Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Page 14
ÞORGERÐUR EINARSDÓTTIR
k\-enna. í þjóðfélagsumræðunni er mjög algengt að samasemmerki sé
milli hugtaksins femínisma og kvennahreyfingar í merkingunni atburða-
saga eða aktívismi. Sú söguskoðun er hins vegar takmörkuð þ\í hún
horfir ffam hjá langri hugm\mdasögu femínismans, og nú síðast þekk-
ingarsköpun hans og kenningasmíð.
Ray Strachey varpar skýru ljósi á þetta í bókinni The Cause frá 1928
þar sem hún gerir einmitt greinarmun á hre\Tfingu og athöfnum annars
vegar og femínískri kenningu eða hugm\ndakerfi hins vegar (Strachey
1928/1978). I þessu augnamiði nefnir hún til sögunnar Mary Wollstone-
craft og Hönnuh More og framlag þeirra til jafnréttis. Hannah More var
bresk góðgerðarkona sem stofnaði sunnudagaskóla og sumarbúðir í
Bretlandi. Sem slík var hún frumkvöðull, ffamlag hennar fólst í að víkka
út þann þrönga bás sem konum var skipað á og fordæmi hennar skapaði
öðrum konum rými til opinberra athafna. En hún var andsnúin kv enna-
baráttu, m.a.s. yfirlýstur andfemínisti. Hugmyndafræði hennar byggði á
íhaldssamri kvenímynd, hún taldi að konur ættu ekki að taka að sér hlut-
verk í hinu opinbera lífi nema hafa fyrst uppfyllt kvenlegar sk\ddur sín-
ar við heimilið (Strachey 1928/1978).
Mary Wollstonecraft skrifaði bók sína A Vindication of the Rights of
Women, árið 1792. Engin fjöldahreyfing spratt upp eftir útgáfu bókar
Wollstonecraft, ekki ffekar en fyrst í stað eftir útgáfu Hins kynsins eftir
Simone de Beauvoir um miðja síðusm öld. Ollum ber þó saman um að
báðar séu með merkari áföngum í sögu kvennabaráttunnar. Hugm\-nda-
arfur beggja er ótvíræður innan femínismans, þær eru merkisberar hins
fræðilega femínisma síns tíma. Wollstonecraft færði heimspekileg rök
fyrir jöftium rétti karla og kvenna með því að heimfæra hugm\Tidir
frönsku byltingarinnar upp á konur (Wollstonecraft 1978). Aður hafði
Olympe de Gouges, útvíkkað mannréttindayfirlýsinguna ffá 1789 til að
ná einnig til kvenna (Olympe de Gouges 1979). Hugmyndir Wollstone-
craft um borgararétt kvenna endurspegluðust í kröfum kvenréttinda-
hreyfingarinnar um öld síðar. En hugmyndir hennar voru miklu \i'ðtæk-
ari en hugmyndir súffragettanna, sem börðust í anda frjálslynds
femínisma fyrir kosningarétti kvenna. Þær náðu sem kunnugt er einung-
is til kvenna í efri stéttum, í samræmi við kosningarétt karla á þeim tíma.
Hinn víðtæki ffæðilegi arfur Wollstonecraft re\mdist mikilvægt vega-
nesti fyrir fjöldahre\dingu sem spratt af stað löngu eftir hennar daga.
Munurinn á Wollstonecraft og Moore er mikilvægur. Moore var með
12