskipti lyfjafyrir- tækja við einstaka lækna og hins vegar urn sam- skipti þeirra við kennslustofnanir og fagfélög lækna. Þar eru settar frant skýrar leiðbeiningar um samskipti í tengslum við lyfjakynningar, fræðslumál og vísindastarfsemi. Á sama hátt verður að gera ríkar kröfur lil að lyfjafyrirtæki fylgi reglum um vandaða starfshætti við markaðssetningu lyfja. Víða erlendis finnast reglur um starfshætti lyfjafyrir- tækja sem kveða fastar á um samskipti lækna og lyfjafyrirtækja en samningur LÍ og Samtaka versl- unarinnar gerir. Nefna má að í Frakklandi hafa ver- ið sett lög uni þessi samskipti. Þannig tel ég að formaður LÍ hafi með grein sinni hrint af stað nauðsynlegri umræðu sem ætti að verða læknum og lyfjafyrirtækjum til hagsbóta. Undirritaður telur mikilvægt að Læknafélag Islands og fagfélög lækna fjalli um samskipti lækna og lyfjafyrirtækja á vandaðan og ítarlegan hátt og setji fram skýrar leiðbeiningar um hvernig þessum samskiptum skuli háttað. Runólfur Pálsson formaður Félags íslenskra lyflækna 430 Læknablaðið 2004/90

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.