Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Síða 20
ÞORGERÐUR EINARSDOTTIR
dæmi um konu sem hvorki á framlag til fræða né aðgerða, hvorki
kvennaaðgerða né femínískra aðgerða. I reynd er hún „fjarvistarsönnun"
(e. alibi), boðskapur hennar er ítrekun á ríkjandi fÁTÍrkomulagi og \dnn-
ur gegn jafnrétti og femínisma. Margar áberandi konur í þjóðh'finu passa
inn í þennan reit en hér mun þó engin nafhgreind.
JAFNRÉTTISHUGTAKIÐ
Víkjum þá að hugtakinu jafnrétti. Jafnrétti er flókið hugtak sem hverfist
um hið góða, réttláta þjóðfélag (Rawls 1971, Dworkin 2000). Orðið
jafnrétti felur óhjákvæmilega í sér samanburð, enginn getur verið jafn
sjálfum sér. I kynjaumræðunni eru kynin borin saman. Femínistar hafa
gagnrýnt hefðbvmdnar túlkanir frjálslyndisstefnunnar á jafnréttis- og
réttlætishugtökum á þeim forsendum að bókstafstúlkanir sem ekki taka
mið af kynjamun og valdamisræmi k\njanna draga taum karla og ann-
arra ráðandi hópa samfélagsins (Phillips 1990). I sama anda hafa feim'n-
istar gagnrýnt hið neikvæða ffelsishugtak sem felur í sér bann við íhlut-
un. Það dugi ekki til ef afnema á kynjamisrétti, til þess þurfi að koma
aðgerðir. Hefðbundin greining rétdætis á rætur að rekja til Aristóteles-
ar sem greindi á milli réttiátrar skiptingar gæða annars vegar og jöfnuð-
ar hins vegar, í merkingunni endurheimt jafnvægis eða, með öðrum orð-
um, leiðréttingar á ranglæti. Jafnréttishugtak femínismans byggir á
síðarnefhdu hugm\ndinni, þ.e. jafnrétti sem leiðréttingu óréttlætis (Sig-
ríður Þorgeirsdóttir 2001:77-78).
Þróun jafnréttishugtaksins í alþjóðastraumum
Formlegt jafnrétti er víðast hvar tryggt með innlendri löggjöf og aðild
að alþjóðasamþykktum (Erna Hjaltested 1998).4 Jafnréttismál á Islandi
4 M.a. í Mannréttindasáttmála Evrópu, sem fullgiltur var af Islandi 1953, samningi
Sameinuðu þjóðanna um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, fullgiltur af Islandi
1979, samþykktir Alþjóðavinnumálastofriunarinnar ILO, nr. 100/1951 um jöfn laun
kvenna og karla fyrir jafnverðmæt störf, fullgilt af Islandi 1958, og nr. 111/1958 um
skyldur stjórnvalda til að útrýma öllum misrétti á vnnnumarkaði, þar með talinni
mismunun vegna kynferðis, fullgilt af Islandi 1961, Kvennasáttmáli SÞ (samningur-
inn um afnám allrar mismununar gagnvart konum), samþvkktur á allsherjarþingi SÞ
1979, fullgiltur af íslandi 1985.
18