Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Page 13
JAFNRETTI AN FEMINISMA, POLITIK AN FR.TÐA?
sagt að ekki sé hægt að tala um femínisma í eintölu. Hvað sameinar þá
femínisma eða femínista sem réttlætir að hugtakið sé afmarkað? Látum
einfalda orðabókarskilgreiningu þjóna sem byrjunarreit fyrir þessa um-
ræðu: „Femínismi er hreyfing eða kenning sem styður baráttu kvenna
fyrir jafiirétti“2 (Oxford Dictionary of Current English 2001).
Samkvæmt þessari víðu skálgreiningu er femínismi kenning eða hreyf-
ing sem einkennist af hollustu við þann málstað að breyta samfélagi og
menningu í átt til jafnréttás. Ohætt er að segja að hinir ýmsu femínismar
hafa lagt lóð á þær vogarskálar en framlag þeirra hefur verið mismun-
andi mikið eftir tíma og aðstæðum. Að því leyti er femínisminn samfelld
viðleitni, fi-amvinda sem gengur í bylgjum. Það er heldur ekki þannig að
eitt sjónarhom varpi öðrum óhjákvæmilega fyrir róða, þau geta lifað hlið
við hlið með mismunandi áhersluþtmga, oft í frjórri spennu, en öll í
sama verkinu. Þannig gátu borgaralegur og sósíah'skur femínismi lifað
hlið við hlið í lok 19. aldar, stefnt að sama markinu en þó tekist á, rétt
eins og Kvenréttindafélag Islands hefur lifað með mörgum róttækari
kvennahreyfingum í tímans rás.
En þótt enginn einn femínismi geti útilokað annan eða teldð sér sjálf-
skipað forræði þýðir það ekki að allir femínismar séu jafn öflugir eða
góðir. Femínismi og réttlæti em ekki spuming um smekk. Það sem ger-
ir einn femínisma betri en annan er það hreyfiafl sem hann býr yfir á til-
teknum tíma við tilteknar aðstæður. Það hreyfiafl er háð þeirri greiningu
á samfélagi og menningu sem stoðir hans byggja á, og þeim rökum sem
áorka að hreyfa okkur í átt að jafnrétti, eins og segir í orðabókarskil-
greiningunni á femínisma hér að framan. Um þetta snýst hin femíníska
rökræða og í henni verður hver og einn að vera tilbúinn að „lúta valdi
hinna betri raka“, svo fengin séu að láni hin fleygu orð Habermas um
upplýsta og óþvingaða samræðusiðfræði.
Fnimkvöðlar og hugmyndaarfnr
Ef femínismi er hreyfing eða kenning sem styður baráttu kvenna fyrir
jafnrétti, er athyglisvert að skoða tengslin þar á milli. Engum þarf að
blandast hugur um að uppspretta femínismans og helsta birtingarform í
gegnum söguna hefur verið aðgerðahreyfing (e. activism, movement)
2 A movement or theory supporting women’s right on the grounds of equality of the
sexes.“
II