Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Page 51

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Page 51
LJUFT ER AÐ LATA SIG DREYMA Seint myndi Kinsale svara þessum spurningum en hún segir að sam- sömun kvenlesanda sé sterkari við karlhetju en kvenhetju, kvenhetjan sé „staðgengill“ (e. ,,place-holder“) lesandans og það sé erfiðara fyrir hann að „vera“ hin konan. Með öðrum orðum, það er erfiðara fyrir kvenlesanda að ganga inn í hlutverk tilbúinnar, staðlaðrar konu af því að hún upplif- ir sjálfa sig ekki sem staðlaða heldur einstakling. Hún getur hins vegar tekið stöðluð einkenni gild hjá karlmönnum og samsamað sig þeim. Þetta er athyglisvert vegna þess að Kristin Ramsdell telur að einmitt þessi skilyrðislausa samkennd með kvenhetjunni (ég „er“ hún) sé tilvistar- grundvöllur hinnar hefðbundnu ástarsögu á meðan lesandinn hafi með- vitaðri samúð með karlhetjunni (ég „er eins og“ hann).30 Kinsale snýr þessu við. Og í samræmi við kenningar hennar er ekki hið hefðbundna elskendapar eða ástarþríhyrning að finna á kápumynd ástarsagnanna sem hún hefur skrifað heldur skarta þær, stórglæsilegum, hálfnöktum karlmanni og kvenhetjan kemst ekki einu sinni á blað!31 Nú skal það undirstrikað að hér eru ástarsagnahöfundarnir í Háskaleg- um körlum og hugrökkum konum að svara meintum árásum akademískra femínista. Höfundunum er í mun að sannfæra okkur um að bækur þeirra séu ekki að fegra nauðganir, höfða til masókískra kennda lesenda og hvetja til aðlögunar og undirgefni. Utfærsla Kinsale rennur að vísu pín- lega út í sandinn af því að hún vill alls ekki væna kvenlesendur sína um að vera karlmannlegir eða að luma á tvíkynhneigðum þrám. Bandaríski fræðimaðurinn Amber Botts tekur hins vegar upp þetta tvíkynhneigða þema frá ástarsagnahöfundinum Penelope Williamson auk Janice Rad- way og tengir við kenningar Carl Jungs. Botts talar um fjölmargar erkitýpur sem menn verði að sættast við í sálarlífinu til að ná fullum þroska og hæst ber þar anima (kvenlegu hliðina), animus (karllegu hlið- ina) og það sem hún kallar skuggann (reiði, græðgi, öfund og girnd). Skugginn er sú hlið sálarlífsins sem flestir eiga erfiðast með að viður- kenna og sættast við. Augljóslega er karlhetjan þrautpínda að berjast við sinn skugga og lesandinn á þá að geta gert það sama með því að samsama sig honum. Túlkun Amber Botts opnar að auki fyrir tengingu við goð- sagnir og ævintýri eins og Jtmg las þau og skýrði.32 30 Ramsdell: 1999, 4. Um hugtökin „samúð“ og „samkennd" sjá Dagný Kristjánsdótt- ir: 2001, 51-53. 11 Sjá umræðu um mikilvægi kápumyndarinnar í George Paizes: 1998, 51-74. 32 Botts: 1999, 62-74. 49
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.