Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Qupperneq 23
JAFNRFTTI ÁN FEMÍNISMA, PÓLITÍK AN FRÆÐA?
Andstaðan við sértækar aðgerðir hefur gengið í gegnum endurnýjtm líf-
daga síðustu misseri, einkum í herbúðum nýfrjálshyggjusinna. Því er
haldið fram að sértækar aðgerðir stangist á við algildi borgaralegra rétt-
inda og með þeim sé skapað nýtt misréttd með því að brjóta á körlum
(McElroy 1996, Sigríður Asthildur Andersen 2000). Sértækar aðgerðir
ýti undir það sjónarmið að konur séu hjálparþurfi og að slíkt sé niður-
læging fyrir konur. Þessi orðræða er hávær í íslenskri samfélagsumræðu,
sérstaklega netmiðlunum, þótt hún sé ekki að sama skapi vel undirbyggð
(Birgir Már Daníelsson 2002; Hulda Þórisdóttir 2002; Margrét Einars-
dóttir 2002; Egill Helgason 2002a; Björgvdn Guðmundsson 2000). Þessi
sjónarmið tengjast ekki síst þeirri rangtúlkun að þýða hugtakið „positive
action“ eða „affirmative action“ sem „jákvæða mismunun“ í stað þess
þess að þýða það sem „sértækar aðgerðir“ sem er raunveruleg merking
þess (Margrét Erna Hjaltested 1998). Þessi sjónarmið horfa fram hjá því
að við núverandi aðstæður í samfélagi okkar og menningu njóta karlar
kynferðis síns.
Samþætting
Núverandi stefna Evrópusambandsins er samþætting og á rætur að rekja
til kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Peking 1995. Samkvæmt
henni er ekki litið á konur sjálfar sem uppsprettu vandamálsins, heldur
er sjónum beint að stofhunum samfélagsins og hvernig þær skapa og
endurskapa kerfislægt kvTijamisrétti. Samþætting er, samkvæmt nokkuð
víðri skilgreiningu Evrópuráðsins, „þegar kynja- og jafnréttissjónarmið-
um er fléttað inn í alla stefnumótum á öllum stigum og af öllum aðil-
um“.7
Hugsunin er sú sama og að baki sértækum aðgerðum, þ.e. jöfnun sem
felst í að leiðrétta, en hér er gengið skrefi lengra því hugsunin er ekki að-
eins að leiðrétta stöðu kvenna gagnvart körlum, eins og í sértækum að-
gerðum, heldur að leiðrétta kerfið, laga það að samfélagslegum þörfum
beggja kynja. Samþættingarhugm\Tidin byggist á því að skoða kynferði í
va'ðara samhengi en fiær, að takast á við hina kerfislægu kynjun en ekki
Gender mainstreaming is the (re) organisation, improvement, development and
evaluation of policy processes, so that gender equality is incorporated in all pohcies
at all levels and at all stages, by the actors normally involved in policy-making
(Council of Europe, 1998, bls. 14).