Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Blaðsíða 48
DAGNY KRISTJANSDOTTIR
Þessari sagnamenningu lýstu bresku fræðimennirnir Lord og Parry
forðum en kenningar þeirra hafa síðan orðið bæði frægar og umdeild-
ar.21 Krentz og Barlow eru að lýsa túlkunarsamfélagi sem þekkir formúl-
urnar sínar og elskar endurtekninguna meðal annars vegna þess hve
háttbundin hún er og sefandi.
Krentz og Barlow snúa sömuleiðis sókn upp í vörn og segja: Við höf-
um lært bókmenntaffæði í háskólum og vitum vel að það á að tala við
einhvern ótiltekinn fyrirmyndarlesanda ffernur en stórt túlkunarsamfé-
lag eða markað. Það á að vera ffumlegur, forðast sálffæðilegar útskýring-
ar, skrifa stuttar setningar, „sýna, ekki segja“ - en hver bjó þessar reglur
eiginlega til? Af hverju í ósköpunum eiga kvenhöfundar að vera að
„sýna“ þegar þær elska að „segja ffá“?22
V
Enn athyglisverðara er svar ástarsagnahöfundanna við þeirri gagnrýni að
þeir fegri ofbeldi og tengi saman kynlíf og nauðganir. Hver á fætur
annarri vitna kvenhöfundarnir um að þó að kvenhetjan í sögunni skipti
miklu máli skipti karlhetjan meira máli. Það sé lýsing hennar sem ástar-
sögurnar standi eða falli með.
Karlhetjan hefur verið að breytast í ástarsögum síðustu þrjátíu ára.
Draumaprinsinn er ennþá hávaxnastur allra karla á staðnum, bláeygast-
ur, herðabreiðastur og dökkhærðastur eða eins og höfundurinn Suzanne
Simmons Guntrum segir:
Karlhetjan er líka maður sem lifir lífinu á ystu nöf. Hann er
ósiðfágaður í öllum aðalatriðum og ótaminn. Hann er frum-
maður. Hann er ffumstæður. Hann er bæði karlmenni og
stríðsmaður. Breskur aðalsmaður? Stundum. Kynblendingur?
Stundum. Urhrak? Stundum. Skaphundur? Stundum. Byssu-
bófi? Fjárhættuspilari? Stundum. Smiður, kóngur, kennari?
Stundum.
Heiðarlegur? Alltaf. Ráðagóður? Alltaf. Maður sem á líf sitt
21 Vésteinn Ólason: 1978, 170-177 og Gísli Sigurðsson: 2002, 39-43.
22 Barlow og Krentz, 1992, 28. Þessa umræðu þekkir sá aftur sem skoðað hefur „jöðr-
un“ og „öðrun“ kvenhöfunda í herbúðum módernista á dögum eftirstríðsára og
kalds stríðs þar sem konurnar vildu ekki hætta að skrifa epískt þrátt fyrir kröfu
tímans, sbr. Dagný Kristjánsdóttir: 1996, 381-400.
46