Læknablaðið - 15.01.2005, Page 11
RITSTJÓRNARGREINAR
„Varðveisla íslenskrar læknareynslu“
Vel fer á því við þessi tímamót Læknablaðsins að
draga fram greinar úr fortíðinni sem athyglisverðar
eru að bestu manna yfirsýn. Þorvaldur Veigar Guð-
mundsson rifjar upp einn áfanga á leið lækninga til
nýrrar aldar og velur til þess grein sem hann skrif-
aði sjálfur í blaðið. Ekki fer á milli mála að þar fer
grein sem er „læknisfræðilega mikilvæg og sígild" og
„dæmigerð fyrir þá þekkingu, sem þá var að ryðja
sér til rúms í læknisfræði, þ.e. notkun geislavirkra
efna við greiningu sjúkdóma og var alger nýjung hér
á landi“ (1). Einar Stefánsson fylgir hins vegar úr
hlaði grein Guðmundar Þorgeirssonar og félaga um
lýðheilsu sem byggist á gagnasöfnun Hjartavernd-
ar. í Hjartavernd hefur verið unnið merkilegt starf
á heimsmælikvarða. Einar hefði þó fullt eins getað
valið til að mynda leiðara sem hann skrifaði sjálfur
í Læknablaðið (2, 3). Komu þar fram tímamótaskoð-
anir um inntökuskilyrði til læknanáms sem voru tákn
um breyttan hugsunarhátt og nýjan skilning á þeim
eiginleikum sem góðan lækni mega prýða.
Þannig hefði ég til dæmis getað ritað leiðara um
viðhorf lækna til vinnunnar, um þjónustuna við sjúk-
lingana, aðgengi að hinum ýmsu greinum almennr-
ar og sérhæfðrar læknisþjónustu, sjálfstæði lækna,
undanlátssemi við miðstýringaráráttu, hlýjuna við
kjötkatlana, ánauðina sem fylgir velgjörðum án verð-
skuldunar eða tilefnis, beneficium accipere libertatem
est vendere (4) og fleira og fleira. Hugsanlega hefði
það getað orðið tímamótaleiðari. í anda Guðmundar
Hannessonar? En fáir fara í fötin hans Guðmundar
Hannessonar og allra síst ég. Og því ætla ég að víkja
aðeins sjónarhorninu að honum og draga athyglina
að einhverju sem máli skiptir og er skemmtilegt og
fróðlegt.
Guðmundur Hannesson var merkilegur læknir á
sinni tíð og raunar merkilegur fyrir margt annað en
lækningar. Hann var eins og kunnugt er héraðslæknir
með aðsetur á Akureyri á árunum 1896 til 1907 og
þjónaði allt úr Svarfaðardal til Svalbarðsstrandar að
meðtöldum Eyjafirðinum (5). Hefur það verið ærinn
starfi fullfrískum manni. En Guðmundur var Hún-
vetningur og af Guðlaugsstaðakyninu eins og allir
vita og ekki fisjað saman (6).
Hann segir í Læknablaðinu mörgum árum síðar:
„Meðan eg var héraðslæknir var mér það sönn ánægja
hve gott samkomulag var hvarvetna milli lækna og
góð vinátta við nánari kynni. Þá voru og deiluefnin
fá, því heita mátti að hver læknir hefði sinn afmark-
aða verkahring og nóg að gera. Það var þá t. d. venja
flestra lækna, er þeir komu á ferðalagi í annan bæ, þar
sem læknissetur var, að fyrst fóru þeir að heimsækja
stéttarbróður sinn, og brást þá ekki að tekið var við
manni opnum örmum. Það var ekki á hverjum degi
sem læknar hittust og skorti því ekki viðræðuefni.
Oftast varð þá læknisfræðin efst á baugi, vandamálin,
sem komið höfðu fyrir, erfiðar ferðir, sérstök áhuga-
mál o. þvíl.“ (7).
Það hefur vafalítið verið þessi þörf fyrir bræðra-
lag um fræðin og aðstæðurnar, sem kallaði menn
til samvinnu í læknafélögum fyrir meira en hundr-
að árum. Gerð var tilraun til að stofna „Hið fyrsta
íslenska læknafélag“ eins og það var kallað árið 1898.
í lagafrumvarpi þess var tilgangurinn sagður „að efla
samlyndi og bróðerni, samvinnu og persónulega við-
kynningu milli íslenskra lækna, að annast öll sameig-
inleg áhugamál læknastéttarinnar, halda uppi heiðri
hennar í öllu og vernda íslenzka læknareynslu frá
gleymsku". Þetta læknafélag komst því miður ekki
á legg og alþýðlegt tímarit um heilbrigðismál kallað
Eir, sem læknar höfðu ekkert með að gera, lognaðist
út af eftir taprekstur í tvö ár (8).
Guðmundur Hannesson er í félagsmálavafstri
sínu á ferð norðan heiða á árunum 1902-4 ásamt
með læknum á Austurlandi með félagsskap lækna og
Læknablaðið, sem hann gefur út handskrifað í fjölriti.
Félagsmál lækna komast ekki á legg fyrir alvöru fyrr
en Guðmundur Hannesson flytur til Reykjavíkur og
þá fyrst með stofnun Læknafélags Reykjavíkur 1909
og síðar Læknafélags íslands 1918. Guðmundur er
mikill hvatamaður stofnunar LÍ. Strax í fyrsta tölu-
blaði Læknablaðsins 1915 ræðir hann þýðingu slíks
félagsskapar til að efla samvinnu og bróðerni milli
lækna og auk þess að gefa út blað eða tímarit fyrir
lækna eingöngu (8).
í Læknablaðinu er að finna ýmis merk ummæli
mætra lækna sem vert er að halda til haga og okkur
í rauninni skylt „til að vernda íslenska læknareynslu
frá gleymsku" eins og áður hefur verið minnt á. Guð-
mundur Hannesson er enn á ferð 1933 þar sem hann
rekur mannfjöldaaukningu á íslandi um og eftir 1890
og framfarir í þjóðlífinu. Hann er sjálfur ekki í vafa
hverju sætir.
„Þessi miklu tímamót eru beinlínis verk gömlu
læknanna og ljósmæðranna," segir hann. „Það má taka
hattinn ofan fyrir þeim. En þeim var líka þakkað, því
að engin stétt í landinu naut slíkrar almenningshylli
sem læknarnir. Menn höfðu jafnvel oftrú á þeim og
fyrirgáfu þeim fjölda yfirsjóna, drykkjuskap o. fi. (9).“
Sigurbjörn
Sveinsson
Höfundur er formaður
Læknafélags Islands.
Læknablaðið 2005/91 11