Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 40
1 945-1954 / MAGA- OG SKEIFUGARNARSÁR alls er hér um 42 sjúklinga að ræða. Tvö tilfellin tví- sprungu (nr. 16 og 24.) I. Perforatio acuta á maga- og skeifugarnar- sárum Tafla nr. I ber með sér að fyrsti sjúklingurinn sem lagður er inn vegna þessarar komplicationar er op- ereraður 22. okt. árið 1923. Með öðrum orðum, eng- inn sjúklingur með þessari diagnosis eða með þennan sjúkdóm svo vitað væri hefir komið á spítalann á rúm- lega 20 fyrstu rekstursárum hans. Sjúklingatalan skiptir þó mörgum þúsundum á þessum árum. Að vísu hefir Reykjavíkurbær stækk- að aðallega eftir þann tíma og sjúklingaflutningar til bæjarins aukist og auðveldast frá því sem áður var. En St. Jósefsspítalinn var aðalsjúkrahúsið á Suðurlandi á þessu tímabili svo að ætla má að slík tilfelli hefðu verið lögð þar inn þegar unnt var, að minnsta kosti úr bænum og nágrenni hans og hefðu slík tilfelli komið á spítalann áður en þau voru in extremis má ætla að hinir snjöllu og ódeigu skurðlæknar er þar störfuðu hefðu ráðist í að gera á þeim prófskurð að minnsta kosti og þannig komist að orsökinni ekki síður en við peritonitis af öðrum ástæðum, acut appendicitis eða ileus sem farið var að operera þegar fyrstu árin og síðan í vaxandi mæli. Hins vegar mætti gera ráð fyrir að slík tilfelli hafi oftast komið of seint og því síður verið lagt í að gera skurðaðgerð á þeim. Nú getur perfor. ulc. pept. að vísu leynst undir ýmsum öðrum sjúkdómsheitum, svo sem botnlangabólga, peritonitis acuta, ileus o.fl. dauðir og einn dó úr hematemesis ...“ Niður- stöður rannsóknarinnar eru síðan sýndar í töflu 1-7. í töflu 4 er sýndur bráðabirgðaárangur af meðferðinni, 31 var einkennalaus, 19 voru skárri og 1 fékk engan bata. Staða þekkingar 1949 og 2004 Naer ekkert er spáð í orsakir þessa nýja sjúk- dóms í greinum Halldórs og Óskars enda voru þær algjörlega óþekktar. Útbreidd skoðun á þessum tíma var að ulcus pepticum stafaði af „hurry, curry and worry". Upphafið á skilningi á sjúkdómnum markast af grein áströlsku læknanna Warren og Marshall árið 1984 þar sem þeir lýstu gormlaga sýkli í magaslímhúð (1) og gerðu ítrekaðar misheppnaðar tilraunir til að rækta hann. Ræktunin tókst loks fyrir þau mistök að ræktunarskálar gleymdust í hitaskáp yfir langt páskafri. Sýkillinn var fyrst nefndur Champhylobacter pylori en þegar frekari rann- sóknir leiddu i Ijós að hann tilheyrði ekki þeim flokki sýkla þá var hann skírður eftir gormlagi sínu og kallaður Helicobacter pylori. Það tók svo læknavisindin um 10 ár að finna út hvernig H. pylori veldur ulcus pepticum en ennþá er samt margt óljóst í kringum sjúkdóminn. H. pylori sýking verður oftast á barnsaldri og er yfirleitt ævilöng og veldur ulcus pepticum á miðjum aldri en magakrabbameini á seinni helmingi ævinnar. Flestir (85%) lifa þó í sátt við sýkilinn með einkennalausa magabólgu. I dag er þessi sjúkdómur sem olli svo miklum usla fyrr á öldinni, læknaður með 7 daga sýklalyfja- kúr. Fróðlegt er að íhuga hvers vegna það tók svo langan tíma að finna út hlutverk H. pylori í ulcus pepticum þó sýkillinn hafi verið þekktur allt fráárinu 1870(2). I. Það var mönnum algjörlega framandi hugtak á þessum tíma að sýkill gæti lifað til lang- frama í súru umhverfi magans sem var sér- hannaður frá náttúrunnar hendi til að eyða sýklum. Þaðan af síður var því trúað að sýkill í slímhúð magans gæti valdið sjúkdómi. 2. Það var einnig framandi hugtak að sýkill þyrfti marga áratugi til að valda sjúkdómi. Björn Sigurðsson var fyrstur vísindamanna til að lýsa hægfara taugasjúkdómum af völdum veiru (3) og það tók langan tíma að fá viðurkenningu á þeirri hugmynd og enn lengri tíma að yfirfæra hana á magasjúk- dóma (4). Saga ulcus pepticum á íslandi er nátengd efnahag og þjóðfélagsþróun. Sjúkdómurinn virðist fyrst koma fram hjá kynslóðum sem fæð- ast um aldamótin 1900 og hann nær hámarki hjá kynslóðum sem fæðast milli 1920-30 en tíðnin fer fallandi eftir það (5) og ulcus pepticum af völdum H. pylori einum saman er fátíður sjúkdómur í dag og finnst nú nær eingöngu hjá eldra fólki. Sama þróun er hjá öllum þróuðum þjóðum en ísland var 30-50 árum á eftir flestum Vestur-Evrópuþjóðum. Það eru ennþá margar ráðgátur varðandi H. pylori og hvernig hann veldur mismunandi sjúk- dómum á mismunandi tímum. Ulcus pepticum virðist fyrst koma fram á 18. öld sem faraldur og þá fyrst sem „ulcus corporis ventriculi“ og einkum hjá konum. Síðan breytist sjúkdóms- myndin yfir í ulcus duodeni sem er ríkjandi hjá körlum (6). Óskar lýsir vel í grein sinni því sem hafði gerst í Skandinavíu. „Síðastliðin 20-30 ár hefur sjúkdómurinn skipt um ham á óskýran- legan hátt: áður var sjúkdómurinn tíðastur hjá konum sem ulcus corporis ventriculi en nú er hann tíðastur hjá karlmönnum og er oftast í skeifugörn eða í regio juxtapylorica." Óskar kemur til sögunnar á þeim tímapunkti þegar þróunin á íslandi er þannig að samkvæmt rannsókn hans á tímabilinu 1931-41 eru 60% af þeim sem hafa ulcus með magasár en á sama tíma eru 27% og 37% með magasár í Danmörku og Noregi. í bakgrunninum á þessari sögu er svo magakrabbamein sem oft fylgdi magasárum og nú er vitað að H. pylori er einnig megin orsakavaldur þess. Þessi saga sem Halldór og Óskar skrá svo vel er lærdómsrík vegna þess að hún lýsir hluta af sögunni um sibreytilegt samband hýsils og sýkils. Hér á eftir verður lýst mjög einfaldaðri mynd af allri sögunni um samband sýkils og hýsils og er henni skipt í fjóra kafla og sögulok. 1. Fyrsti kafli sögunnar nær sennilega yfir þróunarskeið mannsins allt frá því hann greindist frá öpum (7). Sýkillinn er þá hluti af náttúrlegri magaflóru mannsins (8) en magi sem er sýktur af Helicobacter er ekki eins súr og ósýktur magi þannig að aðrir sýklar og gerlar geta þrifist þar einnig. Helicobac- ter stjórnar sýrunni í maganum bæði með því að valda bólgu og einnig með boðefnum (9). Allur maginn er sýktur og jafnvægi ríkir milli Helicobacter og annarra sýkla og ulcus pepticum er mjög fátíður sjúkdómur. 2. Annar kafli byrjar hjá vestrænum þjóðum fyrir 100-200 árum eða eftir að iðnbyltingin fór að skila betri lífskjörum (10). Vannæring var ekki eins algeng og áður og mengun á mat mun minni. Jafnvægi raskast milli Helicobacter og annarra sýkla í maganum sem þola ver sýruna (11). Helicobacter tekur völdin í öllum maganum og fer að tjá meingen eins og Cag-A. Ulcus pepticum kemur fram sem magasár sem geta þróast yfir í magakrabbamein. 3. Þriðji kafli byrjar um aldamótin 1900 hjá flestum þróuðum þjóðum en um 1950 á íslandi. Þá hafa lífskjör, næring og hrein- læti batnað og H. pylori hörfar úr corpus magans og sest að í antrum. Þar truflar hann jafnvægi somatostatin og gastrin (12) þannig að gastrin hækkar í blóði og veldur offramleiðslu á sýru og skeifugarnarsárum. Súr magi verndar gegn magakrabbameini og algengi þess snarlækkar á þessu tímabili. 4. Fjórði kafli gerist á seinnihluta 20. aldar þegar hreinlæti er komið á það stig að klippt er á smitleiðir H. pylori (saur-munn leið) og algengi sýkilsins snarminnkar og þar með ulcus pepticum í öllum myndum. Algengi H. pylori hjá börnum á íslandi í dag er um 0,1%. Til viðbótar gerist það frá 1992 að þeim stofnum sem valda ulcus pepticum er útrýmt með sýklalyfjum, sérstaklega Cag-A stofnum (13). 5. Sögulok? Ef fer fram sem horfir þá verður H. pylori sýking orðin mjög fátíð hjá þróuðum þjóðum um og uppúr 2020 og þar með hverfur ulcus pepticum í sinni upprunalegu mynd. 40 Læknablaðið 2005/91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.