Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 33
1935-1944 / HEILSUVERNDARSTARFSEMI heilsufari manna í okkar eigin landi. Réttasta leiðin er að mínu mati sú að skipa nefnd lækna og fá henni til umráða nægilegt fé til að standa fyrir slíkum rannsókn- um; geri hún síðan tillögur er miðað gætu að bættu viður- væri fyrir þjóðarheildina. - Mætti þetta verða til þess að draga vítamínin út úr flokkapólitík, en af pólitískum reipdrætti um vítamínin er einskis góðs að vænta. Að öðrum ákveðnum sjúkdómum sem varnir miða gegn má nefna ýmsa atvinnusjúkdóma og er sjúkdóms- valdur þar oftast eitthvert kemískt efni er snertir lík- ama starfsfólks beint eða óbeint. Hefur þarna víða náðst glæsilegur árangur á síðari tímum. Hjá okkur virðast atvinnusjúkdómar ekki áber- andi enda lítið um þá hirt, en hugsanlegt er þó að atvinna í ýmsum starfsgreinum hér geti með tíman- um veikt viðnámsþrótt manna meira en þörf væri á, en ekki verður gengið úr skugga um það nema með reglubundnu lækniseftirliti. Væri ástæða til að athuga hvort ekki þætti tiltækilegt að koma slíku eftirliti á, það mundi og hafa almenna þýðingu þó ekki væri alls staðar um sérstaka atvinnusjúkdóma að ræða. Þá eru enn margskonar sjúkdómar og kvillar þar sem ýmist er að sjúkdómsorsök er með öllu óþekkt, eða að ytri (exogen) orsök sem hægt er að benda á og oft er ógerlegt að varast, er þess eðlis að hún nær því aðeins að valda sýkingu að um minnkaða almenna mótstöðu sé að ræða. Hér snýst baráttan því ekki svo mjög gegn ákveðn- um sjúkdómsorsökum, heldur að því að auka almenna líkamshreysti, til þess að efla sem mest viðnámsþrótt manna gegn hverskonar sjúkdómum, og að forðast það sem vitað er að veiki mótstöðuna. Þetta kem- ur auðvitað einnig til góða í baráttunni gegn öðrum sjúkdómum af þeim, sem áður voru nefndir. Þegar í daglegu tali er talað um heilsuvernd munu flestir einmitt eiga við slíka viðleitni til þess að efla al- menna líkamshreysti, án þess að sérstaklega sé miðað við varnir gegn einstökum sjúkdómum. Má og þar til telja almennar hreinlætiskröfur sem segja má þó að miði einkum að vörn gegn smitandi sjúkdómum, og kröfur um hollt mataræði, sem auk þess að vera eitt höfuðskilyrði fyrir almennri heilsuhreysti er áþreifan- leg vörn gegn ýmsum vöntunarsjúkdómum. Heilsuverndarstarfsemi í þessum skilningi er í stuttu máli í því fólgin að venja fólk á sem heilsusam- legasta lifnaðarhætti, og að fylgjast eftir getu með hverjum einstaklingi, einkum á hættulegustu skeiðum ævinnar, til þess að sem fyrst verði uppgötvuð hvers- konar veiklun er fram kann að koma, ber þá að leita orsakanna, stemma á að ósi, ef unnt er, og forðast þannig að fleiri hljóti skaða af. Meginþáttur þessarar starfsemi fer víðast fram á svonefndum heilsuverndarstöðvum (Health center), þó að almenn fræðslustarfsemi í ræðu og riti út af fyrir sig sé einnig mjög gagnleg. Á heilsuverndarstöðvunum fer fram jöfnum hönd- um lækniseftirlit og fræðsla. Sú fræðsla sem þarna fer fram fellur venjulega í mjög góðan jarðveg og ber því meiri og einkum varanlegri ávöxt, heldur en alþýðu- fræðsla um heilbrigðismál á vegum blaða eða útvarps sem hjá fjöldanum fer oft inn um annað og út um hitt þótt þessar síðarnefndu aðferðir séu hinsvegar fljót- virkari til þess að vekja áhuga fjöldans í bili um eitt- hvert málefni. Þar sem vel er séð fyrir þessum málum má segja að umhyggja og eftirlit með hverjum einstaklingi byrji fyrir fæðingu hans. Á sérstakri deild heilsuverndar- stöðvanna er fylgst með mæðrunum á meðgöngutím- anum, þeim kenndar allar helstu lífsreglur á þessum tíma og þær kröfur, sem fóstrið gerir til næringarefna - og einmitt á þessum tíma er auðveldara en annars gerist, að fá framfylgt ákveðnum kröfum til mataræð- is. Og með því að vera vel á verði gagnvart sjúklegum einkennum ef fram koma hjá móðurinni á meðgöngu- tímanum, og gera strax varnaðarráðstafanir er oft hægt að bægja hjá hættum sem annars vofa yfir móður og barni við fæðinguna. Þá kemur ungbarnaverndin og er þar á sama hátt fylgst með ungbörnunum á þeirra fyrsta og hættu- legasta ári, þau skoðuð og vegin á vissum fresti, til þess að athuga framfarir þeirra, og þau tekin sérstak- lega til athugunar, ef nokkur merki eru um vanþrif, mæðrunum um leið kenndar allar venjulegar reglur um meðferð þeirra o.s.frv. Er venjulega auðsýnt með skýrslum að þetta eftirlit, þar sem það er tekið upp, lækkar mjög dánartölu ungbarna. Við erum vanir að stæra okkur af því hve ungbarna- dauðinn er lágur hjá okkur og er það óneitanlega gleði- efni að svo er, en þó að við séum hér framarlega ættum við ekki að láta nægja að miklast af því, en leggja svo hendur í skaut þangað til aðrir ná okkur og fara fram úr. Við getum vafalaust lækkað ungbarnadauðann enn meir, ef við hefjum almenna viðleitni í þá átt, og við ættum þá að byrja á því að rannsaka nákvæmlega hvernig dánartalan hagar sér eftir mánuðum hins fyrsta aldursárs og athuga dánarorsök í hverju tilfelli. Á þennan hátt fást mjög mikilsverðar upplýsing- ar til stuðnings fyrir heilsuverndina, um það á hvaða skeiði og í hverju helst er ábótavant í meðferð ung- barnanna, og má þá byggja á þeim niðurstöðum um frekari aðgerðir. Við ættum að kappkosta að komast á þessu sviði enn kippkorn fram úr þeim, sem kall- aðar eru menningarþjóðir; auk hins beina árangurs er og mikils óbeins árangurs að vænta af aukinni við- leitni í þessu efni, því að hér er öðrum tíma fremur hægt að sýna fólki greinilega þýðingu heilbrigðra lífs- venja því að á þessu skeiði er oft allt of auðsætt, hve örlagaríkar geta orðið smávægilegar misfellur í aðbúð eða mataræði. Fyrsta sporið til átaka hér á að vera að athuga ná- kvæmlega og gera skýrslur yfir banamein og dánar- aldur í mánuðum. Læknablaðið 2005/91 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.