Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 58

Læknablaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 58
1965-1974 / SVÆSINN HÁÞRÝSTINGUR Þess ber að gæta að augnlæknir skoðaði ekki þessa sjúklinga en farið var eftir augnbotnaskoðunum lækna taugadeildar. Afdrif eins sjúklings sem uppfyllti auðkenni svæs- ins háþrýstings tókst ekki að rekja en hann var út- lenskur að uppruna en hafði flust af landi brott. Hann var ekki talinn með hópnum. Afdrif allra hinna tókst að rekja svo viðunandi þætti, en athugunartími náði til 31. desember 1973. Sjúklingarnir sem athugaðir voru nánar voru alls 117. Skýrslur þessara 117 sjúklinga voru kannaðar og athuguð kyn- og aldursdreifing og hvenær greiningin var gerð. Athugað var upphafsgildi blóðþrýstings og stuðst við fyrsta skráða gildi sem mælt var af lækni. Langoftast fór það sem næst saman í tíma við skoðun augnlæknis en stundum munar nokkrum dögum. Könnuð var sjúkrasaga eftir skýrslunum m.t.t. ein- kenna frá hjarta- og heilablóðrás og það skráð sérstak- lega þegar sýnt þótti að sjúklingar hefðu haft angina pectoris eða fengið hjartaáfall (thombosis cerebralis s. Hemorrhagia cerbri) Athugað var hvað blóðurea hafði mælst þegar greiningin var gerð og hvort hjarta hafði á þeim sama tíma verið dæmt stækkað á rtg. mynd og þá farið eftir umsögn rtg.sérfræðinga í hvert sinn. Farið var yfir hjartaafritin sem tekin voru við greiningu m.t.t. þess hvort þau væru sjúkleg eða ekki og nánar m.t.t. vinstra greinrofs, infarktbreytinga (patólógískt Q), vinstri öxulbreytinga (5+30°) og loks breytinga svarandi til stækkunar á vinstri slegli (hypertrophia ventriculi sin.). Stuðst var að nokkru við auðkenni Sokolows og Lyons (4) og það talin stækkun á vinstri slegli ef greinilegar vinstri áreynslubreytingar (ST lækkun s 0,5 mm í V4, V, eða V6) voru til staðar og samfara þeim aukið QRS-útslag (SV^ + RV5 eða V6 5= 35 mm). Skráð var sérstaklega ef QRS-útslag var óvenju stórt (SV^ + RV, eða V6 45 mm). Þessara ofangreindu upplýsinga var leitað með það Fig. 1. Number ofpatients witli arterial hypertension admitted to tlie medical department of Landspital- inn Reykjavík (the Univer- sity Hospital). skilgreiningu notuðu Þorkell og Lennart Hanson síðar en það sem gefur íslenska efniviðnum sérstöðu er að sami augnlæknirinn, Kristján Sveinsson, hafði skoðað nær alla sjúklingana og þar með afmarkað efnivið rannsóknarinnar á óvenjulega samkvæman hátt. Hann á því stóran þátt i hve hér er um merka rannsókn að ræða. Eins og segir í titli greinarinnar náði rann- sóknin til 117 sjúklinga sem lögðust inn á lyflækningadeild Landspítalans á árabilinu 1957-1971. Tuttugu sjúklinganna höfðu IV. stigs augnbotnabreytingar og 97 höfðu III. stigs breytingar. Hlutfall háþrýstingssjúklinga sem uppfylltu skilmerki svæsins háþrýstings fór lækkandi á rannsóknartímanum, var 15,3% tímabilið 1957-1961,14,9% næstu fimm árin, en 8,9% árin 1967-1971. Höfundar færa sann- færandi rök fyrir því að hér sé um raunlækkun að ræða í nýgengi, en ekki skekkta mynd af við- fangsefninu. Hugsanlegar skýringar? „Líklegast er að hin síðari ár komist færri háþrýstingssjúkl- ingar á svæsna stigið en áður. Ástæður fyrir því gætu m.a. verið að til hafi komið betri greining og virkari meðferð gegn nýrnasjúkdómum en áður þekktist, t.d. með bættri rannsóknar- tækni og nýjum sýklalyfjum. Einnig er líklegt að vaxandi áhugi og virkari meðferð og eftirlit með vægari stigum háþrýstings valdi hér nokkru um enda þótt slíkt verði ekki fullyrt með vissu“ (1). Þegar afdrif sjúklinganna voru könnuð kom í Ijós að algengustu dánarorsakirnar voru heila- áfall (26,6%), hjartaáfall (22,8%) og nýrnabilun (22,8%). Vandaður útreikningur á lífslengdar- kúrfum sýndi ótvírætt að á íslandi sem annars staðar er svæsinn háþrýstingur alvarlegur sjúkdómur. Þessir útreikningar voru takmarkaðir við þá sem voru 65 ára eða yngri. í Ijós kom að 50% karlmanna og 40% kvenna höfðu látist fimm árum eftir greiningu. Skert nýrnastarfsemi (hækkað blóðurea) og hjartaritsmerki um þykknaðan vinstri slegil boðuðu skertar lífshorf- ur (um 60% látnir fimm árum eftir greiningu). I samanburði við rannsóknir sem gerðar höfðu verið áður en virk meðferð gegn svæsnum há- þrýstingi var tiltæk voru þessar lífslengdarkúrfur samt ótvíræður vitnisburður um miklar framfarir í meðferð. I rannsókn Keith o.fl. á ómeð- höndluðum háþrýstingi sem birt var 1937 kom í Ijós að 1 % sjúklinga með IV. stigs augnbotna- breytingar lifðu í fimm ár og 20% af sjúklingum með III. stigs breytingar. Þótt enn hafi dregið úr nýgengi svæsins háþrýstings er sjúkdómurinn ekki horfinn og þar sem afdrif eru háð meðferð er viðfangsefnið stöðug og mikilvæg ögrun fyrir læknastéttina. Nýjasta grein sem undirritaður hefur lesið um efnið birtist í Circulation 12. október sl. og fjallaði um stjórnun á blóðflæði í heila sjúklinga með svæsinn háþrýsting (4). Og enn voru III. eða IV. gráðu háþrýstingsbreytingar í augnbotnum lagðar til grundvallar greining- unni. Ýmislegt bendir til að háþrýstingsmeðferð á fyrri og vægari stigum eigi verulegan þátt i því að þetta lífshættulega vandamál er á undan- haldi eins og Þorkell og Snorri bentu á fyrir 30 árum og hefur haldiö áfram. Saga svæsins háþrýstings er því einn af köflunum í sigursögu læknavísinda á okkar tímum, þótt enn sé gríðar- legt starf óunnið bæði í greiningu en þó einkum meðferð háþrýstings almennt (5). Enn eitt veganesti tel ég að lokum að sækja megi til þessarar þrítugu rannsóknar sem hér er rifjuð upp. Greinin undirstrikar hversu vísinda- legir möguleikar magnast ef sjúkdómsgreining- ar byggjast á samræmdum og samkvæmum skilgreiningum. Eftir sameiningu sjúkrahúsa í stórar einingar sem á mörgum sviðum sinna nánast öllum sjúklingum landsins er Ijóst að samræmd skráning gefur gríðarleg rannsókn- artækifæri sem standa þó og falla með gæðum gagnanna, samræmingu og samkvæmni. Heimildir 1. Guðbrandsson Þ, Snorrason SP. Svæsinn háþrýst- ingur (III og IV stig). Rannsókn á sjúkdómsfari og afdrifum 117 sjúklinga á lyflækningadeild Landspít- alans 1957-1971. Læknablaðið 1974; 60:181-96. 2. Gudbrandsson T, Snorrason SP. Severe arterial hypertension (grade III and IV). A clinical study on 117 hypertensive patients admitted to the Depart- ment of Medicine, Landspítalinn, Reykjavík, 1957- 1971. Acta Med Scand Suppl 1976; 602:114-9. 3. Guðbrandsson T. Malignant hypertension. A clin- ical follow-up study with special reference to renal and cardiovascular function and immunogenetic factors. Acta Med Scand Suppl 650. Gautaborg 1981 (doktorsritgerð). 4. Immink, RV, Van den Borne BHJ, Van Vontfranz GA et al. Impaired cerebral autoregulation in patients with malignant hypertension. Circulation 2004; 110:2241-5. 5. Sigurðsson EL, Jensdóttir JH, Þorgeirsson G. Lyfja- meðferð háþrýstings í heilsugæslu. Erindi á heim- ilislæknaþingi á Akureyri 29.-30. október 2004. Heimilislæknaþingið 2004, dagskrá og útdrættir 2004; 35. 58 Læknablaðið 2005/91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.