Læknablaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 28
1 925-1 934 / GLÆPIR OG GEÐVEIKI
eru yfirgnæfandi það sem hann nefndi „astheniskir“
og paranoia-sjúklingar „athletiskir“ og „dysplastisk-
ir“.
Einkenni við pyknisku líkamsbygginguna er yfir-
leitt að innyflaholin, höfuð, brjóst og kviðarhol eru
stór. Mönnunum hættir við að safna ístru. Aftur á
móti eru limirnir mjórri. Greinilegustu tilfellin eru
meðalhá, feitlagin manneskja, breiðleit, með mjúkum
andlitsdráttum, hálsinn stuttur og digur, brjóstkassi
hár og hvelfdur og oft sæmileg ístra. Utlimirnir eru
sívalir og mjúkir, axlavöðvarnir frekar flatir.
Einkenni við asthenisku líkamsbygginguna er yf-
irleitt grannur vöxtur. Þeir menn eru magrir, frekar
mjóslegnir, sýnast hærri en þeir eru, húðin föl, axlar-
breiddin lítil, handleggir og fætur vöðvarýrir, brjóst-
kassinn langur, mjór og flatur, epigastriski vinkillinn
hvass, kviðurinn magur.
Hinir athletisku eru þreknir og vöðvamiklir.
„Dysplastiskir" hafa „óreglulega“ líkamsbygg-
ingu.
Víðtækar nánari rannsóknir hafa í öllum aðalat-
riðum staðfest þessar rannsóknir Kretschmers, eink-
um að því er snertir hina pyknisku og asthenisku.
En Kretschmer gerði meira en aðeins að sýna
fram á að þessar líkamsbyggingar kæmu sérstaklega
fyrir við þessar tvær tegundir geðsjúkdóma. Hann
elti einnig uppi hvernig heilbrigðir menn með þess-
um líkamseinkennum væru skapi farnir og komst
að raun um að skaplyndi hinna heilbrigðu pyknisku
virtist náskylt skaplyndi hinna manio-depressivu og
ennfremur að skaplyndi hinna heilbrigðu asthenisku
virtist náskylt hinna schizophrenu. Skaplyndi hinna
heilbrigðu pyknisku nefndi hann „zykloid“ en hinna
heilbrigðu asthenisku „schizoid“.
Þessar rannsóknir hafa því mjög stutt þá skoðun
að geðsjúkdómarnir væru aðeins ef svo mætti að orði
kveða „útskeklar“ almennra sálarlegra eiginleika.
Nokkrar rannsóknir á líkamsbyggingu fanga hafa
einnig verið gerðar nýlega eftir þessu kerfi.
Michel fann vanaglæpamennina oftast athletiska,
þar næst atheniska eða sambland af þessu; en mjög
sjaldan pykniska. Sama hafa Rohden og Vierstein
fundið.
Kinberg hefir 1931 einnig veitt þessum týpum
eftirtekt, og m.a. þóst geta séð samrœmi á milli þess
hvernig glœpurinn erframinn og milli skaplyndis þess
er ætla mætti að afbrotamaðurinn hefði, dæmt út frá
líkamsbyggingu hans.
Birtist þannig á ný lík skoðun og Lombrosos að
nokkuð mætti af hinu ytra marka hvað innar fyrir
væri, og þá þar með l’huomo delinqvente, ef hann
skyldi vera til sem sérstakt afbrigði af tegundinni
honto sapiens.
Háttvirtu tilheyrendur. Það mun talið nú á dögum
eitt frumskilyrði að skilja „glæpina“ til þess að geta
við þeim gert. Einn liður í því er psykiatrisk skoðun
á afbrotamönnum, ekki til að diskulpera eða álíta
alla glæpi geðveiki, heldur til hins að geta máski séð
hvaða leiðir mundu heppilegastar til þess að beina
þeim bræðrum og systrum vorum sem gerst hafa brot-
leg við hegningarlögin inn á rétta braut og hindra þau
í að gerast brotleg við þau á ný.
Helstu heimildir:
Goring, Chr: The english convict. Home Office blue books,
London 1919.
Schröder, G.E.: Psykiatrisk Undersögelse af Mandsfanger i Dan-
mark, Kbh. 1.1917, II. 1927.
Healy, Will.: Arch. of neurol. & psychiatry, 14,25.1925.
do. The individual delinqvent, Boston 1929.
Kinberg, Olof: Aktuella kriminalitetsproblem, Stockholm 1930.
Wimmer, Aug.: Meddelelser fra K.H. VI, IV, Kbhavn. 1928.
Kretschmer, E.: Körperbau & Charakter, Berlín 1922.
28 Læknablaðið 2005/91