Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 72

Læknablaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 72
1975-1 984 / BERKLAVEIKI um skammt og hvernig dæma beri árangur- inn. Ákjósanlegt er að röntgenrannsókn fari ætíð fram í kjölfar ljöldaberklaprófa, einkum á þeim er jákvæðir reynast eða eru ekki berkla- prófaðir. Séu berklapróf endurtekin árlega eða oftar í sömu aldursflokkum (t. d. á börnum á skólaaldri eða ungu fólki í unglingaskólum) má fá vitneskju um árlega smitunartíðni. Slík smit- unartíðni hlýtur að standa í beinu hlutfalli við fjölda smitandi einstaklinga sem dveljast á um- ræddu svæði og eru uppspretta smitunarinnar (102). Má á þennan hátt með leit hafa upp á hinum smitandi sjúklingum. Árið 1910 þegar fyrsta heilsuhælið tók hér til starfa var aðeins eitt hinna tjögurra greindu atriða fyrir hendi í landinu. Það var skrásetningarskylda lækna á berklasjúku fólki. Hin þrjú atriðin komu síðar, lög um dánarskýrslur þegar á næsta ári, árið 1911 (132), en krufningar (140, 70) og berklapróf eigi að ráði fyrr en um og eftir 1930. Er það um líkt leyti og farið er að notfæra sér berklapróf á svipaðan hátt í nágranna- löndum okkar. Hér eru það einstaka héraðslæknar sem byrja berklaprófin og þá einkum á skólabörn- um. Sumir ganga þó lengra og framkvæma víðtækari berklapróf í héruðum sínum til að afla upplýsinga um útbreiðslu smitunarinnar í viðkomandi héraði (1, 2, 101). Það eru því aðeins síðustu fjórir áratugirnir sem heimila fræðilegar ályktanir um útbreiðslu og gang þessa sjúkdóms í landinu samkvæmt öllum fjórum fyrrnefndum atriðum. Tvö þau fyrstu, skylduskrá- setningin og dánarvottorðin, gefa að vísu sæmilega góðar upplýsingar um tíðni og gang sjúkdómsins í landinu og annað þessara atriða nær nú til síðustu 60 ára (dánarvottorð) en hitt (skylduskrásetningin) til um það bil 70 ára. Upplýsingar þær sem með aðstoð fyrrnefndra gagna fengust um gang sjúkdómsins á árabilinu 1911- 20 báru með sér að sjúkdómurinn færðist stöðugt í aukana í landinu. Skráðum sjúklingum og dauðs- föllum af völdum berklaveiki fjölgaði stöðugt. Árið 1920 var fjöldi dauðsfalla talinn vera 196 miðað við 100 þús. íbúa og 3,9 sjúklingar miðað við 1000 íbúa voru taldir nýskráðir það ár en alls voru þá í árslok 7,1 af 1000 landsmönnum taldir með virka berklaveiki. Ríkið hafði tekið að sér að sjá um rekstur Vífilsstaða- heilsuhælis en ennþá urðu bæði sjúklingarnir sjálfir og sveitar- eða bæjarfélög þeirra að bera mikil gjöld af legukostnaði þeirra þar. Öll læknastéttin svo og yfir- völd landsins sáu að eigi yrði hjá því komist að taka upp virkari aðgerðir gegn sjúkdómnum en hingað til höfðu verið gerðar. Arið 1919 var þess vegna samþykkt á Alþingi að skipa nefnd þriggja lækna, svonefnda berklaveikis- nefnd, til þess að gera tillögur um á hvern hátt mætti best verjast veikinni og vinna bug á henni. Skilaði nefndin áliti (69) sínu snemma á árinu 1921 og var frumvarp hennar til laga um varnir gegn berklaveiki lagt fyrir Alþingi þá þegar. Náði frumvarpið sam- þykki þingsins þetta sama ár, þó með nokkrum breyt- ingum. Berklavarnalögin frá 1921 (133) marka á margan hátt tímamót í berklavörnum landsins. I þeim voru settar nýjar reglur um skrásetningu berklasjúklinga og miklu meiri áhersla lögð á berklarannsóknir og berklavarnir en áður hafði tíðkast (t. d. rannsókn á nemendum í skólum og bann sett á starfsemi smit- andi berklasjúklinga í ýmsum greinum, s. s. kennara, Ijósmæðra og fleira). Án efa munu þó þau ákvæði laganna sem tryggðu að mestu efnalitlum berklasjúk- lingum ókeypis sjúkrahúss- eða hælisvist á kostnað hins opinbera (ríkis og bæjar- og sveitarfélaga) hafa verið áhrifaríkust. Hafa þessi ákvæði laganna haldist æ síðan og þó í enn ríkari mæli eftir að ríkisframfærsla sjúkra manna og örkumla var tekin í lög 1936 (134) og síðar en sú breyting var gerð á þeim lögum árið 1943 (136) að full sjúkratryggingagreiðsla náðist með að- stoð framfærslulaga. Full réttindi til sjúkratrygginga berklaveikra náðust loks með breytingu á Almanna- tryggingalögunum 1967 (138) og tóku þau gildi 1. jan- úar 1969. Samkvæmt berklavarnalögunum 1921 (133) voru berklavarnirnar aðallega fólgnar í því að einangra smitandi berklasjúklinga og sjá þeim fyrir lækningu. Sum ákvæði berklavarnafrumvarpsins frá 1921 náðu því miður eigi fram að ganga, svo sem um stofnun hrákarannsóknastöðva, sjúkrahúsdeilda fyr- ir berklaveika, skyldulryggingar gegn berklaveiki, byggingu bústaða fyrir berklaveika og aukna fræðslu um sjúkdóminn. Mun óhætt að fullyrða að berkla- veikin hefði aldrei gripið svo mjög um sig sem raun varð á ef allar tillögur nefndarinnar hefðu náð fram að ganga þegar í stað. Tveimur árum áður en berklavarnalögin voru sett, eða árið 1919, hafði Hjúkrunarfélagið Líkn í Reykja- vík komið á fót berklavarnastöð þar (104). Var verk- efni þessarar stofnunar að hafa eftirlit með berkla- veikum heimilum og sjúklingum sem voru útskrifaðir af berklahælum. Stofnun þessi vann gott starf en skorti í byrjun bæði tæki og aðstöðu. Var starfsemi hennar aukin 1936 (80), enda hlaut hún þá ríkisstyrk og nýj- ar stöðvar voru þá settar á stofn á næstu árum (144, 105-107). Þá var eftir setningu berklavarnalaganna 1921 unnið að því að fjölga sjúkrarúmum fyrir berklaveika bæði á heilsuhælinu og í sjúkrahúsum landsins. Jafn- framt var á næstu 10 árum komið upp nýjum berkla- hælum, Kristnesi 1927 (126, 59, 60) og Reykjahæli í Ölfusi 1931 (143), en nokkru áður hafði Kvenfélagið Hringurinn komið á fót hressingarhæli í Kópavogi 1926 (143) sem eingöngu vistaði berklaveika sjúk- linga. 72 Læknablaðið 2005/91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.