Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 74

Læknablaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 74
1975-1 984 / BERKLAVEIKI myndum af þeim sem dæmdir voru jákvæðir við berklaprófið eða eigi voru berklaprófaðir). Rannsóknirnar voru ýmist bundnar við ákveðna hópa fólks (hóprannsóknir), svo sem umhverfi berklasjúkra, skóla, ákveðnar starfsgreinar og þá einkum það fólk sem vann við tilbúning eða afgreiðslu matvæla, eða einstök landsvæði þar sem tfðni sjúkdómsins var áberandi mikil eða heil læknishéruð sem þannig voru á vegi stödd að smitun eða sýking var talin mikil (heildar- rannsóknir). Mikil áhersla var þá ávallt lögð á að ná öllum þeim til rannsóknar sem til hennar gátu komið þar sem reynsla sýndi fljótlega að veikir einstaklingar veigruðu sér við rannsókn. 2. Reynt var eftir megni að koma öllum þeim er reyndust veikir þegar í stað í einangrun og með- ferð á viðeigandi stofnun og í því skyni var strax árið 1935 breytl reglum um vistun berklasjúk- linga á sjúkrastofnunum landsins (1. mynd). Frá árinu 1939 fór hún eingöngu fram frá berklavarnastöðvum eða beint frá berklayfir- lækni (101). 3. Leitast var við að fylgjast vel með sjúklingun- um eftir að þeir voru sendir burt af sjúkrahús- um eða heilsuhælum og útvega þeim störf við þeirra hæfi. 4. Þá var ákveðið að endurskoða berklavarnalög- gjöf landsins og samræma hana breyttum að- stæðum. Það hefur þegar verið nefnt að fram til 1935 höfðu berklavarnirnar svo til eingöngu verið fólgnar í því að einangra berklaveika sjúklinga á berklahælum eða öðrum sjúkrahúsum og veita þeim þar viðeigandi meðferð. Nú var stefnt að því að koma hinum kerfisbundnu berklarannsóknum á fót með því að koma upp berkla- varnastöðvum, sem síðar þróuðust í heilsuverndar- stöðvar (144, 106, 108), í öllum helstu kaupstöðum landsins. í stöðvunum var gert ráð fyrir aðstöðu til röntgenrannsókna og annarra berklarannsókna, svo sem hrákarannsókna, blóðrannsókna o. s. frv. Jafnframt því sem berklayfirlæknir hóf strax sum- arið og haustið 1935 ferðalög um landið (Vestfirði og Norðurland) í því skyni að koma á fót slíkum stöðv- um leiðbeindi hann læknum um berklavarnir og rann- sakaði í samráði við þá fólk sem grunur lék á að gæti verið haldið berklaveiki. A næsta ári hóf hann ferðir sínar með ferðaröntgen- tæki í strandferðaskipinu „Súðinni" og fór þá um Austfirði og Norðurland og síðar á árinu um nokkurn hluta Suðurlands. Reyndist frá 4,5%-7% þeirra sem rannsakaðir voru með virka berklaveiki. Fyrir atbeina berklayfirlæknis var Berklavarna- stöðin Líkn í Reykjavík efld mjög á þessu hausti (1936) bæði að tækjakosti og starfsliði. Röntgentæki Fig. 2. Iligh voltage gener- ator powered by private car also used for transport of X-ray unit. Fig. 3. Crossittg a river with the X-ray equipment. voru útveguð til stöðvarinnar og hjúkrunarlið henn- ar aukið. Um langt árabil hafði héraðslæknirinn í Reykjavík verið eini læknir stöðvarinnar og unnið þar kauplaust. Berklayfirlæknir hóf nú einnig störf þar. Aðsókn að stöðinni, sem á árunum 1919-1935 var um 200 nýir einstaklingar á hverju ári, jókst strax vegna hinnar bættu aðstöðu og leituðu hennar á árinu 1937 rúmlega 2000 nýir einstaklingar, eða um tífalt fleiri en áður hafði tíðkast. Fundust þar þá 62 smitandi berkla- sjúklingar er áður voru ókunnir en það voru um 3% allra hinna nýju. 6,4% reyndust hafa virka berkla- veiki. Um 6000 læknisrannsóknir voru gerðar það ár. Vegna hinnar auknu aðsókar og stopulla starfa berklayfirlæknis við stöðina vegna ferðalaga hans voru Vífilsstaðalæknar, Helgi Ingvarsson og Óskar Einarsson, fengnir til að hlaupa undir bagga og unnu þeir nokkuð þar uns fastur læknir var ráðinn þangað snemma á árinu 1939. A árinu 1938 var þessari starfsemi haldið áfram og fólk rannsakað víða um land bæði með ferðaröntgen- 74 Læknablaðið 2005/91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.