Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Page 35
JAFXRETTI AN FEMINISMA, POLITDC AN FRÆÐA?
k\ æmt þessu er ekki hvaða kvennaaðgerð sem er femínismi eða femínísk
hre\-fmg. Hér hafa rök verið færð að því Kvennafríið hafi verið kvenna-
aðgerð frekar en femínísk aðgerð. Aðgerðahreyfing eða atburðir í þágu
jafiiréttis kvenna geta vel komið til án femínisma og femínískrar þekk-
ingar. Alveg á hhðstæðan hátt getur opinber jafnréttispólitík verið til án
femínisma, samfélagslegrar þekkingar hans og greiningar. Sá aðskilnað-
ur er hins vegar léleg nýting á kröftum og fjármunum og ein skýringin á
því hve hægt miðar í jafnréttismálum.
I dag er fátt sem sameinar konur, eða hagsmuni þeirra, á jafn aug-
ljósan hátt eins og gerðist í þau tvö skipti sem aðgerðahreyfing kvenna
stóð í sem mestum blóma. Aleð fáum en sterkum undantekningum, svo
sem Bríeti félagi ungra femínista, er hin femíníska aðgerðahreyfing því í
dvala í vissum skilningi. En áður en það gerðist tókst henni að rækta af-
leggjara innan kerfisins, þar sem nú er hin opinbera jafnréttispólitík.
Stofnanavæðing jafnréttisbaráttunnar er dæmi um áþreifanlegan árang-
ur k\ ennahre\'fingar og femínisma. Htin er afrakstur af áratuga baráttu
kvenna fy rir því að samfélagið viðurkenndi og styddi baráttu þeirra fyr-
ir f\TÍr raunverulegu jafhrétti. Hér að framan var sýnt ffarn á að þörfin
fýrir þá baráttu er enn í fullu gildi.
Þótt aðgerðahrevfingin sé iðulega hinn sýnilegi armur femínismans er
mikilvægt að segja alla söguna. Femínisminn er ekki einungis atburðir
og aðgerðasaga. Slíkur skilningur er varasamur þ\d hann staðfestir gaml-
ar hugmymdir um karla sem hugsandi vitsmunaverur, en konur sem jarð-
bundnar aðgerðaverur: Karlar skrifa og hugsa - konur framk\ æma. Þessi
skilningur horfir líka fram hjá þ\d að hugmyndir eru hreyfiafl, þær skapa,
breyta og umbylta. Eitt sterkasta vígi femínismans í dag eru hin femín-
ísku fræði innan háskólanna (Segal 2000:6), kvænnabarátta dagsins er
ffæðileg barátta háð við lyklaborð með orðræðu hugmyndaarfsins. Sú
barátta gengur í senn út á að breyta vísindunum og samfélaginu.
Það er komið að þáttaskilum í jafnréttisstarfinu. Það er löngu tíma-
bært að koma á stefnumóti milli jafnréttispólitíkur og femínisma. Það er
kominn tími til að renna ffæðilegum stoðum undir hið opinbera jafn-
réttisstarf og \nrkja enn betur það hreyfiafl sem býr í fræðilegum femín-
isma. Það er kominn tími fýrir femínismann að endurheimta hlutdeild í
skilgreiningar\-aldinu yfir jafnréttispólitíkinni, sem hann eitt sinn gat af
sér.
33