Læknablaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 25
1925-1934 / GLÆPIR OG GEÐVEIKI
brenglaðir að óhugsandi virtist að þeir gætu aðlagast
kröfum nútímaþjóðfélags, 12% voru haldnir ákveðn-
um geðsjúkdómi.
Loks hefir Caldwell 1929 gert rannsóknir á and-
legum þroska - gáfnafari - 492 drengja, að meðaltali
14 ára, og 252 stúlkna í Wisconsin sem gerst höfðu
sek um glæpi. - Gáfnafarið er oft gefið upp í gáfna-
farskvótanum en það er hlutfallið á milli gáfnafars-
aldursins og almanaksaldursins, - Gk = Ga/Aa. Ef
t.d. 10 ára unglingur aðeins leysir þau gáfnapróf sem
svara til 6 ára þá er Gk = 6/10 = 60%, eða 60 eins og
það er stytt venjulega.
Gáfnafarskvótinn er talinn haldast óbreyttur alla
ævi, frá 4-5 ára aldri. Kvóti á milli 86 og 105 er tal-
inn normal, undir 86 fyrir neðan meðalgáfur, yfir 105
meir en meðalgáfur. Meðal barna upp og niður voru
11,2 undir meðal, 349 yfir meðalgáfum; meðal krim-
inellu barnanna voru 64,9 undir en aðeins 1,6% yfir
meðaltalinu.
Nýlega hefir austurrískur læknir, próf. Michel, birt
mjög nákvæmar rannsóknir á nokkrum hundruðum
vana-glœpamanna. 83% þeirra höfðu meiri eða minni
einkenni geðveiki eða geðveilu. Nokkuð sama fann
áður próf. Reiss í Ludwigsberg, 88%. Auk almenns
andlegs vanþroska ber einkum á misvægi í tilfinninga-
lífi þessara manna. Orsakir afbrotanna mátti að heita
alltaf rekja til „meðfæddra“ eiginleika hjá mönnum
þessum. Hjá 11% virtist um ættgenga andlega veilu
að ræða, oft voru heilar fjölskyldur krimínellar og þær
eru vanalegar stórar. Vana-glæpamennirnir áttu að
meðaltali 4 systkini hver. Ökonomískar kringumstæð-
ur foreldranna vanalega góðar en afleitt fjölskyldulíf
vegna geðveilu foreldranna og einkum alkóhólisma
föðurins (í 40%). 20% = 5. hver þessara manna hafði
orðið brotlegur við hegningarlögin þegar á barns- eða
uppvaxtarárunum. Allskonar eiturnotkun er mjög al-
geng með vana-glæpamönnum, fyrst og fremst óhóf-
leg tóbaksnautn, alkóhólismi (50%), einnig morfín-
og kókaínnotkun. Oftast eru þeir hypersexuell og oft
sexuelt abnorm á einn hátt eður annan.
Rannsóknir þessar benda til þess að vana-glœpa-
menn séu að heita má allir eitthvað psykiskt abnorm-
ir.
Eins og ég tók fram þá er ekki til neinn sérstakur geð-
sjúkdómur sem glæpsemin sé aðaleinkennið upp á.
Og heldur ekki er til nein sérstök manntegund sem
glæpsemin sé sérkennileg fyrir. Lombrosos L'huomo
delinqvente er að geðveikralækna dómi ekki til í
hinni upprunalegu meiningu Lombrosos þó að rit
hans vafalaust eigi rót sína í raunveruleika eins og ég
síðar mun koma að. Hið einasta krimínella sérkenni
sem flestir víst viðurkenna að sé til er hið krimínella
augnaráð sem mér vitanlega engum hefir þó ennþá
tekist að lýsa en sem mjög æfðir spesíaldómarar og
mjög æfðir réttarlæknar telja sig þekkja með vissu.
Hvaða glæpi fremja geðveikir einkum?
Skýrslum um þetta virðist bera nokkuð vel saman
frá Norðurlöndunum og Þýskalandi. Ég tek því sem
dæmi skýrslu sem mér er vel kunn af vissum ástæð-
um.
1212 menn sem 1905-26 höfðu verið lagðir á VI.
deild á Kommunehospitalet í Kaupmannahöfn, ob-
servationis causa, voru langflestir, 745, þar vegna
auðgunarbrota, 233 vegna skírlífisbrota í víðustu
merkingu, 122 vegna ofbeldisverka. Aðrir glæpir voru
miklu sjaldgæfari (Wimmer).
Auðgunarglœpirnir eru vitanlega langalgengastir
eins og í öllum krimínalstatistíkum. Andleg afbrigði
þeirra er þá höfðu framið var fávitaháttur á ýmsum
stigum í 208 tilf. og svonefnd degeneratio psycho-
pathia, - eða andleg brenglun, án þess að um sérstak-
an geðsjúkdóm sé að ræða - í 243 tilf., þ.e.a.s. sumpart
menn sem fyrir skynsemisskort eða aðra vöntun veitir
erfitt að komast heiðarlega í gegnum lífið og sumpart
menn sem beint eru háðir asósíal og amórölskum
hvötum og tilhneigingum að mjög miklu leyti. Organ-
iskir heilasjúkdómar og alkóhól sem á líkan en máski
vægari hátt brýtur niður andlegar hömlur manna,
leggja drjúgan skerf til andlegs afbrigðiástands sem
verður valdandi margra þessara glæpa.
Annar aðalflokkurinn voru allskonar skírlífis-
brot, 213 voru í honum; var aðallega um 3 teg. andl.
abnormitets að ræða: fávitaháttur (60), degen. psycho-
pathia (70) og sljóvgaðir (43), aðallega fyrir elli sakir.
Þriðji aðalflokkurinn er ofbeldisverk, 122 afbrot.
Er hér oftast um degen. psychop. og fávitahátt eða
alkóhólismus að ræða, sjaldnar nokkuð um geðsjúk-
dóminn paranoia, melancholi, flogaveiki o.fl. - Di
Tullio sem ég áðan minntist á hefir haft tækifæri til
þess að rannsaka 400 morðingja. Hann álítur að 373
þeirra hafi verið psychisk abnorm með einu móti
eða öðru. 137 höfðu epilepsi, 175 „neurastheni", 45
degen. psychop. Kinberg álítur morðingja allt að 200
sinnum oftar geðveika en heilbrigða.
M.ö.o.: Vissir glœpir hljóta mjög að vekja grun um
geðveiki hjá þeim er þá fremja. En það eru einkum öll
hryðjuverk, morð, ikveikjur og aðrar skemmdir, mis-
þyrmingar og kynferðisglœpir sem hér koma til greina.
Alveg sérkennileg einkenni fyrir afbrot geðveikra eru
ekki til. Þó getur eins og ég minntist á tegund glœpsins
vakið grun um geðveiki; ennfremur getur það hvernig
liann er framinn leitt líkur að því að um geðveiki sé
að ræða, og loks það gagnvart hverjum glæpurinn er
framinn.
Sumir geðveikir, t.d. paranoia-sjúklingar og sjúkl.
rneð degen. psychopathia, geta verið afar útspekú-
leraðir í glæpum sínum eins og öðrum gerðum; fá-
vitar eru oft einnig talsvert útsmognir. Oftar eru
þó glæpir geðveikra frekar einskonar skyndibrögð,
óundirbúnir, illa eða rang-hugsaðir, klaufalega eða
Læknablaðið 2005/91 25