Læknablaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 91
1975-1984 / BERKLAVEIKI
4. Líkskurðir
Þess hefur fyrr verið getið að svo virðist sem fyrsta
krufning sem vitað er um að gerð hafi verið í landinu
hafi verið á líki berklaveiks manns.
Fram til ársins 1945 hafa svo fáar krufningar ver-
ið gerðar að litlar og ófullkomnar ályktanir verða
dregnar af þeim en engar sérstakar skýrslur eru til um
tíðni berklaeinkenna við þær krufningar sem hafa far-
ið fram síðan.
Á árunum 1898-1919 krufði Sæmundur Bjarnhéð-
insson 111 lík holdsveikra sjúklinga er látist höfðu á
Laugarnesspítalanum í Reykjavík. Lungnaberklar
voru taldir dánarorsök 20 þeirra. Auk þess létust 2 úr
lífhimnubólgu af berklauppruna. Þá fundust berklar
„í lungum eða kirtlum (eitlum) í 16 líkum með vott
um undanfarandi brjósthimnubólgu (fibrösa adher-
ensa). Þar að auki voru 8 lík með afmörkuð og inn-
köpsluð infiltröt eða hnúta ostmyndaða, kalkmynd-
aða eða örbrígsl." (140).
Má þannig telja víst að 46 af hinum 111 krufðu hafi
haft berklaveiki, eða 41,4%. Auk þess fundust menj-
ar brjósthimnubólgu (af berklauppruna?) í 26 líkum.
Hafa því vafasöm berklaeinkenni fundist í 72 líkum
af lll.eða 64,9%.
Eigi er getið um aldur hinna krufðu en líklegt má
telja að hér hafi yfirleitt verið um eldra fólk að ræða.
Þá gerði N. Dungal 1031 líkskurð á árunum 1932-
44. Líkin komu frá eftirgreindum stofnunum: Land-
spítalanum, Geðveikrahælinu að Kleppi, Vífilsstaða-
hæli og lögregluyfirvöldum (réttarlæknisrannsóknir).
Höfundur getur þess að 243 lík, eða 23,7% af heild-
artölu hinna krufðu, hafi verið frá Vífilsstaðahæli. Á
sama tíma var berkladauðinn ekki nema 8,9% alls
manndauðans. Er því ljóst að eigi verða dregnar
ályktanir beint frá heildartölu krufninganna um tíðni
berklasmitunar í landinu og hvenær menn smitist af
berklaveiki. Hitt er nær lagi að dæma berklasmitun-
ina aðeins eftir þeim krufningum sem eftir verða er
allar krufningar þeirra er létust af völdum berklaveiki
hafa verið felldar burt. Það gerir Dungal og sést ár-
angur þessara athugana af meðfylgjandi töflu hans:
Table VIII. Tuberculosis lesions in persons not dying of tuberculosis. (From N. Dungal's article: Occurrence and manifestations oftuberculosis in lceland).
Age Tbc. % Tbc. No Tbc. %
0-10 1 2.1 47 97.9
11-20 10 26.3 28 73.7
21-30 43 44.8 53 55.2
31-40 44 36.4 77 63.6
41-50 53 39.1 81 60.9
51-60 55 40.4 81 59.6
61-70 54 40.6 79 59.4
71-90 28 34.1 54 65.9
Út frá henni ályktar höfundur að berklasmitun sé
fátíð í börnum en aukist skyndilega eftir kynþroska-
aldurinn og berkladauðinn sé langmestur á aldurs-
skeiðinu 20-30 ára. Um 20 ára aldur telur hann að
um 40% þjóðarinnar sé smituð en að gera megi ráð
fyrir að 40-60% af fullorðnum smitist alls ekki. Sönn-
un þess að talsvert af fólki nái háum aldri án þess að
verða fyrir berklasmitun sé að þau einkenni berkla-
veikinnar sem einkum og tíðum fylgja fljótlega í far
frumsmitunar komi einnig fyrir hjá gömlu fólki.
Dungal tekur sérstaklega fram að við framkvæmd
krufninganna hafi hann aðeins talið til berklaveiki
þær vefjabreytingar sem tvímælalaust báru sérein-
kenni þess sjúkdóms, svo sem greinilega berklahnúta
og ost- eða kalkmyndanir o.s.frv. I öllum vafatilfell-
um skáru smásjárathuganir úr. Samvextir eftir brjóst-
himnubólgu voru því aðeins taldir berklakyns að slík-
ar breytingar fyndust í tilsvarandi lunga eða eitlum
(70).
Séu hin 26 lík sem Sæmundur Bjarnhéðinsson
telur með menjar (samvexti) eftir brjósthimnubólgu
ekki færð undir örugg berklaeinkenni þar sem rann-
sókn hans var aðeins makroskopisk virðist athugun-
um þessara höfunda bera allvel saman.
Bólusetning gegn berklaveiki (BCG)
Á árunurn 1947-48 var gerð áætlun um að taka hér
upp kerfisbundna berklabólusetningu. Hafði þetta
reyndar verið í athugun frá því fyrir síðari heimsstyrj-
öld en óframkvæmanlegt meðan samgöngubann var
við meginland Evrópu þar sem bóluefnið var eingöngu
framleitt á Norðurlöndum og í Frakklandi. Hófst bólu-
setningin þegar árið 1945 er samgöngur opnuðust á
ný en til að byrja með voru aðeins fáir tugir ntanna
bólusettir. Hér ríkti eins og víðar á Norðurlöndum um
þetta leyti mikill áhuga á berklabólusetningunni (100,
81, 45, 82) en frá Danmörku, Noregi og Svíþjóð voru
í sambandi við UNICEF, WHO og heilbrigðisstjórnir
ýmissa Evrópulanda gerðir út hjálparleiðangrar lækna
og hjúkrunarfólks til berklabólusetningar um flest öll
lönd Evrópu þar sem milljónir manna, einkum barna
og unglinga, voru bólusettir. Nefndist fyrirtæki þetta
Internat. Tub. Campaign eða Joint Enterprise (42).
Ýtti þetta undir frekari framkvæmd slíkrar bólusetn-
ingar hér á landi. Var ákveðið að bólusetja einkum
aldursflokkana frá 12-29 ára þar sem smitun var talin
algengust á þessu aldursskeiði (101).
í samráði við alla þá aðila er að berklavörnum
störfuðu hér var hafist handa um bólusetninguna á
árunum 1947-48 og mest bólusett á árinu 1949 (um
3000 manns).
Einmitt um þetta leyti hafði sá er þetta ritar gott
tækifæri til að kynnast framkvæmd berklabólusetn-
ingarinnar vegna starfa hans við berklarannsókna-
stofnun Sameinuðu þjóðanna (WHO, Tuberculosis
Research Office) í Kaupmannahöfn á því ári. Varð
Læknablaðið 2005/91 91