Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Page 42
DAGNY KRISTJANSDOTTIR
anna inn á ákveðnar brautir. Og nú kynni einhver að spyrja: Hver er
munurinn á Britneyju Spears og Mjallhvíti - báðar syngja þær fyrir stór-
hrifna aðdáendur (dverga?) og báðar fengu þær prinsana sína þó að við
vitum bara hvernig Brimeyjar saga endaði (hún sleit sambandinu við
sinn prins) en ekki Mjallhvítar.
A meðan litla systir horfir á Mjallhvíti (eða Brimeyju) gæti stóra syst-
ir hennar verið að lesa ástarsögu í bókaflokknum Rauðu seríunni sem As-
útgáfan á Akureyri gefur út. Utgáfan gefur út fimm þýddar skáldsögur
mánaðarlega, í samtals 13.500 eintökum. Tæpur þriðjungur upplagsins
fer til fasma áskrifenda, 80% áskrifenda taka allar fjórar seríurnar og
fimmm söguna í ódýrara blaðformi.5 Forlagið hefur fjórtán þýðendur í
vinnu. Allar bækur sem Asútgáfan kaupir til þýðingar eru fengnar frá
kanadíska forlagsrisanum Harlequin Enterprise Ltd. sem gefur út fjórt-
án seríur sem þýddar eru á 23 tungumál. Harlequin framleiðir yfir 160
milljónir bóka árlega.6 Asútgáfan gefur út fjórar ritraðir mánaðarlega.
Þær eru nefndar eftir þema hverrar ritraðar og hver þeirra hefur sín ein-
kenni þó að ástin sé í forgrunni þeirra allra. Ritraðirnar eru kallaðar: Ast
og afbrot, sjúkrahússsögur, ástarsögur og örlagasögur. Það eru eingöngu
konur sem skrifa ástarsögurnar og nánast alfarið konur sem lesa þær -
svo vitað sé.
Aðalsmerki góðrar ástarsögu er að virða hinar sterku hefðir og venjur
bókmenntagreinarinnar um leið og hver höfundur hefur ffelsi til að út-
færa þessar venjur á sinn hátt svo fremi sem sagan endar vel og elskend-
urnir ná saman. Bandaríski bókmenntafræðingurinn Kristin Ramsdell
skilgreinir hina einu sönnu ástarsögu þannig: Það er saga sem segir frá
þróun og fullnægjandi niðurstöðu í ástarsambandi milli tveggja aðalper-
sóna, skrifuð þannig að lesandi taki tilfinningalegan þátt í tilhugalífinu
sem lýst er. Þetta er góð skilgreining sem felur í sér átök spennandi per-
sóna sem lesandinn stendur með og gleðst innilega með þegar allt fellur
í ljúfa löð í sögulok.
Þrátt fyrir þær hömlur sem hefð og væntingar leggja á höfundana
tekst mörgum þeirra að skrifa verulega grípandi bækur. Þá er gjarna sagt
að þeir séu óvenjulega góðir ástarsagnahöfundar, hefji sig yfir bók-
5 Viðtal við Rósu Guðmundsdóttur, Asútgáfunni, Akureyri, tekið af Þórunni Jóns-
dóttur í sambandi við verkefni sem hún gerði í námskeiðinu Astarsögur, vorið 2002
við Háskóla íslands.
6 Sjá: http://www.eharlequin.com/harl/globaIs/about/00bkrdl 1 htm#HISTORY.
Ramsdell: 1999, 5.
4°