Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Page 45
LJÚFT ER AÐ LÁTA SIG DREYMA
Tania Modleski. Hið hugmjTidafræðilega markmið er að sætta konur vdð
kúgun og misnotkun.1-
Karlhetjan er hins vegar ekki sæl af sínu hlutskipti. Karlinn þjáist og
lítur ekki glaðan dag af þrá eftir kvenhetjunni. Hann ræður ekkert við
það heldur. I sálfræðilegum krumpum karlhetju og þjáningum býðst
kvenlesendum bæði hefnd og sadísk gleði.13 Það breytir því þó ekki að
sem femínísk baráttukona telur Tania Modleski árið 1984 að þetta les-
efni geti aldrei stuðlað að ffelsun kvenna undan kúgun og misrétti held-
ur viðhaldi það hvoru tveggja og sé ekki til neins góðs fyrir konur.14
Aratug síðar hefur Tania Modleski gert persónulega upp við þetta
fyrsta meginrit sitt og sagt lesendum frá því hvemig hún píndist sjálf yf-
ir valinu á þessu ritgerðarefhi, sem þótti fáránlegt í Stanford. Hún hélt
fast við verkefnið en í því fólst ákaflega tvíbent uppreisn.15 Doktorsrit-
gerð um ástarsögur fól í sér uppreisn gegn bókmenntamati þessa fina há-
skóla, sem Tania hafði komist inn í fyrir röð af tilviljunum og vildi nú
þvinga til að viðurkenna sögurnar sem mamma hennar elskaði og þær
mæðgur höfðu lesið saman. Ritgerðin var skrifuð til vamar því menn-
ingarlega umhverfi sem Tania kom úr en mamma hennar vann við
skúringar á hóteh, pabbi hennar var verkamaður. I ritgerðinni má sjá
mikla togstreitu vegna þess að hún reynir stöðugt að gagnrýna og for-
dæma hugmyndafræði ástarsagnanna án þess að tala niður til aðdáenda
þeirra og það fer heldur illa saman.
Eins og Radway leitar Alodleski að skýringum á vánsældum bók-
menntagreinarinnar í sálffæðilegri skírskotun til þroskastiganna fýrir
Odipusarduld og inngöngu hugverunnar í hina táknrænu reglu. Hún
tengir hinar einu sönnu ástarsögur við móðursjúka endurtekningarþörf
en gotneskar sögur við ofsóknaræði. Þessi tvö form taugaveiklunar sam-
einast í sápuóperunni sem byggir bæði á bældri endurtekningu (kysteria)
og yfirvofandi hættu vegna ráðabmggs glæfrakvenda og annarra keppi-
nauta kvenhetjunnar {paranoia).16
12 Modleski: 1984, 111-114.
15 Modleski: 1984, 45-48. Constance Penley gagnrýnir Modlesld og bendir á að þessi
hefndarhugmynd gerir allar konur ÚTÍrfram að fómarlömbum, allar eiga einhvers
að hefna. Þar með er hverri einustu konu, sér oft til lítrillar gleði, ætluð sjálfkrafa
andstaða við karlana sem ráða ríkjum og er þannig úthlutað hugmyndalegu hlut-
verki eins konar hryðjuverkamanns eða hefnara. Constance Penley: 1992, 493.
14 Modleski: 1984, 110-114.
15 Modleski: 1999, 54—56.
“ Modleski: 1984, 33.
43