Læknablaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 59
1965-1974 / SVÆSINN HÁÞRÝSTINGUR
Table 1. Number of hypertensive patients and total admission rate of the medical depart- ment of Landspítalinn (University Hospital) 1957-1971.
Number of hypertensive patients % Total number of admissions %
1957-1961 248 26.6 4319 26.4
1962-1966 302 32.4 4773 29.1
1967-1971 382 41.0 7283 44.5
Total 932 100.0 16375 100.0
Table II. Number of patients with severe hypertension (grade III and IV) as a ratio of the
total number ofall grades (l-IV) of hypertension admitted.
Grades lll+IV Grade III Grade IV Total
number % number % number % number of all grades (l-IV)
1957-1961 38 15.3 34 13.7 4 1.6 248
1962-1966 45 14.9 33 10.9 12 0.4 302
1967-1971 34 8.9 30 7.9 4 1.0 382
Total 117 12.6 97 10.4 20 2.1 932
Table III. Age distribution at the time of diagnosis.
Age groups
Number of patients s29 30-39 40-49 50-59 60-69 V/ -vl o
(117) total number of
severe hypertension 4 10 20 40 33 10
(62) women 4 4 8 18 21 7
(55) men 0 6 12 22 12 3
(97) grade III 3 4 16 33 31 10
(20) grade IV 1 6 4 7 2 0
í huga að kanna ástand þessara 117 sjúklinga og til að
athuga hvort draga mætti af þeirn ályktanir um afdrif
og horfur m.t.t. lífslengdar, fylgikvilla og dauðaorsaka.
Loks var kannað hver höfðu orðið afdrif sjúkling-
anna. Athugað var hverjir höfðu fengið fylgikvilla sem
rekja mætti að einhverju leyti til háþrýstings, eins og
heilaáfall (thrombosis cerbralis s. hemorrhagia cereb-
ri), hjartaáfall (infarctus myocardii) eða nýrnabilun
(uremia). Athugað var hverjir höfðu látist og hverj-
ar dauðaorsakir höfðu verið. Upplýsingar varðandi
þessi atriði um afdrif sjúklinganna voru fengnar víða,
og eru hér taldar helstu heimildir: Skýrslur Landspít-
alans og annarra sjúkrahúsa í Reykjavík og víðar um
þessa sjúklinga; skýrslur Rannsóknastofu Háskólans
um krufningar, þegar um þær var að ræða; dánarvott-
orð Hagstofu íslands; viðtöl við lækna sem haft höfðu
með sjúklingana að gera og loks upplýsingar aðstand-
enda og stöku sinnum sjúklinganna sjálfra.
Niðurstöður og athuganir
Sjúklingar sem fengu greininguna háþrýstingur (hyp-
ertensio arterialis) á lyflækningadeild Landspítalans
á árunum 1957-1971 voru 932. Mynd 1 sýnir hvernig
sjúklingarnir dreifðust á einstök ár og í töflu I kemur
fram að sjúklingum fór fjölgandi á tímabilinu. I töflu
I sést einnig að fjöldi innlagðra sjúklinga á lyflækn-
ingadeild fór vaxandi á sama tímabili en þó mest eftir
1968 en þá hófst blóðsíunarmeðferð og jókst þá fjöldi
endurinnlagninga að mun.
Þeir sjúklingar sem höfðu III. og IV stigs háþrýst-
ingsbreytingar í augnbotnum voru 117, eða 12,6%
af öllum sem greindust með háþrýsting á tímabilinu
1957-1971. Konur voru 62 (53%), en karlar 55 (47%).
Langflestir voru með III. stigs háþrýsting, eða 97
(82,9%), þar af 50 konur (51,5%). Með IV. stigs há-
þrýsting voru 20 (17,1%), þar af 12 konur (60%).
Mynd 2 og tafla II sýna dreifingu háþrýstingsjúk-
linga eftir 5 ára tímabilum. Þar sést að greind tilfelli af
svæsnum háþrýstingi voru fæst síðasta 5 ára tímabilið.
X2-prófun sýnir að hlutfallslegur fjöldi sjúklinga
með svæsinn háþrýsting var marktækt minni á tímabil-
inu 1967-1971 en á næstu tveimur 5 ára tímabilum á
undan. (X2(2) = 7,92, P< 0,975).
Tafla III, mynd 3 og mynd 4 sýna aldursdreifingu
sjúklinga með svæsinn háþrýsting við greiningu.
Yngsti sjúklingurinn var 21 árs, en hinn elsti 78 ára. 73
sjúklingar (62,4%) voru á aldrinum 50-69 ára, en 10
sjúklingar (8,5%) voru 70 ára og eldri. 96 sjúklingar
(82,1%) voru yngri en 66 ára. Meðalaldur kvenna var
hærri (56 ár) en meðalaldur karla (54 ár). Meðalaldur
IV. stigs sjúklinga var lægri (45 ár) en meðalaldur III.
stigs sjúklinga (57 ár).
Blóðurea við greiningu
70 sjúklingar (59,8%) höfðu hækkað blóðurea (3=40
Læknablaðið 2005/91 59