Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Blaðsíða 30
ÞORGERÐUR EINARSDÓTTIR
(amnnuþátttaka, ktTijaskipting starfa, hlutfall k\'enstjómenda, og at-
vánnuleysi). Launamunur k\Tija hafði minnkað í sumum hópum en auk-
ist í öðrum.16 Þessar breytingar era þó að verulegu levti til komnar
vegna hagstæðra \Tri skilyrða og efnahagslegrar uppsveiflu en ekki opin-
berra jafnréttisaðgerða að mati Lilju (Lilja iMósesdóttir 2001). Jafnrétt-
isvísitölum hefur ekki verið beitt á fleiri sviðum hérlendis en vinnumark-
aðinn, en hér á eftir verður rýnt örstutt í þróun nokkurra málaflokka.
„Fullkomið jafnréttiu?
„Hér á Islandi og í Vestur-Evrópu eru skihTði til að innan skamms verði
fullkomið jafnrétti kynjanna ... Regluverki samfélagsins hefur verið
breytt svo hvergi hallar lengur á konur. Auðvitað er sjálfsagt að leiðrétta
launamun og fjölga konum í æðstu stöðum í atvinnulífinu, en ef marka
má fyrri árangur í jafnréttisbaráttunni gerist það fljótlega“ (Egill Helga-
son 2002a). Sú skoðun hefur skotið rótum meðal þröngs hóps í fjöl-
miðlaumræðunni að jafnrétti sé eiginlega náð - og það sem á vanti sé
tímaspursmál. Þótt aldrei sé hægt að smætta jafnrétti niður í einfalda
hausatalningu, eins og ætla mætti af tilvitnuninni hér að frarnan, þá er
hausatalningin engu að síður mikilvæg sem fyrsta skref. I anda hinnar
upplýstu og ff jálsu samræðu verður íslenskri nmræðu því mætt á því stigi
sem hún er.
Stjómmálin. Stjórnmálaþátttaka kvenna er algengur mælikvarði á jafn-
rétti. A töflunni hér að neðan sést hlutfall kvænna í sveitarstjórnum frá
1974 til 2002.
Tafla 1. Hlutfall kvenna og karla í srveitarstjórnarkosninguni 1974—2002
1974 1978 1982 1986 1990 1994 1998 2002
Karlar 96,3 93,8 87,6 80,8 78,2 75,2 71,2 68,8
Konur 3,7 6,2 12,4 19,2 21,8 24,8 28,2 31,2
(Heimild: Landsbagir)
Hlutfallið var mjög lágt allt til ársins 1982 þegar Kvennaframboðin
komu fram á sjónarsviðið. Þá hækkaði hlutfall kvænna um helming, úr
6% í 12%. Sé miðað við tímabilið ffá 1986 og 2002, þ.e. síðustu 16 ár,
16 Vísitalan hækkar úr 35 í 37 frá 1992-2000. Til samanburðar má geta þess að Svíþjóð
hefur tölugildið 56 á þessari sömu vn'sitölu árið 2000.
28