Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Blaðsíða 31
JAFNRÉTTIÁN FEAIÍNISMA, PÓLITÍK ÁN FRÆÐA?
hefur hlutfall kvenna hækkað um 0,75% á ári. Með sama framhaldi tek-
ur um aldarfjórðung að jafna hlutfall kynjanna í sveitarstjórnum.
Kona var fyrst kjörin á Alþingi 1922 og það tók um hálfa öld uns hlut-
fall kvenna var komið upp í 5%, árið 1979. Við tilkomu Kvennalistans,
sem var öflug femínísk aðgerð, 1983 jókst hlutfallið úr 5% í 15% eins og
sést á töflunni hér að neðan.
Tafla 2. Hlutfall kvenna og karla á Alþingi 1979-1999
1979 1983 1987 1991 1995 1999
Karlar 95,0 85,0 79,4 76,2 74,6 65,1
Konur 5,0 15,0 20,6 23,8 25,4 34,9
(Heimild: Jafnrétti og lýðrœði 1999)
í þingkosningum, árið 1999, jókst hlutfallið um 10% milli kosninga. Þar
munaði mestu um Samfylkinguna en kynjaskipting þingflokksins er nán-
ast jöfh (53% konur). Ef Samfylkingin væri á sama róli og aðrir þing-
flokkar (25-33% konur) hefði konum ekki fjölgað.
Sé litið á tímabilið frá 1983, eftir að áhrifa Kvennalista fór að gæta,
hefur hlutfallið aukist um 1,2% á ári. Þróunin á hinum Norðurlöndun-
um hafði verið langtum hraðari en á Islandi. I byrjun níunda áratugarins
voru þingkonur þar orðnar fjórðungur þingmanna en voru enn um 5%
hér á landi. Ljóst er að lítið hefði gerst ef ekki hefði komið til sú femín-
íska aðgerð sem fólst í stofnun Kvennalistans og hið háa hlutfall kvenna
í Samfylkingunni. Með sama framhaldi tekur nærri tvo áratugi að jafna
hlut kynjanna.
Fjölmiðlamir. Hlutur kvenna í fjölmiðlum er önnur vísbending sem not-
uð hefur verið sem mælistika á stöðu og þróun jafnréttdsmála. Sérstak-
lega hefur sjónum verið beint að hlut kvenna í fréttum, einkum sjón-
varps. Elstu tiltæku gögnin eru kannanir Sigrúnar Stefánsdóttur frá
níunda áratugnum. Hún fann að árið 1986 voru konur um 13% viðmæl-
enda fréttastofu Sjónvarps. Arið 2001 birtust konur í um 27% af útsendu
efhi á fréttatímum sjónvarps (í könnun sem náði til Sjónvarpsins og
Stöðvar tvö). Hins vegar var talað mál kvenna um 15% á móti 85%
karla. I töflunni hér að neðan er miðað við hærri töluna. I könnuninni
kemur einnig ffam að það er einkum í minningargreinum og slúðurdálk-
um sem konur fá umfjöllun.
29