Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Page 33
JAFNRÉTTI ÁN FEMÍNISMA, PÓLITÍK ÁN FR.FÐA?
kvenna í opinberum nefndum skyldi vera orðið 30% í lok tímabilsins.
Það markmið náðist 2001. Enn eru konur fjórðungur eða minna í nefnd-
um fimm ráðuneyta, en það eru samgöngu-, utanríkis-, sjávarútvegs-,
landbúnaðar- og iðnaðarráðuneyti. Með sama áframhaldi verða kynja-
hlutföllin jöfn eftir tvo áratugi. I núverandi framkvæmdaáætlun,
2002-2004, hafa hins vegar öll ráðuneyti að utanríkisráðuneytinu und-
anskildu sett sér töluleg markmið. Hér hefur ekki verið skoðað á hvaða
sviðum konum hefur fjölgað, en ljóst er að það er afar misjafnt eftir póli-
tísku vægi sviðanna.
Hér hafa einungis verið skoðuð örfá svið þar sem staðtölur eru til-
tækar. Þær vekja spurningar um enn fleiri svið svo sem efnahagsleg völd,
stjómir og eignarhald stórfyrirtækja og fjármálafyrirtækja. Gögn um
þetta liggja ekki fyrir en það sem hér hefur verið rakið ætti engu að síður
að gefa okkur vísbendingu um hvers er að vænta þar. Eins og sjá má af
þessum dæmum miðar jafnrétti ffernur hægt og mikið misræmi er milli
samfélagslegrar þátttöku kvenna (atvinnuþátttaka, menntun) og hins
vegar áhrifa þeirra og sýnileika í þjóðfélaginu. Einmitt þetta hafa femín-
istar tekið til marks um valdamisræmi kynjanna og þörfina fyrir kvenna-
og jafnréttisbaráttu sem byggir á femínískri þekkingu og greiningu. Það
er einnig athyglisvert að þau dæmi sem sýnd hafa verið gefa innsýn í það
hreyfiafl eða sprengikraft femínismans, sem rætt var um í kaflanum að
framan. Þegar femínísk hreyfing er sem virkust, gerast hlutir hratt.
Umræða og lokaorð
í myndinni hér að neðan er leitast við að sýna áherslumuninn milli fem-
ínisma og jafnréttis með þvd að staðsetja noklcuð af því sem fjallað hefur
verið um í kaflanum í skurðpunktinn milli þeirra. Myndin tengir þessa
umræðu einnig við umfjöllunina um femínisma sem kenningu og hreyf-
ingu hér að framan. Myndin talar að mestu leyti fyrir sig sjálf. I nokkrum
reitanna eru hugtök og dæmi sem ekki hafa verið kynnt til sögunnar, en
eiga að varpa skýrara ljósi á það sem um ræðir.
í myndinni er gefið til kynna að jafnrétti eða jafnréttisaðgerð geti verið
til án femínisma, svo sem framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafn-
réttismálum. Hins vegar felur myndin í sér að erfiðara sé að finna fem-
ínisma sem ekki stuðlar að jafnrétti. Hér eru þó nefnd dæmi um mæðra-
3i