Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Qupperneq 50
DAGNY KRISTJANSDOTTIR
menntagreininni, konan er hætt að lifa eingöngu fvTÍr karlinn og ástina.
Hún er sjálfstæð og stendur jafnvel betur að vígi en karlinn sálffæði- og
félagslega. Yfirburðir hans færast þess vegna æ meira \’fir á svið goðsögu
og fantasíu. Karlhetjan hefur eitthvað ógnandi í fari sínu eða fortíð, eitt-
hvað myrkt og ffamandi, eitthvað glæpsamlegt sem þolir ekki dagsins
ljós. Þó að þetta reynist stundum missldlningur eða lygi er grunurinn um
glæp eða ofbeldisverk orðinn uppistaðan í aðdráttarafli karlhetjunnar.
Hvers vegna?
Astarsagnahöfundarnir sem skrifa í bókina Háskalegir karlar og hug-
rakkar konur undirstrika rækilega að þeir mjmdu aldrei hlet’pa karlhetj-
um sínum lengra en í forstofuna heima hjá sér ef þeir berðu að dyrum í
veruleikanum. Og konurnar m\ndu vara Hnkonur sínar við að taka upp
náið samband við svo geðtruflaða herramenn. Og þær staðhæfa að það
túlkunarsamfélag sem þær tali til viti þetta líka og viti það mætavel að
ástarsögurnar vísi ekki til veruleika heldur fantasíu, goðsagna, ffum-
mynda. Þær segjast ekki höfða til nauðgunarfantasía kvenna enda sam-
sami hvorki þær né lesendur sig konum eingöngu heldur hæöi kven- og
karlhetju. Þetta gerist ekki í línulaga tímaröð þannig að fyrst sé lesandi í
sporum konurmar og svo karlsins heldur gerist þetta samtímis, segir
Jayne Ann Krentz.28 Yfirleitt fylgjum við hugsunum karlmannsins og
konunnar á víxl í aðdraganda ástaratriða og áhrifin eru þau að lesandinn
samsamar sig báðum samtímis og „er“ bæði sá sem tælir og er tældur, sá
sem þvingar og er þvingaður, sá sem girnist og sá sem girndin beinist að.
Hvernig má þetta vera? Er samsömun lesandans \dð báðar persónurnar
jafn gild, jafh sterk? Er lesandinn geðldofa?
Hinn Hnsæli ástarsagnahöfundur Laura Kinsale útfærir þessa kenn-
ingu þannig að kvenlesandinn samsami sig karlhetjunni til að finna styæk
sinn, gleðjast yfir honum og njóta „síns innri karlmanns“, „sty’rks hans
og þokka, reiði, óbilgirni, ástríðu, stolts, heiðurs, blíðu og viðkvæmni.“29
Þetta hefur ekkert með árásargjarna „tippisöfund“ að gera, konan myndi
aldrei vilja vera karlmaður og því þarf þetta ekkert að styggja maka eða
kærasta, segir Kinsale því að málið snýst uin samsömun á s\áði ímynd-
ana og fantasíu sem vísar ekki til neins \Tri veruleika. Girnist laænles-
andinn k\renhetjuna? Er það þá samkymhneigð eða tvíkvnhneigð þrá sem
knýr lesturinn?
28 Krentz: 1992, 110.
29 Kinsale: 1992, 37.
48