Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Page 51
LJUFT ER AÐ LATA SIG DREYMA
Seint myndi Kinsale svara þessum spurningum en hún segir að sam-
sömun kvenlesanda sé sterkari við karlhetju en kvenhetju, kvenhetjan sé
„staðgengill“ (e. ,,place-holder“) lesandans og það sé erfiðara fyrir hann að
„vera“ hin konan. Með öðrum orðum, það er erfiðara fyrir kvenlesanda
að ganga inn í hlutverk tilbúinnar, staðlaðrar konu af því að hún upplif-
ir sjálfa sig ekki sem staðlaða heldur einstakling. Hún getur hins vegar
tekið stöðluð einkenni gild hjá karlmönnum og samsamað sig þeim.
Þetta er athyglisvert vegna þess að Kristin Ramsdell telur að einmitt
þessi skilyrðislausa samkennd með kvenhetjunni (ég „er“ hún) sé tilvistar-
grundvöllur hinnar hefðbundnu ástarsögu á meðan lesandinn hafi með-
vitaðri samúð með karlhetjunni (ég „er eins og“ hann).30 Kinsale snýr
þessu við. Og í samræmi við kenningar hennar er ekki hið hefðbundna
elskendapar eða ástarþríhyrning að finna á kápumynd ástarsagnanna
sem hún hefur skrifað heldur skarta þær, stórglæsilegum, hálfnöktum
karlmanni og kvenhetjan kemst ekki einu sinni á blað!31
Nú skal það undirstrikað að hér eru ástarsagnahöfundarnir í Háskaleg-
um körlum og hugrökkum konum að svara meintum árásum akademískra
femínista. Höfundunum er í mun að sannfæra okkur um að bækur þeirra
séu ekki að fegra nauðganir, höfða til masókískra kennda lesenda og
hvetja til aðlögunar og undirgefni. Utfærsla Kinsale rennur að vísu pín-
lega út í sandinn af því að hún vill alls ekki væna kvenlesendur sína um
að vera karlmannlegir eða að luma á tvíkynhneigðum þrám. Bandaríski
fræðimaðurinn Amber Botts tekur hins vegar upp þetta tvíkynhneigða
þema frá ástarsagnahöfundinum Penelope Williamson auk Janice Rad-
way og tengir við kenningar Carl Jungs. Botts talar um fjölmargar
erkitýpur sem menn verði að sættast við í sálarlífinu til að ná fullum
þroska og hæst ber þar anima (kvenlegu hliðina), animus (karllegu hlið-
ina) og það sem hún kallar skuggann (reiði, græðgi, öfund og girnd).
Skugginn er sú hlið sálarlífsins sem flestir eiga erfiðast með að viður-
kenna og sættast við. Augljóslega er karlhetjan þrautpínda að berjast við
sinn skugga og lesandinn á þá að geta gert það sama með því að samsama
sig honum. Túlkun Amber Botts opnar að auki fyrir tengingu við goð-
sagnir og ævintýri eins og Jtmg las þau og skýrði.32
30 Ramsdell: 1999, 4. Um hugtökin „samúð“ og „samkennd" sjá Dagný Kristjánsdótt-
ir: 2001, 51-53.
11 Sjá umræðu um mikilvægi kápumyndarinnar í George Paizes: 1998, 51-74.
32 Botts: 1999, 62-74.
49