Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Side 18
ÞORGERÐUR EINARSDOTTIR
yrði að pólitísku og femínísku afli. Kvennaffíið var táknræn og stórbrot-
in kvennaaðgerð, það kviknaði sem femínísk hugmynd en það er og
verður álitamál að hve miklu leyti aðgerðin sjálf var femínísk.
Aræðin sem logi, ásækin sem brim
Með dæminu um kvennafríið vil ég bæta enn við skilgreiningu Delmar
hér að framan. Femínísk aðgerð þarf að vera gagnrýnin og meðvituð -
og miða að leiðréttingu óréttlætis, eins og afstaða Delmar ber með sér,
og til þess verður hún að búa yfir þekkingu og yfirsýn. En hún þarf líka
að vera afl sem megnar að hreyfa við samtímanum, hún er vaxtarbrodd-
urinn og fylkingarbrjóstið. Femínísk hreyfing þarf að vera djörf. Hún
þarf að vera „ásækin sem logi og áræðin sem brim, og hræðast hvorki
brotsjó, né bálviðra glym“, eins og segir í ljóðinu góða eftir Olínu And-
résdóttur um íslenska sjómannsblóðið. Samkvæmt þessu er ekki hvaða
kvennaaðgerð sem er femínísk hreyfing. Aðgerð eða hreyfing sem stað-
festir eða ítrekar ríkjandi gildismat og fyrirkomulag ffemur en að ögra
því, er ekki femínísk. Mæðrastyrksnefnd er t.d. ekki femímsk hreyfing í
þessum skilningi þótt markmið hennar sé bæði göfugt og háleitt og ekki
heldur saumaklúbbar landsins, nema í undantekningartilvikum.
Drögum nú aðeins saman þær spurningar sem Kvennaffíið og ffiðar-
hreyfing kvenna við Greenham Common vekja. Femínismi kallar á eitt-
hvert tiltekið vitundarstig (sem er að sjálfsögðu breytileg stærð), en það
er þó fyrst og ffemst hin sameiginlega vitund og reynsla sem gerir hreyf-
ingu eða aðgerð femíníska. Femínismi byggir á tilteknum samfélags-
skilningi, hann er útfært hugmyndakerfi og greining á kynjamun og
valdamisræmi kynjanna. Og síðast en eklci síst felur femínismi í sér
hreyfiafl eða sprengikraft, erindi hans við samfélagið ögrar ríkjandi
hefðum, gildismati og valdahlutföllum.
Það er þetta sem gerir femínisma að lifandi, dýnamísku afli og skýrir
hvers vegna hinir ýmsu femínismar rísa og hníga í tímans rás. Erindi
þeirra er mismunandi brýnt eftir aðstæðum. Það sem er róttækt á einum
tíma er tæmt af ögrandi innihaldi á öðrum tíma, það er „business as usu-
al“. Og um þetta snýst hin femíníska rökræða. Að sjálfsögðu eru margar
hreyfingar og aðgerðir sem styðja hagsmuni kvenna og þoka kynjajafn-
rétti áleiðis - þótt engin djúpstæð kvenfrelsiskenning liggi þar að baki.
16