Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.2005, Side 11

Læknablaðið - 15.01.2005, Side 11
RITSTJÓRNARGREINAR „Varðveisla íslenskrar læknareynslu“ Vel fer á því við þessi tímamót Læknablaðsins að draga fram greinar úr fortíðinni sem athyglisverðar eru að bestu manna yfirsýn. Þorvaldur Veigar Guð- mundsson rifjar upp einn áfanga á leið lækninga til nýrrar aldar og velur til þess grein sem hann skrif- aði sjálfur í blaðið. Ekki fer á milli mála að þar fer grein sem er „læknisfræðilega mikilvæg og sígild" og „dæmigerð fyrir þá þekkingu, sem þá var að ryðja sér til rúms í læknisfræði, þ.e. notkun geislavirkra efna við greiningu sjúkdóma og var alger nýjung hér á landi“ (1). Einar Stefánsson fylgir hins vegar úr hlaði grein Guðmundar Þorgeirssonar og félaga um lýðheilsu sem byggist á gagnasöfnun Hjartavernd- ar. í Hjartavernd hefur verið unnið merkilegt starf á heimsmælikvarða. Einar hefði þó fullt eins getað valið til að mynda leiðara sem hann skrifaði sjálfur í Læknablaðið (2, 3). Komu þar fram tímamótaskoð- anir um inntökuskilyrði til læknanáms sem voru tákn um breyttan hugsunarhátt og nýjan skilning á þeim eiginleikum sem góðan lækni mega prýða. Þannig hefði ég til dæmis getað ritað leiðara um viðhorf lækna til vinnunnar, um þjónustuna við sjúk- lingana, aðgengi að hinum ýmsu greinum almennr- ar og sérhæfðrar læknisþjónustu, sjálfstæði lækna, undanlátssemi við miðstýringaráráttu, hlýjuna við kjötkatlana, ánauðina sem fylgir velgjörðum án verð- skuldunar eða tilefnis, beneficium accipere libertatem est vendere (4) og fleira og fleira. Hugsanlega hefði það getað orðið tímamótaleiðari. í anda Guðmundar Hannessonar? En fáir fara í fötin hans Guðmundar Hannessonar og allra síst ég. Og því ætla ég að víkja aðeins sjónarhorninu að honum og draga athyglina að einhverju sem máli skiptir og er skemmtilegt og fróðlegt. Guðmundur Hannesson var merkilegur læknir á sinni tíð og raunar merkilegur fyrir margt annað en lækningar. Hann var eins og kunnugt er héraðslæknir með aðsetur á Akureyri á árunum 1896 til 1907 og þjónaði allt úr Svarfaðardal til Svalbarðsstrandar að meðtöldum Eyjafirðinum (5). Hefur það verið ærinn starfi fullfrískum manni. En Guðmundur var Hún- vetningur og af Guðlaugsstaðakyninu eins og allir vita og ekki fisjað saman (6). Hann segir í Læknablaðinu mörgum árum síðar: „Meðan eg var héraðslæknir var mér það sönn ánægja hve gott samkomulag var hvarvetna milli lækna og góð vinátta við nánari kynni. Þá voru og deiluefnin fá, því heita mátti að hver læknir hefði sinn afmark- aða verkahring og nóg að gera. Það var þá t. d. venja flestra lækna, er þeir komu á ferðalagi í annan bæ, þar sem læknissetur var, að fyrst fóru þeir að heimsækja stéttarbróður sinn, og brást þá ekki að tekið var við manni opnum örmum. Það var ekki á hverjum degi sem læknar hittust og skorti því ekki viðræðuefni. Oftast varð þá læknisfræðin efst á baugi, vandamálin, sem komið höfðu fyrir, erfiðar ferðir, sérstök áhuga- mál o. þvíl.“ (7). Það hefur vafalítið verið þessi þörf fyrir bræðra- lag um fræðin og aðstæðurnar, sem kallaði menn til samvinnu í læknafélögum fyrir meira en hundr- að árum. Gerð var tilraun til að stofna „Hið fyrsta íslenska læknafélag“ eins og það var kallað árið 1898. í lagafrumvarpi þess var tilgangurinn sagður „að efla samlyndi og bróðerni, samvinnu og persónulega við- kynningu milli íslenskra lækna, að annast öll sameig- inleg áhugamál læknastéttarinnar, halda uppi heiðri hennar í öllu og vernda íslenzka læknareynslu frá gleymsku". Þetta læknafélag komst því miður ekki á legg og alþýðlegt tímarit um heilbrigðismál kallað Eir, sem læknar höfðu ekkert með að gera, lognaðist út af eftir taprekstur í tvö ár (8). Guðmundur Hannesson er í félagsmálavafstri sínu á ferð norðan heiða á árunum 1902-4 ásamt með læknum á Austurlandi með félagsskap lækna og Læknablaðið, sem hann gefur út handskrifað í fjölriti. Félagsmál lækna komast ekki á legg fyrir alvöru fyrr en Guðmundur Hannesson flytur til Reykjavíkur og þá fyrst með stofnun Læknafélags Reykjavíkur 1909 og síðar Læknafélags íslands 1918. Guðmundur er mikill hvatamaður stofnunar LÍ. Strax í fyrsta tölu- blaði Læknablaðsins 1915 ræðir hann þýðingu slíks félagsskapar til að efla samvinnu og bróðerni milli lækna og auk þess að gefa út blað eða tímarit fyrir lækna eingöngu (8). í Læknablaðinu er að finna ýmis merk ummæli mætra lækna sem vert er að halda til haga og okkur í rauninni skylt „til að vernda íslenska læknareynslu frá gleymsku" eins og áður hefur verið minnt á. Guð- mundur Hannesson er enn á ferð 1933 þar sem hann rekur mannfjöldaaukningu á íslandi um og eftir 1890 og framfarir í þjóðlífinu. Hann er sjálfur ekki í vafa hverju sætir. „Þessi miklu tímamót eru beinlínis verk gömlu læknanna og ljósmæðranna," segir hann. „Það má taka hattinn ofan fyrir þeim. En þeim var líka þakkað, því að engin stétt í landinu naut slíkrar almenningshylli sem læknarnir. Menn höfðu jafnvel oftrú á þeim og fyrirgáfu þeim fjölda yfirsjóna, drykkjuskap o. fi. (9).“ Sigurbjörn Sveinsson Höfundur er formaður Læknafélags Islands. Læknablaðið 2005/91 11
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.