Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 77

Læknablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 77
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BROSHORNIÐ 48 Af höfuðverk og flensusprautum Ein aö vestan Eldri kona úr litlu þorpi á Vestfjörðum þar sem allir þekktu alla lét loks undan miklum þrýstingi í fjöl- skyldu sinni og fór í Leitarstöðina í krabbameins- skoðun í einni ferðinni suður. Kona þessi fór afar sjaldan til læknis og hlakkaði lítið til skoðunarinnar. Svo vildi til að læknirinn sem hún hitti átti rætur sínar að rekja til sama þorps fyrir vestan en hafði þó aldrei hitt konuna áður. Pegar konan var loksins komin í stoðirnar leit læknirinn sem snöggvast á læknisskýrsl- una í þann mund sem hann gerði sig líklegan til að hefja skoðunina. „Ég sé að þú ert að vestan,“ sagði læknirinn í þeirri von að konan gæti slakað svolítið á. Konan hrökk við og svaraði: „Hvernig í ósköpunum veistu það með því að horfa þangað sem þú horfi r?“ Einn meö höfuðverk Maður kom til læknis vegna höfuðverkjar af verri tegundinni. í tvær vikur hafði hann kennt sér meins og lítinn sem engan frið fengið fyrir verknum. Lækn- irinn skoðaði manninn nákvæmlega en fann ekkert óeðlilegt og tók því að spyrja manninn um lífshætt- ina. „Reykir þú?“ spurði læknirinn. „Nei,“ svaraði maðurinn. „Drekkur þú áfengi?“ „Nei, snerti það ekki.“ „Borðar þú skyndibitafæði?" „Nei, ég er jurta- æta.“ „Ferðu eitthvað út á lífið, á kvennafar og þess háttar?“ „Nei og aftur nei.“ „Ég er búinn að komast að ástæðunni fyrir höfuð- verknum,“ sagði læknirinn. „Geislabaugurinn er of þröngur á þér.“ Örtröð í flensusprautur Það var komið haust og heimilislæknirinn bjó sig undir að bólusetja sjúklinga sína gegn inflúensu. Þá kom fréttatilkynning frá heilbrigðisyfirvöldum um að von væri á sérlega slæmri flensu og samkvæmt venju við slíkar tilkynningar varð allt vitlaust á læknisstof- unni. Læknirinn dó ekki ráðalaus og hengdi upp spjald í biðstofunni þar sem á var letrað: GANGIÐ VINSAMLEGAST AFTUR Á BAK INN TIL LÆKNISINS TIL AÐ SPARA TÍMA. Læknanemi í prófi Lalli læknanemi þráði ekkert heitar en að verða læknir. Hann var mjög stressaður fyrir prófið í barna- læknisfræði. Þegar hann kom að spurningunni „Nefn- ið þrjá helstu kosti brjóstamjólkur“ átti hann í engum erfiðleikum með að svara: 1) hún inniheldur heppilegustu næringarefnin fyr- ir barnið 2) hún er án allra sýkla þar eð hún geymist í lik- ama móðurinnar. En svo lokaðist Lalli læknanemi alveg. Hann varð órólegur, svitnaði og eyddi miklum tíma í að finna þriðja svarið. Að lokum krotaði hann á blaðið: 3) umbúðirnar eru mjög flottar. Dýr tanndráttur Sjúklingurinn: Hvað kostar að láta draga úr sér tönn? Tannlceknirinn: Fimmtán þúsund krónur. Sjúklingurinn: Fimmtán þúsund fyrir nokkurra mín- útna vinnu? Tannlœknirinn: Ef þú vilt get ég dregið tönnina úr þér löturhægt. Ný manneskja Hégómleg miðaldra kona fékk hjartaáíall og var flutt fárveik á sjúkrahús. Þegar verið var að stumra yfir henni á bráðamóttökunni fannst henni hún vera stödd á mörkum lífs og dauða. Henni fannst sem hún sæi Guð sinn og spurði hann hvort jarðvist hennar væri við það að ljúka. Henni var svarað að svo væri ekki og í rauninni ætti hún eftir að lifa í þrjátíu ár. Konunni fór síðan að batna og í ljósi upplýsinganna frá þeim sem öllu ræður ákvað hún að nota tækifærið úr því hún var á sjúkrahúsinu og láta framkvæma nokkrar lýtaaðgerðir á sér. Hún fékk sér andlitsupp- lyftingu, fór í fitusog, lét stækka á sér brjóstin og gera svuntuaðgerð á kviðnum. Þegar hún gekk út af sjúkrahúsinu eftir síðustu að- gerðina varð hún fyrir sjúkraflutningabifreið sem kom aðvífandi á mikilli ferð og lést samstundis. Minnug þess sem henni hafði verið lofað gat hún ekki orða bundist þegar hún kom til himna: „Ég sem hélt að þú hefðir lofað mér þrjátíu árum í viðbót," sagði konan. „Ég þekkti þig ekki aftur,“ var svarað. Líkt meö líkum Kvensjúkdómalæknir sem þjáðist ekki af minnimátt- arkennd, enda nýbúinn að fá sérfræðiréttindin, þurfti að leita til tannlæknis út af heiftarlegri tannpínu. Á meðan tannlæknirinn skoðaði skoltinn á lækninum lét hann þessi orð falla: „Veistu, í rauninni eru störf okkar ákaflega lík.“ Læknirinn settist upp. „Það held ég varla,“ sagði hann. „Mitt starf eru miklu flóknara og meira stress- andi en þitt.“ „Það getur vel verið,“ sagði tannlæknirinn, „en við segjum báðir sjúklingum okkar að leggjast á bak- ið og opna vel, ekki satt?“ Bjarni Jónasson bjarni.jonasson@hg. is Bjarni er heimilislæknir í Garöabæ. Læknablaðið 2004/90 441
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.