Læknablaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 116
1995-2004 / ÞRÓUN OFÞYNGDAR OG OFFITU
Skoðaðar voru breytingar á hæð, þyngd og líkams-
þyngdarstuðli (body mass index, BMI) með tilliti
til tíma og fyrir fastan aldur. Tímanum frá 1975-
1994 er skipt upp í tímabil sem skilgreind eru út frá
áfangaskiptingum í Hjartaverndargögnunum.
Aldurshópurinn 45-64 ára var valinn til skoðunar
þar sem einstaklingar á þessum aldri koma fyrir á
flestum tímabilunum. Pessum aldurshóp var síðan
skipt upp í tvo undirhópa, 45-54 og 55-64 ára. Skoð-
unartímabil fyrir karla voru sex en einungis fjögur
hjá konunum þar sem tveir áfangar hóprannsóknar
og MONICA rannsóknarinnar fóru fram á sama tíma
hjá konunum. Rannsóknartímabil karla var samtals
19 ár en 16 ár hjá konum.
Mælingar: Hæð og þyngd voru mæld með löggiltum
hæðarmæli og vog. Þátttakendur voru einungis í nær-
klæðum, slá úr plasti og plasthosum. Hæðin var mæld
með 0,5 cm og þyngdin með 0,1 kg nákvæmni (9,10).
Líkamsþyngdarstuðull er gefinn með einum auka-
staf en stuðullinn var reiknaður með því að deila í
þyngdina í kílóum með hæðinni í metrum í öðru veldi
(kg/m2). Samkvæmt viðmiðunarmörkum Alþjóðaheil-
brigðisstofnunarinnar teljast fullorðnir einstaklingar
of þungir ef líkamsþyngdarstuðull er á bilinu 25,0-
29,9 og of feitir ef stuðull er 30 eða meira (1).
Stuðst var við fæðuframboðstölur til að kanna
hvaða breytingar hafa átt sér stað á neyslu þjóðar-
innar á orku og orkuefnum á tímabilinu (15). Fæðu-
framboðstölur eru reiknaðar út frá innlendri fram-
1915-24 1925-34 1935-44 1945-54 1955-64 1965-74 1975-84 1985-94
Á síðastliðnum
áratug hefur margt
áhugavert efni birst
í Læknablaðinu.
En hvað stendur
upp úr og hvað
hefur áhrif á framtíð
okkar, bæði til lengri
og skemmri tíma?
Réttmætt gæti
verið að draga fram
umfjöllun blaðsins
um jafnréttismál. Þó
nokkuð hefur verið
fjallað um jafnréttis-
mál innan lækna-
stéttarinnar á þessum áratug í Læknablaðinu,
bæði með viðtölum við konur í læknastétt og
greint frá stofnun Félags kvenna í læknastétt.
Kannski má telja til framfara í jafnréttismálum
að tvær konur voru beðnar að gefa álit á hvað
væri markverðast á tveimur áratugum síðast-
liðinna 90 ára í sögu Læknablaðsins, áratugn-
um 1925-1934 og þeim síðasta, 1995-2004.
Fyrir hina sjö áratugina voru karlar kallaðir til.
Jafnréttismálin varða okkur öll og það eru hags-
munir okkar allra að hafa fulltrúa beggja kynja á
öllum sviðum læknisfræðinnar.
Sú grein sem ég ætla að staldra við er
grein Hólmfríðar Þorgeirsdóttur og félaga:
„Þróun ofþyngdar og offitu meðal 45-64 ára
Reykvíkinga á árunum 1975-1994“ sem birtist
í Læknablaðinu árið 2001 (1). Þar koma fram
ógnvekjandi tölur um heilsuvá framtíðarinnar;
ofþyngd og offitu. Á tímabilinu tvöfaldaðist fjöldi
fólks með offitu (þyngdarstuðull >30 kg/cm2).
í aldurshópnum 55-64 ára reyndust 70% karla
og kvenna vera með ofþyngd (þyngdarstuðull
>25<30 kg/cm2) eða með offitu. Fylgikvillar
ofþyngdar og offitu eru okkur öllum kunn;
háþrýstingur, sykursýki, óhagstæð samsetning
blóðfitu, hjartasjúkdómar, aukin tíðni margra
tegunda krabbameina, einkenni vegna álags á
stoðkerfi, heilablæðingar, gailsteinar, þvagsýru-
gigt, kæfisvefn, blæðingartruflanir kvenna,
minnkuð frjósemi kvenna, þunglyndi, félagsleg
vandamál, félagsleg einangrun og er þetta þó
ekki tæmandi listi. Ennfremur er áhyggjuefni að
það er ekki aðeins eldri kynslóðin sem þyngist
því börnin okkar eru líka að þyngjast. Árið 1998
voru 20% stúlkna og 18% drengja of þung eða
of feit samanborið við 3% og 0,7% árið 1938
(2). (langflestum tilfellum fylgir ofþyngdar-
vandinn barninu áfram til fullorðinsára. Þegar
kemur að meðgöngu eykst tíðni fylgikvilla í
beinu samhengi við ofþyngdina, með hærri tiðni
háþrýstings og meðgöngueitrunar, meðgöngu-
sykursýki, aukins fjölda inngripa í fæðingu,
aukinni tiðni sýkinga, of þungum börnum og
auknar líkur eru á andvana fæðingu. Það sem
færri þekkja er hin aukna tíðni fósturgalla hjá
konum sem eru of þungar eða of feitar, en
það á við um galla í miðtaugakerfi (heilaleysi,
klofinn hryggur), hjartagalla, naflastrengshauls
(omphalocele) og samsetta galla í mörgum
líffærakerfum fósturs (3). Skýringin er enn
óþekkt en því hefur verið velt upp að efnaskipti
þessara kvenna séu óeðlileg, sérstaklega að
blóðsykur og blóðþéttni insúlíns séu of há í
byrjun meðgöngu, þrátt fyrir að ekki sé um aug-
Ijósa sykursýki að ræða. I einhverjum tilfellum
er áður óþekkt undirliggjandi sykursýki til staðar
og meðal kvenna með insúlínháða sykursýki
er aukin tíðni fósturgalla vel þekkt. Fæðuval
þessara kvenna getur verið lélegt og jafnvel um
næringarskort að ræða þrátt fyrir ofþyngdina.
Einnig hefur verið leitt líkum að því að þörf
fólasíns hjá of þungum/feitum konum sé meiri
en almennt gerist, en fólasín er nauðsynlegt við
myndun miðtaugakerfis fósturs. Tengsl fólasín-
skorts við aukna tíðni galla í miðtaugakerfi
fósturs hefur lengi verið þekkt. Ef til vill er einnig
aukin þörf annarra næringar- og/eða bætiefna
hjá of þungum/feitum konum. Of þungar konur
eru líklegri til að eiga þörn með háa fæðing-
arþyngd og þau börn verða oftar of þung á
unglingsaldri samanborið við þau sem eru með
fæðingarþyngd innan eðlilegra marka (4). Um
fjórðungur barna kvenna sem eru of þungar á
fyrsta þriðjungi meðgöngu verða of þung við
fjögurra ára aldur samanborið við 9% ef móðirin
er í kjörþyngd á sama tíma (5). Af ofangreindu
1995-04
er Ijóst að vítahringur hefur skapast þar sem of
þung börn verða að of þungum unglingum og
síðar of þungum fullorðnum einstaklingum sem
aftur eignast of þung börn!
í grein Hólmfríðar og félaga er vakin at-
hygli á stærsta heilbrigðisvanda þjóðarinnar.
Sjúkdómar og heilsufarsvandamál sem eru
til komin vegna offitu eiga eftir að þenja út
heilbrigðiskerfið og valda gífurlegum kostnaði
og ótímabærum dauðsföllum ef ekkert verður
að gert. Engar einfaldar lausnir eru í sjónmáli.
Þó svo að allir fullorðnir viti að uppskriftin að
kjörþyngd er hóflegt mataræði og reglubundin
hreyfing þá er erfitt að fylgja þeirri forskrift þeg-
ar ofgnótt framboðs er af ódýrri, óhollri matvöru
og sjónvarpssófinn freistar meira en göngutúr í
íslensku slagviðri. Að mínu mati er nauðsynlegt
að hefja forvarnir hjá börnum strax á leikskóla-
aldri, með fræðslu um næringu og nauðsyn
daglegrar hreyfingar. Á skólaaldri þarf að bæta
við markvissri kennslu í næringarfræði og hafa
daglega fjölbreytta hreyfingu á stundaskrá allra
barna. Ennfremur geta stjórnvöld haft áhrif á
neyslu einstakra matvæla með sköttum eins og
margoft hefur verið bent á. Með slíkum aðgerð-
um má ef til vill eygja von um að rjúfa þennan
vítahring sem þjóðin er komin í með stigvaxandi
offituvanda. Höfum hugfast að við lifum ekki til
að borða heldur borðum til að lifa!
Heimildir
1. Þorgeirsdóttir Þ, Steingrímsdóttir L, Ólafsson Ö,
Guðnason V. Þróun ofþyngdar og offitu meðal 45-
64 ára Reykvíkinga á árunum 1975-1994. Lækna-
blaðið 2001; 87:699-704.
2. Briem B. Hæð og þyngd 9 ára skólabarna í Reykja-
vík 1919-1998. Reykjavík: Háskóli íslands.
3. Watkins ML, Rasmussen SA, Honein MA, et al.
Maternal obesity and risk for birth defects. Ped-
iatrics 2003;111:1152-8.
4. Murtaugh MA, Steinberger J, Jacobs DR jr, et al.
Relation of birth weight to fasting insulin, insulin
resistance and body size in adolecence. Diabetes
Care 2003; 26:1. Health Module: 187-92.
5. Whitaker RC. Prediciting preschooler obesity at
birth: The role of maternal obesity in early pregn-
ancy. Pediatrics 2004:114: e29-e36.
116 Læknabladið 2005/91