Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Page 15
JAFNRETTI AN FEAUNISMA, POLITIK AN FRÆÐA?
fordæmi sínu tákn f\TÍr breytt og breikkuð hlutværk kvenna í samfélag-
inu, fyrir aukinn hlut kvenna í félagslegum, pólitískum og borgaralegum
skilningi. En hún var ekki kvennapólitískt meðvituð. Wollstonecraft
kom hins vegar óskum kvenna og þörfum í orð, hún var hugsuður sem
hneppti kröfur kvenna í samfellt hugmyndakerfi og renndi heilsteyptum
fræðilegum stoðum undir þá gagnrýni sem barátta kvenna átd síðar eft-
ir að byggjast á. Hún var tákngervingur femínista, fyrir henni varfemín-
ismi meðvitað, pólitískt val (Strachey 1928/1978).
Hreyfing ogfemínísk breyfing
Þótt Hannah Moore væri and-femínisti fór ekki hjá því að breytni henn-
ar væri lóð á vogarskálar jafhréttisins á þeim tíma og í því samfélagi sem
hún lifði. En hreyfiafl athafna hennar fólst eingöngu í því að það var stíl-
brot við reglur samfélagsins. Hefði Moore myndað fjöldahreyfingu á
sínum tíma á grundvelli hugmynda sirma og boðskapar, er ljóst að sú
hreyfing hefði ekki stefht að kynjajafhrétti. Þetta leiðir okkur að hinum
hluta skilgreiningarinnar á femínisma, umræðunni um femínisma sem
hreyfingu, aðgerðir og baráttu, og spurningunni um hvort allar aðgerð-
ir kvenna og hræringar séu femínískar.
Aðgerðahreyfingar kvenna hafa hingað til átt tvo hápunkta. Alda-
mótahreyfingin sameinaði sjónarmið hinna ólíkustu hópa sem viku öðr-
um ágreiningsmálum til hliðar í baráttu fyrir sameiginlegu markmiði,
kosningarétti. Samnefnarinn í hinni praktísku baráttu var borgaralegur
eða ffjálslyndur femínismi, það er, jafnrétti á forsendum ríkjandi þjóð-
skipulags. Þessar hugmyndir voru nægilega róttækar og höfðu þann
sprengikraft sem þurfti til að koma á breytingum.
Sama róttækni einkenndi nýju kvennahreyfinguna á sjöunda og átt-
unda áratugnum. Þá var (fiæir löngu) búið að ryðja úr vegi formlegri og
lagalegri útilokun og banni við mismunun, ekki síst fyrir tilstilli hins
frjálslynda femínisma. Baráttan fyrir raunverulegri hlutdeild kvenna í
samfélaginu var hins vegar rétt að hefjast. Konum var tekið að leiðast
þófið. Hreyfingin sameinaði til að byrja með ólík litbrigði femínismans,
einkum róttækan femínisma og marxískan eða sósíalískan femínisma, en
ljóst var að frjálslyndur femínismi átti færri svör við þeim viðfangsefnum
sem blöstu við. Marxískur femínismi var síðar gagnrýndur fyrir að vera
ekki nógu næmur á menningarleg gildi og smætta kvennabaráttu niður í
i3