Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.2005, Side 32

Læknablaðið - 15.01.2005, Side 32
1 935-1 944 / HEILSUVERNDARSTARFSEMI Orðið heilsuvernd hefur afar víðtæka merkingu og oft heyrist það notað sem slagorð, án þess að menn geri sér fulla grein fyrir merkingu þess; annars svarar það vel til þess sem í enskumælandi löndum er kallað „prevent- ive medicin" í mótsetningu við „curative medicin." Það er löngu viðurkennt að enda þótt lækninga- starfsemi í þrengri merkingu (curative medicin) sé mjög mikilsverð sé þó hitt enn þýðingarmeira að koma í veg fyrir það að fólk sýkist, vernda heilsuna. Sérgrein sú innan læknisfræðinnar er hefur það við- fangsefni er Hygiene eða heilbrigðisfræði. Það má segja að öll starfsemi heilbrigðisfræðinnar miði ein- göngu, beint eða óbeint, að því sem felst í þessu eina orði - heilsuvernd. Til þess að geta örugglega varist ákveðnum sjúk- dómum verðum við að þekkja orsakir þeirra eða vita hvaðan hættunnar er von; og meðan menn vissu lítið eða ekkert í þessum efnum var heilbrigðisfræðin eðli- lega ekki til sem sérstök fræðigrein í þeirri mynd sem nú er. Það var fyrst á síðara hluta 19. aldar er mönn- um lærðist að þekkja orsakir þeirra sjúkdóma er mest strandhögg hjuggu - infektions-sjúkdómanna einu nafni - að grundvöllur myndaðist fyrir heilsuvernd- arstarfsemi er á þessu sviði nefndust sóttvarnir. Bakt- eríufræðin lagði þannig grundvöllinn undir þennan fyrsta meginþátt heilsuverndarstarfseminnar og enn í dag er hún ein af undirgreinum heilbrigðisfræðinn- ar, sóttvarnir ein þýðingarmesta grein heilsuverndar- starfseminnar, enda lengi vel sú einasta sem hægt er að segja að hafi verið starfrækt hér á landi. Þótt við eigum enn eftir að læra margt viðvíkjandi baráttunni gegn infektionssjúkdómum hefur árang- urinn af „heilsuverndarstarfsemi“ á þessu sviði þegar orðið svo glæsilegur að það mun sönnu næst að með henni hafi sparast fleiri mannslíf en með lækningastarf- semi á öllum sviðum á liðnum öldum, og má því segja að þó að heilsuverndarstarfsemi næði ekki lengra en til þessa sjúkdómsflokks væri hún þó ein hin þýðing- armesta starfsgrein læknisfræðinnar, enda var það ár- angur sóttvarnanna meir en nokkuð annað sem opnaði augu manns fyrir því hversu miklu æskilegra það er að fyrirbyggja sjúkdóma heldur en bíða þess aðgerðar- lausir að þeir komi fram og reyna síðan að lækna þá. Hér á landi hefur sóttvarnarstarfsemi verið rækt allvel eftir atvikum, og mætli þó takast betur ef alls staðar væri gengið eins rækilega til verks eins og í einni grein þeirra, berklavörnunum; t.d. er taugaveik- in allt of algeng ennþá. Víða - ekki aðeins hér á landi - hefur læknum frá fornu fari hætt til að skoða það sitt aðalhlutverk að annast sjúklinginn og þá oft sinnt minna því sem er ennþá þýðingarmeira, en það er að koma í veg fyrir það að fleiri sýkist. í hvert sinn er læknir sér sjúkling með smitandi sjúkdóm á hann að leggja fyrir sig þessar spurningar: 1) Hvaðan er smit- un upprunnin? 2) Geta ekki fleiri hafa smitast sam- tímis? 3) Getur svo ekki sjúklingurinn eða aðrir smit- aðir þegar hafa smitað út frá sér? - Síðan ber að hefja leit að smitberum eða öðrum smitunaruppsprettum, varna smitun frá þeim, hafa eftirlit með öllum þeim sem líkur benda til að þegar hafi smitast, og ef hægt er, vernda þá fyrir sýkingu. Á því hvernig tekst í þessum atriðum veltur það oft hvort tekst að koma í veg fyrir útbreiðslu faraldurs og með auknu skipulagi, og þannig að héraðslæknar hefðu greiðan aðgang að hjálp í einstökum tilfellum mætti vafalaust ná betri árangri, a.m.k. hvað snertir taugaveiki sem við ættum að geta útrýmt með öllu, en því ber ekki að neita að rannsóknir til að leita að upp- tökum taugaveiki eða annarra smitandi sjúkdóma eru oft svo umfangsmiklar að ofviða er fyrir héraðslækna sem hafa mörgum öðrum störfum að gegna að gera þeim góð skil hjálparlaust. Annar stór flokkur sjúkdóma sem menn vita um orsakir til eru hinir svonefndu vöntunarsjúkdómar, þar með taldir þeir sjúkdómar sem nú er mest rætt um og stafa af vítamínskorti. Varnir gegn þessum sjúk- dómum eru aðallega í því fólgnar að kenna fólki að setja þannig saman fæðu sína að ekki skorti nein þau efni er vitað er um að nauðsynleg séu til varnar sjúk- dómum eða til að halda fullri heilsu. En það er ekki nóg að benda á vissar fæðutegundir og segja svona mikið skuluð þið borða af þessu og þetta af hinu, það verður að taka tillit lil lífsvenja og framleiðslu hvers lands og ekki síst til efnahagsins. Þetta gerir málið mjög erfitt, og þar við bætist að þekking okkar á þessu sviði er enn mjög í molum. Það er ekki hægt að reikna út og segja svo og svo margar einingar af vítamínum A, B, C, D o.s.frv. þurfið þið að éta daglega. Margt bendir til um það að samsetning fæðunnar að öðru leyti hafi áhrif á vítamínþörfina, og ennfremur að vítamín notist best ef þau eru bundin á eðlilegan hátt frá náttúrunnar hendi. Hér er því ekki hægt að byggja að öllu leyti á rannsóknum annarra landa viðvíkjandi mataræði, heldur verður hver þjóð að leysa þetta vandamál fyrir sig og byggja á rann- sóknum framkvæmdum í sínu eigin landi. Hér á landi hafa engar slíkar rannsóknir verið gerðar svo heitið geti, og er því langt í land að hægt sé að gefa framkvæmanleg ráð til að tryggja almenningi alhliða og hollt viðurværi. Hitt er annað mál að með núverandi þekkingu okk- ar í þessu efni, þótt í brotum sé, er hægt að varna svo stórfelldum misbresti í fæðisvali er valdi beinlínis avíta- minosis sjúkdómum, og er það auðvitað mjög mikils- vert. Á sama hátt er í mörgum einstökum tilfellum hægt að hafa áhrif á fæðisval í þá átt að tryggja hollt viðurværi, einkum ef ekki þarf að horfa á kostnaðinn, þetta er auðvitað líka mjög mikilsvert þótt segja megi að ekki komi að fullu gagni fyrir þjóðarheildina. Grundvöllurinn undir heilsuverndarstarfsemi á þessu sviði, i.e. barátta fyrir hollu viðurværi, verður að byggjast á objectiv rannsóknum á fæðutegundum og 32 Læknablaðið 2005/91
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.